Elsku Páll Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 5. febrúar 2008 06:00 Þegar ég var tvítug festi ég kaup á forláta sjónvarpi í verslun sem seldi notuð tæki. Sjónvarpið var ekki einu sinni komið í gagnið þegar leynilegur útsendari RÚV barði að dyrum og spurði hvort mér þætti ekki við hæfi að fara borga af áskrift. Ég sagði sem satt var að það væri ekkert sjónvarp í gangi á heimilinu. „Nú nú, það var nú glæsilegur gripur sem ég sá inn um gluggann hjá þér," svaraði útsendarinn þá með svo valdsmannslegri röddu að stelpuskjátan þorði ekki annað en að bjóða honum inn í hálftóma kjallaraíbúðina til að sanna að tækið væri ekki tengt við loftnet. Erindrekinn útskýrði þá fyrir fáfróðri landsbyggðarmærinni að svona gengju kaupin á eyrinni ekki fyrir sig. Og í hljóðu þakklæti fyrir að sleppa skrámulaust út úr samtalinu lofaði ég að drjúgur hluti námslána minna myndi framvegis renna til míns ástkæra Ríkisútvarps. Nú auglýsir Ríkissjónvarpið að á næstunni eigi að sýna eina íslenska bíómynd í hverri viku. Ég skelf af gleði við tilhugsunina. Kannski eru það peningarnir sem góði auðmaðurinn gaf þeim sem gera þetta kleift, að minnsta kosti hafa þeir ekki viljað nota mína við það hingað til. Nema það séu peningarnir sem fengust fyrir auglýsingahléið í Skaupinu sem þarna koma í góðar þarfir. Mér er sama hvaðan gott kemur en kemst þó ekki hjá því að rifja upp í huganum orðin sem Páll Magnússon útvarpsstjóri lét falla skömmu eftir að hann var ráðinn í embætti. Ræddi hann ekki örugglega um að ef til vill væri barasta við hæfi að taka RÚV af auglýsingamarkaði? Jú nú man ég hvað hann sagði. Það var þetta: „Ég er þeirrar skoðunar að RÚV eigi ekki að vera á auglýsingamarkaði. Það eru til margar röksemdir fyrir tilvist ríkisfjölmiðils en þær eiga ekki við um tilvist hans á auglýsingamarkaði. Við megum ekki láta ríkisvaldið þrengja á einkaaðilum á þessum markaði frekar en öðrum." Ég rifja þetta nú bara svona upp því mér þótti þetta hljóma svo vel á sínum tíma. Slík ákvörðun yrði líkleg til að auka frelsi RÚV til að sinna yfirlýstu hlutverki sínu auk þess sem baráttan við einkastöðvarnar um amerísku sápuóperurnar gæti þar með verið úr sögunni og hægt yrði að styðja enn meira við íslenska dagskrárgerð. Í barnslegri einlægni bjóst ég ekki við því að Páll myndi samþykkja að þiggja peninga utan úr bæ, auka hlutdeild auglýsinga á stöðinni um leið og almenningur í landinu væri enn frekar skikkaður til að borga í apparatið í gegnum nefskatt. Þá sérstaklega þar sem lítið sem ekkert virðist hafa bólað á innlendri leikinni dagskrárgerð eftir Kalla Kaffi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þegar ég var tvítug festi ég kaup á forláta sjónvarpi í verslun sem seldi notuð tæki. Sjónvarpið var ekki einu sinni komið í gagnið þegar leynilegur útsendari RÚV barði að dyrum og spurði hvort mér þætti ekki við hæfi að fara borga af áskrift. Ég sagði sem satt var að það væri ekkert sjónvarp í gangi á heimilinu. „Nú nú, það var nú glæsilegur gripur sem ég sá inn um gluggann hjá þér," svaraði útsendarinn þá með svo valdsmannslegri röddu að stelpuskjátan þorði ekki annað en að bjóða honum inn í hálftóma kjallaraíbúðina til að sanna að tækið væri ekki tengt við loftnet. Erindrekinn útskýrði þá fyrir fáfróðri landsbyggðarmærinni að svona gengju kaupin á eyrinni ekki fyrir sig. Og í hljóðu þakklæti fyrir að sleppa skrámulaust út úr samtalinu lofaði ég að drjúgur hluti námslána minna myndi framvegis renna til míns ástkæra Ríkisútvarps. Nú auglýsir Ríkissjónvarpið að á næstunni eigi að sýna eina íslenska bíómynd í hverri viku. Ég skelf af gleði við tilhugsunina. Kannski eru það peningarnir sem góði auðmaðurinn gaf þeim sem gera þetta kleift, að minnsta kosti hafa þeir ekki viljað nota mína við það hingað til. Nema það séu peningarnir sem fengust fyrir auglýsingahléið í Skaupinu sem þarna koma í góðar þarfir. Mér er sama hvaðan gott kemur en kemst þó ekki hjá því að rifja upp í huganum orðin sem Páll Magnússon útvarpsstjóri lét falla skömmu eftir að hann var ráðinn í embætti. Ræddi hann ekki örugglega um að ef til vill væri barasta við hæfi að taka RÚV af auglýsingamarkaði? Jú nú man ég hvað hann sagði. Það var þetta: „Ég er þeirrar skoðunar að RÚV eigi ekki að vera á auglýsingamarkaði. Það eru til margar röksemdir fyrir tilvist ríkisfjölmiðils en þær eiga ekki við um tilvist hans á auglýsingamarkaði. Við megum ekki láta ríkisvaldið þrengja á einkaaðilum á þessum markaði frekar en öðrum." Ég rifja þetta nú bara svona upp því mér þótti þetta hljóma svo vel á sínum tíma. Slík ákvörðun yrði líkleg til að auka frelsi RÚV til að sinna yfirlýstu hlutverki sínu auk þess sem baráttan við einkastöðvarnar um amerísku sápuóperurnar gæti þar með verið úr sögunni og hægt yrði að styðja enn meira við íslenska dagskrárgerð. Í barnslegri einlægni bjóst ég ekki við því að Páll myndi samþykkja að þiggja peninga utan úr bæ, auka hlutdeild auglýsinga á stöðinni um leið og almenningur í landinu væri enn frekar skikkaður til að borga í apparatið í gegnum nefskatt. Þá sérstaklega þar sem lítið sem ekkert virðist hafa bólað á innlendri leikinni dagskrárgerð eftir Kalla Kaffi.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun