Málið er ekki dautt Þorvaldur Gylfason skrifar 31. janúar 2008 06:00 Noregur hefur tvisvar fengið athugasemdir frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og brást við þeim í bæði skiptin með fullnægjandi hætti að dómi nefndarinnar. Danmörk hefur einu sinni fengið athugasemdir og brást einnig vel við. Svíþjóð hefur aldrei fengið athugasemdir. Finnland hefur fimm sinnum fengið athugasemdir og brást vel við í fjögur skipti; fimmta málið er enn í athugun. Bindandi samningurÚrskurðir Mannréttindanefndarinnar binda aðildarríkin samkvæmt alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, svo sem kveðið er á um í 51. grein samningsins. Ísland undirritaði samninginn 1968 og staðfesti hann 1979. Úrskurðum nefndarinnar verður ekki áfrýjað til æðra valds. Alþjóðasamningurinn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi var gerður 1966 til að treysta Mannréttindasáttmála SÞ frá 1948. Mannréttindanefndin tekur við kærum frá aðildarlöndum vegna meintra mannréttindabrota. Henni er ætlað að tryggja, að samningnum sé framfylgt, þótt engin viðurlög önnur en sæmdarmissir fylgi brotum, sem fást ekki bætt. Aðildarríkin að samningnum eru nú 160 auk fimm ófullburða smáríkja. Meðal þeirra ríkja, sem eru ekki aðilar að samningnum, eru Kína, Kúba, Malasía, Pakistan, Sádi-Arabía og Singapúr auk Páfagarðs; hin eru smálönd. Kínverjar hafa undirritað samninginn, en staðfesting bíður. Ekkert þeirra landa, sem kjósa að standa utan umdæmis Mannréttindanefndarinnar, er lýðræðisríki. Sum lýðræðisríki, þar á meðal Ísland, hafa gert tæknilega fyrirvara um fáein ákvæði í samningnum. Ísland gerði þó engan fyrirvara um ákvæðið, sem Mannréttindanefndin reisir úrskurð sinn um mannréttindabrot í krafti fiskveiðilaganna á, enda er það ákvæði samhljóða 65. grein stjórnarskrárinnar. Nú reynir á AlþingiHæstaréttarlögmennirnir Jón Magnússon og Atli Gíslason og fjórir aðrir þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um, að Alþingi beri að hlíta úrskurði Mannréttindanefndarinnar þess efnis, að fiskveiðilög Íslendinga brjóti gegn alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og breyta verði lögunum í samræmi við úrskurðinn. Flutningsmennirnir vilja, að Alþingi taki af allan vafa um, að það skuldbindi sig til að hlíta úrskurði nefndarinnar og breyta lögunum eða lofa að breyta þeim til samræmis við úrskurðinn innan tilskilinna tímamarka, 180 daga. Staðfesting þingsins á þessari skuldbindingu er nauðsynleg vegna þess, að fyrstu viðbrögð sumra málsvara ríkisstjórnarinnar við úrskurðinum voru á þá leið, að hann sé ekki vel rökstuddur og ekki heldur bindandi, en hvort tveggja er rangt. Þessum rangfærslum virtist vera ætlað að halda opinni leið handa ríkisstjórninni til að skjóta sér undan úrskurðinum. Alþingi þarf að taka af skarið.Úrskurður Mannréttindanefndarinnar er í höfuðatriðum samhljóða dómi Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar gegn ríkinu 1998. Báðir úrskurðir eru reistir á þeirri skoðun, að mannréttindi séu algild og verði því ekki hneigð eða sveigð að öðrum hagsmunum. Það er kjarni málsins eins og ég lýsti á þessum stað fyrir viku.Gaukur Jörundsson prófessor skilaði lögfræðilegri álitsgerð til sjávarútvegsráðuneytisins 28. júlí 1983 þess efnis, að lagaheimild brysti til að úthluta aflakvótum svo sem þegar hafði verið gert og til að koma fyrirhugaðri skipan á veiðar, þeirri skipan, sem var síðan lögfest í desember 1983 með nýjum heimildum handa ráðherra til að ákveða kvóta meðal annars á grundvelli veiðireynslu. Álitsgerðin var ekki birt á sínum tíma. Hluti hennar og niðurstaða birtust fyrst opinberlega 12. janúar 2008 í Morgunblaðinu. Þar bendir Hjörtur Gíslason blaðamaður á, að veiðireynslan frá 1980-83, sem kvótaúthlutun eftir 1983 var miðuð við, hafi verið reist sumpart á fyrri úthlutun án lagaheimildar samkvæmt álitsgerðinni. Með kvótalögunum 1983 var lagður grunnur að þeirri mismunun, sem mikill styr hefur æ síðan staðið um. Nú hefur Mannréttindanefnd SÞ úrskurðað, að þessi mismunun er mannréttindabrot. Óvenjulega bíræfni þarf til að vefengja þann úrskurð. Nú reynir á Alþingi.Engin undanbrögð Hægt hefði verið að takmarka sókn á miðin og nýta þau vel og vernda án þess að brjóta rétt á mönnum með kerfisbundinni mismunun. Vel útfært veiðigjald hefði tryggt hagfelldari og réttlátari nýtingu fiskimiðanna, enda hefðu þá allir setið við sama borð hvort sem þeir sóttu sjó 1980-83 eða ekki. Skaðinn, sem orðinn er, verður aldrei bættur til fulls, ekki frekar en önnur mannréttindabrot. Ábyrgð Alþingis er þung. Þeim mun brýnna er, að þingið geri nú hreint fyrir sínum dyrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Noregur hefur tvisvar fengið athugasemdir frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og brást við þeim í bæði skiptin með fullnægjandi hætti að dómi nefndarinnar. Danmörk hefur einu sinni fengið athugasemdir og brást einnig vel við. Svíþjóð hefur aldrei fengið athugasemdir. Finnland hefur fimm sinnum fengið athugasemdir og brást vel við í fjögur skipti; fimmta málið er enn í athugun. Bindandi samningurÚrskurðir Mannréttindanefndarinnar binda aðildarríkin samkvæmt alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, svo sem kveðið er á um í 51. grein samningsins. Ísland undirritaði samninginn 1968 og staðfesti hann 1979. Úrskurðum nefndarinnar verður ekki áfrýjað til æðra valds. Alþjóðasamningurinn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi var gerður 1966 til að treysta Mannréttindasáttmála SÞ frá 1948. Mannréttindanefndin tekur við kærum frá aðildarlöndum vegna meintra mannréttindabrota. Henni er ætlað að tryggja, að samningnum sé framfylgt, þótt engin viðurlög önnur en sæmdarmissir fylgi brotum, sem fást ekki bætt. Aðildarríkin að samningnum eru nú 160 auk fimm ófullburða smáríkja. Meðal þeirra ríkja, sem eru ekki aðilar að samningnum, eru Kína, Kúba, Malasía, Pakistan, Sádi-Arabía og Singapúr auk Páfagarðs; hin eru smálönd. Kínverjar hafa undirritað samninginn, en staðfesting bíður. Ekkert þeirra landa, sem kjósa að standa utan umdæmis Mannréttindanefndarinnar, er lýðræðisríki. Sum lýðræðisríki, þar á meðal Ísland, hafa gert tæknilega fyrirvara um fáein ákvæði í samningnum. Ísland gerði þó engan fyrirvara um ákvæðið, sem Mannréttindanefndin reisir úrskurð sinn um mannréttindabrot í krafti fiskveiðilaganna á, enda er það ákvæði samhljóða 65. grein stjórnarskrárinnar. Nú reynir á AlþingiHæstaréttarlögmennirnir Jón Magnússon og Atli Gíslason og fjórir aðrir þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um, að Alþingi beri að hlíta úrskurði Mannréttindanefndarinnar þess efnis, að fiskveiðilög Íslendinga brjóti gegn alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og breyta verði lögunum í samræmi við úrskurðinn. Flutningsmennirnir vilja, að Alþingi taki af allan vafa um, að það skuldbindi sig til að hlíta úrskurði nefndarinnar og breyta lögunum eða lofa að breyta þeim til samræmis við úrskurðinn innan tilskilinna tímamarka, 180 daga. Staðfesting þingsins á þessari skuldbindingu er nauðsynleg vegna þess, að fyrstu viðbrögð sumra málsvara ríkisstjórnarinnar við úrskurðinum voru á þá leið, að hann sé ekki vel rökstuddur og ekki heldur bindandi, en hvort tveggja er rangt. Þessum rangfærslum virtist vera ætlað að halda opinni leið handa ríkisstjórninni til að skjóta sér undan úrskurðinum. Alþingi þarf að taka af skarið.Úrskurður Mannréttindanefndarinnar er í höfuðatriðum samhljóða dómi Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar gegn ríkinu 1998. Báðir úrskurðir eru reistir á þeirri skoðun, að mannréttindi séu algild og verði því ekki hneigð eða sveigð að öðrum hagsmunum. Það er kjarni málsins eins og ég lýsti á þessum stað fyrir viku.Gaukur Jörundsson prófessor skilaði lögfræðilegri álitsgerð til sjávarútvegsráðuneytisins 28. júlí 1983 þess efnis, að lagaheimild brysti til að úthluta aflakvótum svo sem þegar hafði verið gert og til að koma fyrirhugaðri skipan á veiðar, þeirri skipan, sem var síðan lögfest í desember 1983 með nýjum heimildum handa ráðherra til að ákveða kvóta meðal annars á grundvelli veiðireynslu. Álitsgerðin var ekki birt á sínum tíma. Hluti hennar og niðurstaða birtust fyrst opinberlega 12. janúar 2008 í Morgunblaðinu. Þar bendir Hjörtur Gíslason blaðamaður á, að veiðireynslan frá 1980-83, sem kvótaúthlutun eftir 1983 var miðuð við, hafi verið reist sumpart á fyrri úthlutun án lagaheimildar samkvæmt álitsgerðinni. Með kvótalögunum 1983 var lagður grunnur að þeirri mismunun, sem mikill styr hefur æ síðan staðið um. Nú hefur Mannréttindanefnd SÞ úrskurðað, að þessi mismunun er mannréttindabrot. Óvenjulega bíræfni þarf til að vefengja þann úrskurð. Nú reynir á Alþingi.Engin undanbrögð Hægt hefði verið að takmarka sókn á miðin og nýta þau vel og vernda án þess að brjóta rétt á mönnum með kerfisbundinni mismunun. Vel útfært veiðigjald hefði tryggt hagfelldari og réttlátari nýtingu fiskimiðanna, enda hefðu þá allir setið við sama borð hvort sem þeir sóttu sjó 1980-83 eða ekki. Skaðinn, sem orðinn er, verður aldrei bættur til fulls, ekki frekar en önnur mannréttindabrot. Ábyrgð Alþingis er þung. Þeim mun brýnna er, að þingið geri nú hreint fyrir sínum dyrum.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun