Leggur Indland að fótum sér 5. febrúar 2008 06:30 Við landsbókasafn Indverja Indverjar tóku Ármanni með kostum og kynjum og er í skoðun að þýða verk hans á hindí, malayala, kanada, tamil, bengali og pundjabi. Vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson ferðaðist um þvert Indland í um tvo mánuði til þess að viða að sér efni og fá nýtt blóð í sagnabrunninn. Vinjettur Ármanns féllu Indverjum almennt mjög vel í geð. Þegar rektor Banaras Hindu University í hinni heilögu borg Varanasi frétti af heimsókninni bauð hann Ármanni þegar að halda fyrirlestur um vinjetturnar og íslenskar bókmenntir. „Já, þann 10. januar depúteraði Ármann Reynisson sem fyrirlesari við háskóla. Þrátt fyrir stuttan fyrirvara var yfirfullt af fræðimönnum og nemendum á annað hundrað talsins. Mikið var um fyrirspurnir og urðu 45 mínúturnar að tveimur klukkustundum," segir Ármann. Talið er að hann sé fyrsti Íslendingurinn til að ávarpa þennan heimsfræga háskóla og gerði dagblaðið Hindi atburðinum góð skil. „Ég dvaldist hjá fimmtán indverskum fjölskyldum á jafnmörgum völdum stöðum og kannaði nánar þau svæði hvað varðar menningu, mannlíf, viðskipti og fleira. Þetta varð ekki síður glíma við eigin persónu þar sem flest á Indlandi er ólíkt því sem við eigum að venjast." Bókmenntafræðingar, útgefendur og blaðamenn reyndust áhugasamir um norðurslóðir. „Já, sem þeir þekkja lítið sem ekkert til nema í draumsýn einni saman. Undantekningarlaust var ég fyrsti Íslendingurinn sem þeir hittu að máli." Tekin voru tvö blaðaviðtöl við Ármann, annað birtist í Manorama, einu elsta og virtasta dagblaði á Indlandi og fékk það góð viðbrögð. Þá ræddi hinn þekkti blaðamaður Sashi Nair lengi við Ármann og mun viðtal birtast á ensku í því útbreidda blaði Business Line - Live nú á næstunni. Nokkrir bókmennta- og tungumálafræðingar sýna því áhuga, að sögn Ármanns, að þýða úrval af vinjettunum yfir á hindí, malayala, kanada, tamil, bengali og pundjabi. Útgefendur skoða málin og þykir þeim áskorun að opna augu Indverja fyrir nýjum bókmenntaheimi. Í Kolkata tók landsbókavörður á móti Ármanni í Landsbókasafni Indlands. Landsbókasafnið á vinjettuútgáfuna I-VII sem heita þá einu bækur íslensks rithöfundar í eigu safnsins. Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson ferðaðist um þvert Indland í um tvo mánuði til þess að viða að sér efni og fá nýtt blóð í sagnabrunninn. Vinjettur Ármanns féllu Indverjum almennt mjög vel í geð. Þegar rektor Banaras Hindu University í hinni heilögu borg Varanasi frétti af heimsókninni bauð hann Ármanni þegar að halda fyrirlestur um vinjetturnar og íslenskar bókmenntir. „Já, þann 10. januar depúteraði Ármann Reynisson sem fyrirlesari við háskóla. Þrátt fyrir stuttan fyrirvara var yfirfullt af fræðimönnum og nemendum á annað hundrað talsins. Mikið var um fyrirspurnir og urðu 45 mínúturnar að tveimur klukkustundum," segir Ármann. Talið er að hann sé fyrsti Íslendingurinn til að ávarpa þennan heimsfræga háskóla og gerði dagblaðið Hindi atburðinum góð skil. „Ég dvaldist hjá fimmtán indverskum fjölskyldum á jafnmörgum völdum stöðum og kannaði nánar þau svæði hvað varðar menningu, mannlíf, viðskipti og fleira. Þetta varð ekki síður glíma við eigin persónu þar sem flest á Indlandi er ólíkt því sem við eigum að venjast." Bókmenntafræðingar, útgefendur og blaðamenn reyndust áhugasamir um norðurslóðir. „Já, sem þeir þekkja lítið sem ekkert til nema í draumsýn einni saman. Undantekningarlaust var ég fyrsti Íslendingurinn sem þeir hittu að máli." Tekin voru tvö blaðaviðtöl við Ármann, annað birtist í Manorama, einu elsta og virtasta dagblaði á Indlandi og fékk það góð viðbrögð. Þá ræddi hinn þekkti blaðamaður Sashi Nair lengi við Ármann og mun viðtal birtast á ensku í því útbreidda blaði Business Line - Live nú á næstunni. Nokkrir bókmennta- og tungumálafræðingar sýna því áhuga, að sögn Ármanns, að þýða úrval af vinjettunum yfir á hindí, malayala, kanada, tamil, bengali og pundjabi. Útgefendur skoða málin og þykir þeim áskorun að opna augu Indverja fyrir nýjum bókmenntaheimi. Í Kolkata tók landsbókavörður á móti Ármanni í Landsbókasafni Indlands. Landsbókasafnið á vinjettuútgáfuna I-VII sem heita þá einu bækur íslensks rithöfundar í eigu safnsins.
Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira