Blint réttlæti og heimskulegt Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 19. febrúar 2008 03:00 Þrír menn fæddir á árunum 1980, 1982 og 1984 voru um daginn dæmdir í héraðsdómi fyrir stórfelldasta smygl á fíkniefnum sem komið hefur upp á Íslandi í einstöku máli. Sá sem þyngstan dóm hlaut var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi, einn í sjö ára og fimm mánaða fangelsi og sá þriðji í sjö ára fangelsi. Þurfa þeir að afplána tvo þriðju hluta dómanna áður en þeir eiga möguleika á reynslulausn. Sem venja er tjáir lítt að deila við dómarann enda eru þessir dómar í samræmi við þá ótrúlegu refsigleði sem tíðkast í fíkniefnamálum. Ég kemst samt ekki hjá því að velta fyrir mér hvaða tilgangi refsingar sem þessar þjóna. Verður sá maður sem þyngstan dóm hlaut betri maður við að sitja inni til 2017? Býst einhver í veröldinni við því að hann komi galvaskur úr fangelsi 37 ára gamall og þá loksins orðinn nýtur og gegnheill þjóðfélagsþegn? Ég held ekki. Dómar sem þessir eru því ekki aðeins heimskulegir í tilgangsleysi sínu heldur einnig grimmdarlegir og dómstólum til skammar. Leyfi fólk sér þó að gagnrýna langa dóma upphefst alltaf mikill grátkór góðs fólks sem vill enga glæpi eða glæpona í námunda við sig. Oft eru grátkórmeðlimirnir vissir um að allir þeir sem komi að sölu og dreifingu á eiturlyfjum séu nær yfirnáttúrulega vondir menn sem viti ekki betri skemmtan en að leiða saklaust fólk út á glapstigur fíkniefnadjöfulsins. Fíklarnir sjálfir eru svo útmálaðir sem fórnarlömb sem „lenda barasta" í klóm eiturlyfjanna. Yfirleitt sýnist mér þó að skammur vegur sé á milli þessara tveggja hópa, eiginlega sé þetta bara einn og sami hópurinn. Beri ég þessa dóma svo saman við kynferðisbrotadóma verð ég sjóðandi ill. Lítum til að mynda á mál Jóns Péturssonar sem síðasta sumar var dæmdur í héraðsdómi í fimm ára fangelsi fyrir frelsissviptingu, nauðgun og hrottafengna líkamsárás á fyrrverandi sambýliskonu sína. Nokkrum mánuðum áður en Jón framdi þessa glæpi hafði hann verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir ítrekaðar nauðganir og árásir gagnvart annarri konu en það brot Jóns þótti þó ekki þess eðlis að nauðsynlegt þyrfti að hafa á honum almennilegar gætur og því var honum ekki stungið inn strax. Mennirnir í Pólstjörnumálinu voru þó hafðir lokaðir inni frá því þeir voru teknir í september og því augljóst að miklu verra þykir að ætla sér að selja eiturlyf til viljugra kaupenda en að nauðga og hálfdrepa konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
Þrír menn fæddir á árunum 1980, 1982 og 1984 voru um daginn dæmdir í héraðsdómi fyrir stórfelldasta smygl á fíkniefnum sem komið hefur upp á Íslandi í einstöku máli. Sá sem þyngstan dóm hlaut var dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi, einn í sjö ára og fimm mánaða fangelsi og sá þriðji í sjö ára fangelsi. Þurfa þeir að afplána tvo þriðju hluta dómanna áður en þeir eiga möguleika á reynslulausn. Sem venja er tjáir lítt að deila við dómarann enda eru þessir dómar í samræmi við þá ótrúlegu refsigleði sem tíðkast í fíkniefnamálum. Ég kemst samt ekki hjá því að velta fyrir mér hvaða tilgangi refsingar sem þessar þjóna. Verður sá maður sem þyngstan dóm hlaut betri maður við að sitja inni til 2017? Býst einhver í veröldinni við því að hann komi galvaskur úr fangelsi 37 ára gamall og þá loksins orðinn nýtur og gegnheill þjóðfélagsþegn? Ég held ekki. Dómar sem þessir eru því ekki aðeins heimskulegir í tilgangsleysi sínu heldur einnig grimmdarlegir og dómstólum til skammar. Leyfi fólk sér þó að gagnrýna langa dóma upphefst alltaf mikill grátkór góðs fólks sem vill enga glæpi eða glæpona í námunda við sig. Oft eru grátkórmeðlimirnir vissir um að allir þeir sem komi að sölu og dreifingu á eiturlyfjum séu nær yfirnáttúrulega vondir menn sem viti ekki betri skemmtan en að leiða saklaust fólk út á glapstigur fíkniefnadjöfulsins. Fíklarnir sjálfir eru svo útmálaðir sem fórnarlömb sem „lenda barasta" í klóm eiturlyfjanna. Yfirleitt sýnist mér þó að skammur vegur sé á milli þessara tveggja hópa, eiginlega sé þetta bara einn og sami hópurinn. Beri ég þessa dóma svo saman við kynferðisbrotadóma verð ég sjóðandi ill. Lítum til að mynda á mál Jóns Péturssonar sem síðasta sumar var dæmdur í héraðsdómi í fimm ára fangelsi fyrir frelsissviptingu, nauðgun og hrottafengna líkamsárás á fyrrverandi sambýliskonu sína. Nokkrum mánuðum áður en Jón framdi þessa glæpi hafði hann verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir ítrekaðar nauðganir og árásir gagnvart annarri konu en það brot Jóns þótti þó ekki þess eðlis að nauðsynlegt þyrfti að hafa á honum almennilegar gætur og því var honum ekki stungið inn strax. Mennirnir í Pólstjörnumálinu voru þó hafðir lokaðir inni frá því þeir voru teknir í september og því augljóst að miklu verra þykir að ætla sér að selja eiturlyf til viljugra kaupenda en að nauðga og hálfdrepa konur.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun