Hryllingurinn á hæðinni Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 10. febrúar 2008 06:00 Fimm hundruð pör sækjast nú eftir því að fá að vera með í íslenskum sjónvarpsþætti, þar sem verkefnið er að innrétta hús innan ákveðins tímafrests. Áhorfendum er svo ætlað að fylgjast með framvindu verksins. Það fer hrollur um mig við tilhugsunina, enda höfum við fjölskyldan verið að endurbæta húsnæði undanfarna mánuði. Smávægilegar framkvæmdir urðu fljótlega að því að búið var að rífa veggi, grafa niður í mold og kynnast því að aspir sprengja skólplagnir. Allir sem hafa verið í byggingaframkvæmdum átta sig á því að pörin í sjónvarpsþættinum Hæðinni eru að ganga út í opinn dauðann. Byrjendur í bransanum halda kannski að þeir séu heppnir sem fá að innrétta hús frá grunni. Þetta er hugmyndafræði þess sem ekkert veit. Sennilega er hér að fæðast fyrsti raunveruleikaþátturinn sem með réttu mætti flokka sem hryllingsefni, þó að það sé í sjálfu sér ekki nýtt að raunveruleikaþættir séu pínlegir á að horfa. Í hryllingsmyndum er það þekkt stef að ólánsöm fjölskylda búi í húsi sem að endingu tekur völdin af örvæntingarfullum íbúunum. Ætli það sama verði ekki raunin þegar pörin fara að glíma við þá þrekraun að innrétta hús í beinni útsendingu. Þeirra áþján verður ekki sú að æsileg atburðarás reki þau út á ystu nöf, mun líklegra er að hægagangur í framkvæmdum hafi af þeim nætursvefninn og að allur tími fari í að smíða hernaðaráætlun til að fá þokukennd loforð efnd. Heiti þáttarins minnir meira að segja óþyrmilega á íslensku hryllingsmyndina Húsið sem enn kallar fram martraðir hjá öllum Íslendingum eldri en 30 ára. Hæðin og Húsið tengjast sömuleiðis þannig að nú er hægt að kaupa hæð fyrir sömu upphæð og áður mátti kaupa heilt hús fyrir. Rammíslensk lánakjörin sjá svo til þess að lánið hækkar hér um bil um sömu upphæð og greidd er tilbaka. Þess vegna er erfitt að sjá Hæðina fyrir sér sem skemmtiefni. Það er hins vegar þekkt að langanir manna og tískan tekur mið af efnahagsástandinu, í góðæri er tíska hófstillt en í kreppunni verður hún íburðarmikil og glysgjörn. Í því ljósi verður Hæðin öllu skiljanlegri. Nú þegar að fasteignamarkaðurinn er að hruni kominn og fólki er ráðið frá því að skuldsetja sig, verður til sjónvarpsþáttur þar sem íslensk pör keppa í byggingaframkvæmdum. Ætli næsta þáttaröð fjalli um skilnaðina? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Fimm hundruð pör sækjast nú eftir því að fá að vera með í íslenskum sjónvarpsþætti, þar sem verkefnið er að innrétta hús innan ákveðins tímafrests. Áhorfendum er svo ætlað að fylgjast með framvindu verksins. Það fer hrollur um mig við tilhugsunina, enda höfum við fjölskyldan verið að endurbæta húsnæði undanfarna mánuði. Smávægilegar framkvæmdir urðu fljótlega að því að búið var að rífa veggi, grafa niður í mold og kynnast því að aspir sprengja skólplagnir. Allir sem hafa verið í byggingaframkvæmdum átta sig á því að pörin í sjónvarpsþættinum Hæðinni eru að ganga út í opinn dauðann. Byrjendur í bransanum halda kannski að þeir séu heppnir sem fá að innrétta hús frá grunni. Þetta er hugmyndafræði þess sem ekkert veit. Sennilega er hér að fæðast fyrsti raunveruleikaþátturinn sem með réttu mætti flokka sem hryllingsefni, þó að það sé í sjálfu sér ekki nýtt að raunveruleikaþættir séu pínlegir á að horfa. Í hryllingsmyndum er það þekkt stef að ólánsöm fjölskylda búi í húsi sem að endingu tekur völdin af örvæntingarfullum íbúunum. Ætli það sama verði ekki raunin þegar pörin fara að glíma við þá þrekraun að innrétta hús í beinni útsendingu. Þeirra áþján verður ekki sú að æsileg atburðarás reki þau út á ystu nöf, mun líklegra er að hægagangur í framkvæmdum hafi af þeim nætursvefninn og að allur tími fari í að smíða hernaðaráætlun til að fá þokukennd loforð efnd. Heiti þáttarins minnir meira að segja óþyrmilega á íslensku hryllingsmyndina Húsið sem enn kallar fram martraðir hjá öllum Íslendingum eldri en 30 ára. Hæðin og Húsið tengjast sömuleiðis þannig að nú er hægt að kaupa hæð fyrir sömu upphæð og áður mátti kaupa heilt hús fyrir. Rammíslensk lánakjörin sjá svo til þess að lánið hækkar hér um bil um sömu upphæð og greidd er tilbaka. Þess vegna er erfitt að sjá Hæðina fyrir sér sem skemmtiefni. Það er hins vegar þekkt að langanir manna og tískan tekur mið af efnahagsástandinu, í góðæri er tíska hófstillt en í kreppunni verður hún íburðarmikil og glysgjörn. Í því ljósi verður Hæðin öllu skiljanlegri. Nú þegar að fasteignamarkaðurinn er að hruni kominn og fólki er ráðið frá því að skuldsetja sig, verður til sjónvarpsþáttur þar sem íslensk pör keppa í byggingaframkvæmdum. Ætli næsta þáttaröð fjalli um skilnaðina?
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun