Breiðavíkurbætur Björgvin Guðmundsson skrifar 24. febrúar 2008 06:00 Þrátt fyrir að fáir hafi dregið í efa frásögn vistmanna á Breiðavíkurheimilinu um ofbeldi og misnotkun sem þar viðgekkst upp úr miðri síðustu öld, var mikilvægt að rannsaka málið opinberlega. Skýrsla nefndar forsætisráðuneytisins sem nú liggur fyrir staðfestir það sem sagt hefur verið. Þar kemur fram að meiri líkur en minni séu á að vistmenn hafi verið beittir ofbeldi, ákvörðun um vistun á vegum ríkisins byggði oft á hæpnum forsendum og opinberu eftirliti með stofnuninni var ábótavant. Þetta eru alvarlegar niðurstöður. Þrátt fyrir að langt sé um liðið er ekki hægt að slá því föstu að einstaklingar séu ekki lengur beittir óréttmætu ofbeldi af hálfu ríkisins. Gleymum því ekki að fjölmargir töldu eðlilegt að fulltrúar yfirvalda tækju börn frá foreldrum sínum af litlu tilefni fyrir rúmum fimmtíu árum. Því sem við teljum eðlilega valdbeitingu ríkisins í dag verður ef til vill lýst sem ósanngjörnu ofbeldi eftir fimmtíu ár. Við verðum því alltaf að efast um heimildir yfirvalda til að ráðskast með líf einstaklinganna og takmarka verulega valdheimildir ríkisins. Það á við um barnaverndarmál eins og önnur mál. Viðbrögð Geirs H. Haarde forsætisráðherra sýna að hann áttar sig á alvarleika þessa máls. Því hefur hann falið nefndinni sem rannsakaði Breiðavíkurmálið að halda starfi sínu áfram. Eiga nefndarmenn að fjalla um önnur vist- og meðferðarheimili ríkisins sem falla undir lög sem sett voru á síðasta ári. Stjórnmálamenn brugðust við fréttum af Breiðavíkurheimilinu á síðasta ári af yfirvegun. Þeir slepptu því að fara í pólitískar skotgrafir. Málið er líka þess eðlis. Búast má við að samstaða náist um framhald málsins á Alþingi svo hægt verði að koma til móts við þá vistmenn sem enn eru á lífi. Forsætisráðherra hefur boðað gerð lagafrumvarps til að gera stjórnvöldum kleift að greiða vistmönnum skaðabætur. Þrátt fyrir að skaðabótaskylda sé fyrnd samkvæmt lögum ber ríkið siðferðislega ábyrgð. Leiðin sem forsætisráðherra boðar losar hvern og einn fyrrverandi vistmann undan því að sækja málið sjálfur fyrir dómstólum. Það hlýtur að vera jákvætt fyrir þessa einstaklinga að þurfa ekki að standa í dýrum málaferlum þar sem lagagrundvöllur er óljós. Auðvitað bæta peningar ekki tjón og missi sem mennirnir hafa orðið fyrir á lífsleiðinni. Því átta sig allir á eftir að hafa lesið um vist þeirra í fjölmiðlum og horft á heimildarmyndina Syndir feðranna, sem sýnd var í kvikmyndahúsum og Ríkissjónvarpinu á síðasta ári. Margir voru sviptir barnæsku sinni og samveru með fjölskyldu, barðir, pyntaðir og svívirtir. Þeir fengu hvorki hvatningu né aðstöðu til að stunda nám. Greiðsla skaðabóta er hins vegar táknræn viðurkenning á því að þeir voru beittir miklum órétti af hálfu stjórnvalda. Barátta þeirra minnkar líka líkur á að sama sagan endurtaki sig á öðrum stað á öðrum tíma. Skaðabætur eru viðurkenning á því að enginn dragi frásögn þeirra lengur í efa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Þrátt fyrir að fáir hafi dregið í efa frásögn vistmanna á Breiðavíkurheimilinu um ofbeldi og misnotkun sem þar viðgekkst upp úr miðri síðustu öld, var mikilvægt að rannsaka málið opinberlega. Skýrsla nefndar forsætisráðuneytisins sem nú liggur fyrir staðfestir það sem sagt hefur verið. Þar kemur fram að meiri líkur en minni séu á að vistmenn hafi verið beittir ofbeldi, ákvörðun um vistun á vegum ríkisins byggði oft á hæpnum forsendum og opinberu eftirliti með stofnuninni var ábótavant. Þetta eru alvarlegar niðurstöður. Þrátt fyrir að langt sé um liðið er ekki hægt að slá því föstu að einstaklingar séu ekki lengur beittir óréttmætu ofbeldi af hálfu ríkisins. Gleymum því ekki að fjölmargir töldu eðlilegt að fulltrúar yfirvalda tækju börn frá foreldrum sínum af litlu tilefni fyrir rúmum fimmtíu árum. Því sem við teljum eðlilega valdbeitingu ríkisins í dag verður ef til vill lýst sem ósanngjörnu ofbeldi eftir fimmtíu ár. Við verðum því alltaf að efast um heimildir yfirvalda til að ráðskast með líf einstaklinganna og takmarka verulega valdheimildir ríkisins. Það á við um barnaverndarmál eins og önnur mál. Viðbrögð Geirs H. Haarde forsætisráðherra sýna að hann áttar sig á alvarleika þessa máls. Því hefur hann falið nefndinni sem rannsakaði Breiðavíkurmálið að halda starfi sínu áfram. Eiga nefndarmenn að fjalla um önnur vist- og meðferðarheimili ríkisins sem falla undir lög sem sett voru á síðasta ári. Stjórnmálamenn brugðust við fréttum af Breiðavíkurheimilinu á síðasta ári af yfirvegun. Þeir slepptu því að fara í pólitískar skotgrafir. Málið er líka þess eðlis. Búast má við að samstaða náist um framhald málsins á Alþingi svo hægt verði að koma til móts við þá vistmenn sem enn eru á lífi. Forsætisráðherra hefur boðað gerð lagafrumvarps til að gera stjórnvöldum kleift að greiða vistmönnum skaðabætur. Þrátt fyrir að skaðabótaskylda sé fyrnd samkvæmt lögum ber ríkið siðferðislega ábyrgð. Leiðin sem forsætisráðherra boðar losar hvern og einn fyrrverandi vistmann undan því að sækja málið sjálfur fyrir dómstólum. Það hlýtur að vera jákvætt fyrir þessa einstaklinga að þurfa ekki að standa í dýrum málaferlum þar sem lagagrundvöllur er óljós. Auðvitað bæta peningar ekki tjón og missi sem mennirnir hafa orðið fyrir á lífsleiðinni. Því átta sig allir á eftir að hafa lesið um vist þeirra í fjölmiðlum og horft á heimildarmyndina Syndir feðranna, sem sýnd var í kvikmyndahúsum og Ríkissjónvarpinu á síðasta ári. Margir voru sviptir barnæsku sinni og samveru með fjölskyldu, barðir, pyntaðir og svívirtir. Þeir fengu hvorki hvatningu né aðstöðu til að stunda nám. Greiðsla skaðabóta er hins vegar táknræn viðurkenning á því að þeir voru beittir miklum órétti af hálfu stjórnvalda. Barátta þeirra minnkar líka líkur á að sama sagan endurtaki sig á öðrum stað á öðrum tíma. Skaðabætur eru viðurkenning á því að enginn dragi frásögn þeirra lengur í efa.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun