Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 11:02 Fæðingarorlofskerfið á Íslandi er mér sérstaklega hugleikið. Á ég þó hvorki barn né von á barni, en eftir að hafa heyrt margar sögur í gegnum tíðina ákvað ég að setjast niður og athuga hver réttindi mín væru ef ég eignaðist nú barn einn daginn. Það kom fljótt í ljós að þessa ákvörðun þarf að tímasetja vandlega. Íslenskt hugvit og nýsköpun hafa skilað af sér kerfi, ólíkt öðrum kerfum nágrannaþjóða okkar, þar sem verðandi foreldrar eiga milljónir undir þeirri list að koma börnum sínum í heiminn á hárréttum tíma - með tilliti til starfsaldurs, menntunarstigs og útskriftardags. Samanburður á orlofsréttindum Norðurlanda, m.v. gengi 22. nóvember 2025 Fyrir þá sem ekki þekkja til hefur fæðingarorlofsréttur á Íslandi verið 12 mánuðir samtals frá 2021, hvort foreldri fær 6 mánuði en heimilt er að framselja allt að 6 vikur til hins foreldrisins. Móðir hefur því rétt til að hámarki 7.5 mánaða fæðingarorlofs, en faðir þarf að vera að minnsta kosti 4.5 mánuði með barninu, og öfugt. Á öðrum Norðurlöndum er þessi skylda föðurs einungis um 3 mánuðir. Noregur minnkaði árið 2024 skyldutöku feðra úr 19 vikum í 15, þar sem feður voru ekki að nýta sinn orlofsrétt, og fjölskyldur voru ósáttar með fyrirkomulagið. „Ingen kan eller skal tvinga far inn i heimen eller mor ut av den” (enginn getur eða á að þvinga feður inn á heimilið eða mæður út af því). Kemur í ljós að óskir íslenskra fjölskyldna eru ekki svo ólíkar þeim norsku. Um 40% íslenskra feðra fullnýta ekki sinn óframseljanlega rétt og nær allar óskir um framsal á sameiginlegu vikunum snúa að móðurinni. Þetta er sérstaklega forvitnilegt í ljósi þess að börn á Íslandi komast ekki á leikskóla fyrr en um og eftir 18 mánuði í flestum sveitarfélögum, raunar var meðalaldurinn um 22 mánuðir í Reykjavík í fyrra. Þessi skyldutaka feðra virðist því helst hafa þau áhrif, að mæður eru lengur launalausar heima með börnunum sínum. Mynd úr ársskýrslu Fæðingarorlofssjóðs 2024 Með þessar tölur að vopni skiluðu Miðflokks- og Sjálfstæðismenn nýlega inn þingsályktunartillögu um að foreldrar fái að ákveða sjálfir í meira mæli hvernig fæðingarorlof skiptist. En óttist ekki, Kvenréttindafélag Íslands hefur skilað inn umsögn um málið og leggst algjörlega gegn þessu, enda „auki jöfn skipti fæðingarorlofs tengsl á milli feðra og barna þeirra, og atvinnuþátttöku kvenna með tilheyrandi áhrifum á starfsþróun, tekjur og lífeyrisréttindi.” Já þú last rétt, þó það liggi fyrir að þessar reglur valdi því helst að konur séu lengur launalausar heima fyrir, hefur félagið áhyggjur af því hvaða áhrif frjálst val gæti haft á tekjur og lífeyrisréttindi þeirra. Kvenréttindi snúast nefnilega ekki um að konur fái að gera það sem þær langar, heldur að konur geri það sem Kvenréttindafélag Íslands telur þeim fyrir bestu. Nú er Tommi litli orðinn 7.5 mánaða og best væri fyrir þig að fara aftur að vinna, við skyldum pabbann heim í staðinn. Jú, þig langar það. Þetta eru bara hormónin að tala. Mælir landlæknir með brjóstagjöf í heilt ár? Hann veit ekkert um kvenréttindi, og hugsaðu hvaða áhrif það gæti haft á þinn starfsframa. Yndislegt. En þetta er ekki eina sérstaða íslenska kerfisins, og ekki sú versta. Hérlendis eru mun hærri kröfur til þess að fólk teljist eiga “rétt” á fæðingarorlofi en tíðkast á Norðurlöndunum, og foreldrar geta hæglega lent á milli í kerfinu. Í Danmörku þurfa foreldrar að hafa verið að jafnaði í 25% starfi í 4 mánuði fyrir töku orlofs, en norskir frændur okkar þurfa að hafa haft tekjur í 6 af síðustu 10 mánuðum. Við hugsum stærra. Foreldrar á Íslandi þurfa að hafa unnið samfleytt í 6 mánuði fyrir fæðingardag barns. Með sérstakri áherslu á samfleytt. Nýútskrifuð búin að vinna í 5 mánuði? Nýhættur að vinna og byrjaður í námi? Verktaki og fékkst ekki laun einn mánuðinn? Hugsað fyrir öllu. Þú getur sótt um fæðingarstyrk námsmanna (262.061 kr) eða fæðingarstyrk utan vinnumarkaðar (131.260 kr). Skiptiru um vinnu á þessum 6 mánuðum og liðu dagar á milli gamla og nýja starfsins? Ef þú sóttir ekki um atvinnuleysisbætur, þarftu að sækja um sérstaka undanþágu og sýna fram á að þú hefðir átt rétt á bótum þá daga. Maður á nefnilega aldrei að sleppa því að sækja bætur ef þær bjóðast, það gæti skert rétt til annarra bóta. Samanburður á kröfum Norðurlanda til réttinda orlofs (m.v. gengi 22. nóvember 2025) Þegar kerfið hefur grisjað aðeins úr hópi umsækjenda með þessum hætti tekur við að reikna meðallaun þeirra sem sleppa í gegn, en orlofið er svo 80% af þeim launum. Á öðrum Norðurlöndum er horft til meðallauna síðustu 1-3 mánuði áður en orlofstaka hefst, með undantekningum fyrir foreldra sem ekki geta starfað sökum meðgöngu. Hjá launafólki í Danmörku miða orlofsgreiðslur við líðandi mánuð eða nýjasta launasamning, þ.e. foreldri þarf ekki að hafa mætt til nýrrar vinnu, bara að hafa skrifað undir nýjan samning, og þá fær það orlof greitt samkvæmt væntum töpuðum launum. Á Íslandi höfum við hins vegar fundið upp séríslenska reikniformúlu, svo flókna að all nokkrir starfsmenn Fæðingarorlofssjóðs hljóta að hafa af henni vinnu. Við förum 6 mánuði aftur frá fæðingardegi barns, og horfum á tekjuárið þar á undan, þ.e. ef þú eignast barn 1. desember 2025, eru það tekjurnar frá júní 2024 til maí 2025 sem telja. Í stað þess að miða við væntar tapaðar tekjur á orlofstímabilinu, er eins og áherslan sé á að foreldrar geti örugglega ekki reynt að hækka tekjur sínar fyrir orlofið. Um leið og þú veist af óléttunni er baráttan töpuð. Nemendur geta ekki unnið sér inn betri réttindi á vinnumarkaði, tekjuminna fólk getur ekki lagt sig fram við að koma heimilinu í betri stöðu, nýja launahækkunin mun ekki telja með í útreikninginn. Þetta flókna kerfi býr líka til skrítna hvata. Minn uppáhalds er sá fyrsti. 1. Best er að láta lengra líða á milli barna, fólki sem á börn með stuttu millibili er refsað. Dæmi: Helga og Egill eru að eignast sitt fyrsta barn. Þau fá ekki leikskólapláss fyrr en eftir eitt og hálft ár, og ákveða að Helga taki fyrsta árið heima og Egill svo hálft ár í framhaldinu. Helga er með 1.000.000 kr í grunnlaun, og reiknað orlof hennar eftir 80% skerðingu er því 800.000 kr. Hún dreifir sínum 7.5 mánaða greiðslum á 12 mánuði og fær því 500.000 kr í orlof á mánuði (fyrir skatt) fyrsta árið. Nú fer Helga aftur að vinna, verður ólétt aftur og þau eignast sitt annað barn tveimur árum á eftir því fyrsta. Þar sem Helga náði bara ári á vinnumarkaði á milli barna reiknast meðallaun hennar fyrir seinna orlofið út frá 6 mánuðum á fullum tekjum (1.000.000 kr) og 6 svo mánuðum þegar hún var í fyrra orlofi. Til að reikna “laun” Helgu í fyrra orlofi leiðréttir Fæðingarorlofssjóður fyrir 80% skerðingunni, en ekki dreifingunni. Þar sem hún var í 62,5% orlofi reiknast henni tekjur á við 62.5% af fyrri launum eða 625.000 kr. Ný reiknuð meðallaun Helgu eru því 812.500 kr og hún fær 80% af því, eða 650.000 kr í orlof á mánuði. Þau ákveða að skipta orlofinu eins og í fyrra skiptið, hún dreifir 7.5 mánuðum á 12 mánuði og fær 406.250 kr á mánuði í seinna skiptið. Nú flækjast málin hins vegar því Egill lendir í sömu vandræðum. Hann er með 800.000 kr á mánuði í laun, og fékk því 480.000 kr á mánuði í fyrra orlofinu (80% skerðing og 4.5 mánuðum dreift á 6 mánuði). Fyrir seinna orlofið reiknast honum ný meðallaun, reiknuð eftir árinu þar sem hann var fyrri 6 mánuðina í fullu starfi (800.000 kr) og svo seinni 6 í 75% orlofi (600.000 kr). Ný meðallaun hans eru því 700.000 kr og orlofsgreiðslur 560.000 kr á mánuði. Hann dreifir aftur 4.5 mánuðum á 6 mánuði og fær 420.000 kr í orlof á mánuði. Ef þau hefðu bara beðið með að eignast barn í ár til viðbótar hefðu þau sparað sér eina og hálfa milljón. Þau eru að safna sér fyrir íbúð og hafa ákveðið að láta tvö börn duga. Þó þau myndu passa sig og láta lengra líða á milli barna, væri raun launatap fyrir eitt og hálft ár í orlofi til viðbótar um átta milljónir. 2. Nýútskrifaðir nemar þurfa að starfa í 1 og hálft ár á vinnumarkaði til að vera örugg með orlof (miðað við laun), og nemum sem vinna með skóla er refsað. Dæmi: Ása er 28 ára og var að klára 6 ára læknanám. Hún var alltaf dugleg að vinna með skóla, síðasta árið í 30% starfshlutfalli á Heilsugæslunni. Hún verður ólétt fljótlega eftir útskrift og eignast sitt fyrsta barn eftir 10 mánuði á vinnumarkaði. Inn í hennar tekjureikning koma því 4 mánuðir á fullum tekjum (1.000.000 kr) og svo 8 mánuðir þar sem hún var í námi. Ef Ása hefði sleppt því að vinna með skóla eða unnið í minna en 25% starfshlutfalli, hefði hún getað fengið þá 8 mánuði þar sem hún var í námi tekna úr útreikningum á meðaltekjum, en Ása var alltaf í 30% vinnu samhliða og Fæðingarorlofssjóður neitar því að taka þá mánuði út. Meðaltekjur Ásu reiknast sem 533.000 kr og hún fær 426.000 kr í orlof á mánuði (fyrir skatt). Hún dreifir sínum 7.5 mánuðum á 12 mánuði og fær því 266.000 kr á mánuði. Ása fór á mis við 2.8 milljónir með því að vinna með námi, eða bíða ekki í 8 mánuði til viðbótar með barneignir. Raun tekjuskerðing hennar fyrir ár í orlofi var 8.8 milljónir. 3. Það er oft dýrara fyrir heimilin að faðirinn fari í orlof. Í svona flóknu kerfi, eru miklar líkur á að annað foreldrið eigi ekki rétt á orlofsgreiðslum sem endurspegla raun launatap yfir orlofstímabilið. Fjölskyldur í þeirri stöðu þurfa að haga orlofstöku eftir því hvernig heimilið nær endum best saman. Þar sem feður taka orlof að jafnaði seinna, fá þeir greitt miðað við eldri laun en mæður og því getur raun-launaskerðing heimilisins á að faðirinn taki orlof verið meiri. Norskur faðir sem fer í orlof með árs gamalt barn sitt fær borgað eftir launum síðustu þriggja mánaða, en íslenskur faðir eftir launum sem hann fékk fyrir tveimur og hálfu ári. Og nú flækist leikurinn. Þessi ágæta reikniformúla er bara notuð fyrir launafólk. Við erum nefnilega með aðra séríslenska formúlu fyrir sjálfstætt starfandi og verktaka. Þá er horft á tekjuárið á undan fæðingarári barns. Þetta gerir það að verkum að það er happa-glappa hversu langt aftur Fæðingarorlofssjóður horfir, miðað við hvenær barnið fæðist á árinu. Fyrir foreldra sem eiga von á barni í kringum áramót getur munað milljónum hvort barnið fæðist rétt fyrir, eða rétt eftir að klukkan slær tólf. Dæmi: Guðrún og Jón eignuðust sitt fyrsta barn í desember 2022. Jón er sjálfstætt starfandi smiður, og fær greitt sem verktaki. Hann útskrifaðist í desember 2021 og hefur verið að koma undir sig fótunum í eigin rekstri síðan. Gengur nú ágætlega með 1.000.000 kr í laun á mánuði að jafnaði. Þau skiptu orlofinu jafnt á milli sín, 6 mánuðir á mann, en dreifðu því á 2 ár því þau komu barninu ekki inn á leikskóla. Guðrún tók fyrra árið heima en Jón seinna. Það kom þeim á óvart þegar Jón hóf sitt orlof í desember 2023 að Jóni reiknuðust lágmarksgreiðslur fæðingarorlofs, þar sem hans tekjur reiknuðust eftir tekjuárinu 2021. Þá var hann í 30% hlutastarfi með skóla sem verktaki. Jón fékk því 262.061 kr í orlof sem hann dreifði á 12 mánuði og endaði með 131.031 kr á mánuði (fyrir skatt). Nú eiga þau von á sínu öðru barni í desember 2025, þremur árum seinna, og hlakka mikið til. Þau hafa bæði verið dugleg að vinna enda reyndi fyrra orlofið á, en rekstur Jóns gengur vel. Hann fær nú um 1.200.000 kr að jafnaði fyrir skatt sem verktaki. Seinna orlofinu ætla þau að skipta eins og í fyrra skiptið. Þar sem seinna barnið fæðist í desember árið 2025 og Jón starfar sem verktaki reiknast launin hans þegar hann hefur sitt orlof í desember 2026 eftir árinu 2024, en þá var hann í orlofi með fyrra barnið og náði einungis að vinna lítillega með. Fæðingarorlofssjóður gerir engar undantekningar á því, og hann lendir því aftur í lágmarkinu með 262.061 kr á mánuði, sem hann dreifir á 12 mánuði og endar með 131.031 kr á mánuði. Þau hafa því miður ekki efni á að Jón taki orlof aftur. Ef þau hefðu vitað af þessu hefðu þau beðið með seinna barnið í ár til viðbótar. Það hefði sparað þeim 3.2 milljónir. Aðrar athuganir: Nýútskrifaðir námsmenn geta auðveldlega lent á milli í kerfinu, hafi þeir ekki verið í námi á síðustu 6 mánuðum og ekki náð 6 mánuðum samfleytt á vinnumarkaði. Fá þá fæðingarstyrk utan vinnumarkaðar (131.260 kr) Hægt er að skrá sig í 95% orlof, og vinna upp að fullum launum. Þá er sérregla í lögunum um að hægt sé að reikna meðaltal af launum 6 mánuði fyrir fæðingu, og vinna upp í þá samtölu. Orlofsgreiðslur byggjast þá samt á eldri samtölunni (18-6 mánuðum fyrir fæðingu). Lögin viðurkenna því sjálf að launatímabilið sem notast er við upphaflega gefur ekki rétta mynd. Námsmenn eða fólk utan vinnumarkaðar sem eru ekki með gildan ráðningarsamning þegar barnið fæðist mega hvorki dreifa fæðingarstyrknum né skipta honum upp, og mega því ekki vinna í hlutastarfi með orlofinu, óháð fólki á vinnumarkaði. Á síðustu árum hefur hámark fæðingarorlofs hækkað um 300.000, nýlega upp í 900.000 frá 1. janúar 2026, en lágmark stendur í 262.061 fyrir einstakling í 50-100% starfi, þ.e. lægra en hámarkið hefur hækkað um. Það er því ekki fyrir hvern sem er að eignast börn, og svo sannarlega ekki hvenær sem er. En eftir að foreldrar hafa skipulagt barneignir eftir höfði Fæðingarorlofssjóðs, þurfa þeir að muna að hafa í huga hvenær best sé að fæða á árinu með tilliti til leikskólainngöngu. Flest sveitarfélög taka nefnilega inn í leikskóla að hausti, og ganga þá elstu börnin fyrir. Haustið 2025 komust börn fædd í júní árið á undan og eldri inn í Kópavogi, þá yngstu um 14 mánaða. Börn sem fæddust hins vegar í júlí og seinna þurfa að bíða í allt að ár til viðbótar, en ganga fyrir þegar tekið er inn haustið 2026, við 26 mánaða aldur. Það getur því munað mörgum milljónum í tekjuskerðingu fyrir foreldra, hvenær barnið kemur í heiminn á árinu. Oftast er gott að fæða snemma, en ekki of snemma. Júní í Kópavogi, apríl í Reykjavík. En þessi leikskólavandi hlýtur að fara að leysast fljótlega. Íslenskir hugsjónarmenn hafa fundið lausnina: eignist börnin ykkar seint og sjaldan. Höfundur er læknanemi á 6. ári í Danmörku sem myndi græða um 4 milljónir á því að bíða með barneignir þangað til 1.5 ári eftir útskrift, eða sleppa því að koma heim. Hvers virði er að amma nái að hitta langömmubarnið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fæðingarorlofskerfið á Íslandi er mér sérstaklega hugleikið. Á ég þó hvorki barn né von á barni, en eftir að hafa heyrt margar sögur í gegnum tíðina ákvað ég að setjast niður og athuga hver réttindi mín væru ef ég eignaðist nú barn einn daginn. Það kom fljótt í ljós að þessa ákvörðun þarf að tímasetja vandlega. Íslenskt hugvit og nýsköpun hafa skilað af sér kerfi, ólíkt öðrum kerfum nágrannaþjóða okkar, þar sem verðandi foreldrar eiga milljónir undir þeirri list að koma börnum sínum í heiminn á hárréttum tíma - með tilliti til starfsaldurs, menntunarstigs og útskriftardags. Samanburður á orlofsréttindum Norðurlanda, m.v. gengi 22. nóvember 2025 Fyrir þá sem ekki þekkja til hefur fæðingarorlofsréttur á Íslandi verið 12 mánuðir samtals frá 2021, hvort foreldri fær 6 mánuði en heimilt er að framselja allt að 6 vikur til hins foreldrisins. Móðir hefur því rétt til að hámarki 7.5 mánaða fæðingarorlofs, en faðir þarf að vera að minnsta kosti 4.5 mánuði með barninu, og öfugt. Á öðrum Norðurlöndum er þessi skylda föðurs einungis um 3 mánuðir. Noregur minnkaði árið 2024 skyldutöku feðra úr 19 vikum í 15, þar sem feður voru ekki að nýta sinn orlofsrétt, og fjölskyldur voru ósáttar með fyrirkomulagið. „Ingen kan eller skal tvinga far inn i heimen eller mor ut av den” (enginn getur eða á að þvinga feður inn á heimilið eða mæður út af því). Kemur í ljós að óskir íslenskra fjölskyldna eru ekki svo ólíkar þeim norsku. Um 40% íslenskra feðra fullnýta ekki sinn óframseljanlega rétt og nær allar óskir um framsal á sameiginlegu vikunum snúa að móðurinni. Þetta er sérstaklega forvitnilegt í ljósi þess að börn á Íslandi komast ekki á leikskóla fyrr en um og eftir 18 mánuði í flestum sveitarfélögum, raunar var meðalaldurinn um 22 mánuðir í Reykjavík í fyrra. Þessi skyldutaka feðra virðist því helst hafa þau áhrif, að mæður eru lengur launalausar heima með börnunum sínum. Mynd úr ársskýrslu Fæðingarorlofssjóðs 2024 Með þessar tölur að vopni skiluðu Miðflokks- og Sjálfstæðismenn nýlega inn þingsályktunartillögu um að foreldrar fái að ákveða sjálfir í meira mæli hvernig fæðingarorlof skiptist. En óttist ekki, Kvenréttindafélag Íslands hefur skilað inn umsögn um málið og leggst algjörlega gegn þessu, enda „auki jöfn skipti fæðingarorlofs tengsl á milli feðra og barna þeirra, og atvinnuþátttöku kvenna með tilheyrandi áhrifum á starfsþróun, tekjur og lífeyrisréttindi.” Já þú last rétt, þó það liggi fyrir að þessar reglur valdi því helst að konur séu lengur launalausar heima fyrir, hefur félagið áhyggjur af því hvaða áhrif frjálst val gæti haft á tekjur og lífeyrisréttindi þeirra. Kvenréttindi snúast nefnilega ekki um að konur fái að gera það sem þær langar, heldur að konur geri það sem Kvenréttindafélag Íslands telur þeim fyrir bestu. Nú er Tommi litli orðinn 7.5 mánaða og best væri fyrir þig að fara aftur að vinna, við skyldum pabbann heim í staðinn. Jú, þig langar það. Þetta eru bara hormónin að tala. Mælir landlæknir með brjóstagjöf í heilt ár? Hann veit ekkert um kvenréttindi, og hugsaðu hvaða áhrif það gæti haft á þinn starfsframa. Yndislegt. En þetta er ekki eina sérstaða íslenska kerfisins, og ekki sú versta. Hérlendis eru mun hærri kröfur til þess að fólk teljist eiga “rétt” á fæðingarorlofi en tíðkast á Norðurlöndunum, og foreldrar geta hæglega lent á milli í kerfinu. Í Danmörku þurfa foreldrar að hafa verið að jafnaði í 25% starfi í 4 mánuði fyrir töku orlofs, en norskir frændur okkar þurfa að hafa haft tekjur í 6 af síðustu 10 mánuðum. Við hugsum stærra. Foreldrar á Íslandi þurfa að hafa unnið samfleytt í 6 mánuði fyrir fæðingardag barns. Með sérstakri áherslu á samfleytt. Nýútskrifuð búin að vinna í 5 mánuði? Nýhættur að vinna og byrjaður í námi? Verktaki og fékkst ekki laun einn mánuðinn? Hugsað fyrir öllu. Þú getur sótt um fæðingarstyrk námsmanna (262.061 kr) eða fæðingarstyrk utan vinnumarkaðar (131.260 kr). Skiptiru um vinnu á þessum 6 mánuðum og liðu dagar á milli gamla og nýja starfsins? Ef þú sóttir ekki um atvinnuleysisbætur, þarftu að sækja um sérstaka undanþágu og sýna fram á að þú hefðir átt rétt á bótum þá daga. Maður á nefnilega aldrei að sleppa því að sækja bætur ef þær bjóðast, það gæti skert rétt til annarra bóta. Samanburður á kröfum Norðurlanda til réttinda orlofs (m.v. gengi 22. nóvember 2025) Þegar kerfið hefur grisjað aðeins úr hópi umsækjenda með þessum hætti tekur við að reikna meðallaun þeirra sem sleppa í gegn, en orlofið er svo 80% af þeim launum. Á öðrum Norðurlöndum er horft til meðallauna síðustu 1-3 mánuði áður en orlofstaka hefst, með undantekningum fyrir foreldra sem ekki geta starfað sökum meðgöngu. Hjá launafólki í Danmörku miða orlofsgreiðslur við líðandi mánuð eða nýjasta launasamning, þ.e. foreldri þarf ekki að hafa mætt til nýrrar vinnu, bara að hafa skrifað undir nýjan samning, og þá fær það orlof greitt samkvæmt væntum töpuðum launum. Á Íslandi höfum við hins vegar fundið upp séríslenska reikniformúlu, svo flókna að all nokkrir starfsmenn