Tröllin hlæja ho, ho, ho Gerður Kristný skrifar 16. febrúar 2008 07:00 Eitt sinn vann ég á vikublaði þar sem ég annaðist meðal annars opnu þar sem birtar voru aðsendar ljósmyndir. Fljótlega komst ég að raun um að það var aðallega tvennt sem fólki fannst skemmtilegt að deila með öðrum lesendum, í fyrsta lagi myndum af hundum með sólgleraugu og í öðru lagi myndum af ungbörnum sem komið hafði verið fyrir innan í þvottavélum. Ég gat alveg liðið þessa bjánalegu hunda en hinar sendi ég óbirtar til baka dauðhrædd um að einhver óvitinn tæki upp á því að leika þvottavélaatriðið eftir. Svona getur þetta verið. Það sem einum finnst ægilega skondið og skemmtilegt fyllir aðra hryllingi. Fyrir stuttu mátti þjóðin rýna í eigin barm og velta því fyrir sér hvort það væri í lagi að henda gaman að geðsjúkdómum. Hvort þunglyndi væri skemmtilegra en lungnakrabbi. Hvort frekar mætti flissa að geðdeyfð en gláku. Varla fyrirfinnst sú fjölskylda hér á landi sem ekki hefur fengið að kenna á geðsjúkdómi og því vita flestir hvað þeir geta verið ömurlegir bæði fyrir sjúklingana og aðstandendurna. Kannski er það líka þess vegna sem fólk hefur jafnríka þörf fyrir að gera grín að geðsjúkdómum. Það getur verið nauðsynlegt til að létta aðeins á spennunni eða eins og Ómar Ragnarsson kvað hér um árið: Hlæja verður margur þótt gamanið sé grátt. Aldrei hafa sögur af geðrænum sjúkdómum loðað jafnsterkt við neinn hóp hér á landi og þau sem boðið hafa sig fram í gegnum tíðina á móti sitjandi forseta. Svo virðist sem þjóðinni þyki andlegt óstabílitet það eina sem geti útskýrt slíka fyrirhöfn og fjáraustur. Ég efast um að þetta veikindaorð rjátlist nokkru sinni af þessum fámenna hópi nema svo ólíklega vilji til að einhver þeirra nái kosningu og hreiðri glaðbeittur um sig á Bessastöðum. „Já, það var nú alltaf kraftur í henni/honum. Hún/hann vissi alltaf hvað hún/hann vildi," á þjóðin þá eftir að segja og bæta síðan við: „Það þarf nú örugglega vissa klikkun að láta sér detta þetta í hug." Þetta er nefnilega einn þeirra frasa sem við notum um þá sem sýna frumkvæði og þora að láta villtustu drauma sína rætast. Í hugum okkar er oft furðustutt á milli brilljans og brjálæðis. Við hin getum síðan talið okkur trú um að við lifum lífinu lifandi með því að skella einhvern tímann sólgleraugum á nefið á smábarninu og troða síðan hundinum inn í þvottavélina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Tengdar fréttir M/s Ísland Mótorskipið Ísland siglir óræðan kúrs suðvestur af landinu. Radarinn er í ólagi og framundan er þrútið loft og þykkur sjór. Veislunni í matsalnum er lokið og farþegar teknir að ókyrrast. 16. febrúar 2008 08:00 Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
Eitt sinn vann ég á vikublaði þar sem ég annaðist meðal annars opnu þar sem birtar voru aðsendar ljósmyndir. Fljótlega komst ég að raun um að það var aðallega tvennt sem fólki fannst skemmtilegt að deila með öðrum lesendum, í fyrsta lagi myndum af hundum með sólgleraugu og í öðru lagi myndum af ungbörnum sem komið hafði verið fyrir innan í þvottavélum. Ég gat alveg liðið þessa bjánalegu hunda en hinar sendi ég óbirtar til baka dauðhrædd um að einhver óvitinn tæki upp á því að leika þvottavélaatriðið eftir. Svona getur þetta verið. Það sem einum finnst ægilega skondið og skemmtilegt fyllir aðra hryllingi. Fyrir stuttu mátti þjóðin rýna í eigin barm og velta því fyrir sér hvort það væri í lagi að henda gaman að geðsjúkdómum. Hvort þunglyndi væri skemmtilegra en lungnakrabbi. Hvort frekar mætti flissa að geðdeyfð en gláku. Varla fyrirfinnst sú fjölskylda hér á landi sem ekki hefur fengið að kenna á geðsjúkdómi og því vita flestir hvað þeir geta verið ömurlegir bæði fyrir sjúklingana og aðstandendurna. Kannski er það líka þess vegna sem fólk hefur jafnríka þörf fyrir að gera grín að geðsjúkdómum. Það getur verið nauðsynlegt til að létta aðeins á spennunni eða eins og Ómar Ragnarsson kvað hér um árið: Hlæja verður margur þótt gamanið sé grátt. Aldrei hafa sögur af geðrænum sjúkdómum loðað jafnsterkt við neinn hóp hér á landi og þau sem boðið hafa sig fram í gegnum tíðina á móti sitjandi forseta. Svo virðist sem þjóðinni þyki andlegt óstabílitet það eina sem geti útskýrt slíka fyrirhöfn og fjáraustur. Ég efast um að þetta veikindaorð rjátlist nokkru sinni af þessum fámenna hópi nema svo ólíklega vilji til að einhver þeirra nái kosningu og hreiðri glaðbeittur um sig á Bessastöðum. „Já, það var nú alltaf kraftur í henni/honum. Hún/hann vissi alltaf hvað hún/hann vildi," á þjóðin þá eftir að segja og bæta síðan við: „Það þarf nú örugglega vissa klikkun að láta sér detta þetta í hug." Þetta er nefnilega einn þeirra frasa sem við notum um þá sem sýna frumkvæði og þora að láta villtustu drauma sína rætast. Í hugum okkar er oft furðustutt á milli brilljans og brjálæðis. Við hin getum síðan talið okkur trú um að við lifum lífinu lifandi með því að skella einhvern tímann sólgleraugum á nefið á smábarninu og troða síðan hundinum inn í þvottavélina.
M/s Ísland Mótorskipið Ísland siglir óræðan kúrs suðvestur af landinu. Radarinn er í ólagi og framundan er þrútið loft og þykkur sjór. Veislunni í matsalnum er lokið og farþegar teknir að ókyrrast. 16. febrúar 2008 08:00
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun