Menning

Norrænir tónar á haustjafndægrum

Cammerarctica kemur fram á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld.
Cammerarctica kemur fram á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld.

Kammerhópurinn Camerarctica kemur fram á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld kl. 20, á haustjafndægrum, og leikur norræna tónlist.

Á efnisskrá tónleikanna má meðal annars finna einleiks- og kammerverk frá barokktímanum, klassíska tímanum og nútímanum eftir tónskáld á borð við Jörgen Bentzon, Johann Romann, Áskel Másson, Hafliða Hallgrímsson og Bernhard Crusell.

Flytjendur eru þau Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari.

Camerarctica hefur starfað frá árinu 1992. Hópurinn hefur meðal annars leikið á Myrkum músíkdögum, Listahátíð í Reykjavík, Norrænum músíkdögum, Salisbury hátíðinni í Bretlandi og gefið út geisladisk með verkum eftir W. A. Mozart. Camerarctica var Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar árið 2005.

Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum en þeir eru unnir í samstarfi við Norræna húsið og Tónlistarsjóð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×