Fæðingarorlofssjóðs hljóta að hafa af henni vinnu. Við förum 6 mánuði aftur frá fæðingardegi barns, og horfum á tekjuárið þar á undan, þ.e. ef þú eignast barn 1. desember 2025, eru það tekjurnar frá júní 2024 til maí 2025 sem telja. Í stað þess að miða við væntar tapaðar tekjur á orlofstímabilinu, er eins og áherslan sé á að foreldrar geti örugglega ekki reynt að hækka tekjur sínar fyrir orlofið. Um leið og þú veist af óléttunni er baráttan töpuð. Nemendur geta ekki unnið sér inn betri réttindi á vinnumarkaði, tekjuminna fólk getur ekki lagt sig fram við að koma heimilinu í betri stöðu, nýja launahækkunin mun ekki telja með í útreikninginn. Þetta flókna kerfi býr líka til skrítna hvata. Minn uppáhalds er sá fyrsti. 1. Best er að láta lengra líða á milli barna, fólki sem á börn með stuttu millibili er refsað. Dæmi: Helga og Egill eru að eignast sitt fyrsta barn. Þau fá ekki leikskólapláss fyrr en eftir eitt og hálft ár, og ákveða að Helga taki fyrsta árið heima og Egill svo hálft ár í framhaldinu. Helga er með 1.000.000 kr í grunnlaun, og reiknað orlof hennar eftir 80% skerðingu er því 800.000 kr. Hún dreifir sínum 7.5 mánaða greiðslum á 12 mánuði og fær því 500.000 kr í orlof á mánuði (fyrir skatt) fyrsta árið. Nú fer Helga aftur að vinna, verður ólétt aftur og þau eignast sitt annað barn tveimur árum á eftir því fyrsta. Þar sem Helga náði bara ári á vinnumarkaði á milli barna reiknast meðallaun hennar fyrir seinna orlofið út frá 6 mánuðum á fullum tekjum (1.000.000 kr) og 6 svo mánuðum þegar hún var í fyrra orlofi. Til að reikna “laun” Helgu í fyrra orlofi leiðréttir Fæðingarorlofssjóður fyrir 80% skerðingunni, en ekki dreifingunni. Þar sem hún var í 62,5% orlofi reiknast henni tekjur á við 62.5% af fyrri launum eða 625.000 kr. Ný reiknuð meðallaun Helgu eru því 812.500 kr og hún fær 80% af því, eða 650.000 kr í orlof á mánuði. Þau ákveða að skipta orlofinu eins og í fyrra skiptið, hún dreifir 7.5 mánuðum á 12 mánuði og fær 406.250 kr á mánuði í seinna skiptið. Nú flækjast málin hins vegar því Egill lendir í sömu vandræðum. Hann er með 800.000 kr á mánuði í laun, og fékk því 480.000 kr á mánuði í fyrra orlofinu (80% skerðing og 4.5 mánuðum dreift á 6 mánuði). Fyrir seinna orlofið reiknast honum ný meðallaun, reiknuð eftir árinu þar sem hann var fyrri 6 mánuðina í fullu starfi (800.000 kr) og svo seinni 6 í 75% orlofi (600.000 kr). Ný meðallaun hans eru því 700.000 kr og orlofsgreiðslur 560.000 kr á mánuði. Hann dreifir aftur 4.5 mánuðum á 6 mánuði og fær 420.000 kr í orlof á mánuði. Ef þau hefðu bara beðið með að eignast barn í ár til viðbótar hefðu þau sparað sér eina og hálfa milljón. Þau eru að safna sér fyrir íbúð og hafa ákveðið að láta tvö börn duga. Þó þau myndu passa sig og láta lengra líða á milli barna, væri raun launatap fyrir eitt og hálft ár í orlofi til viðbótar um átta milljónir. 2. Nýútskrifaðir nemar þurfa að starfa í 1 og hálft ár á vinnumarkaði til að vera örugg með orlof (miðað við laun), og nemum sem vinna með skóla er refsað. Dæmi: Ása er 28 ára og var að klára 6 ára læknanám. Hún var alltaf dugleg að vinna með skóla, síðasta árið í 30% starfshlutfalli á Heilsugæslunni. Hún verður ólétt fljótlega eftir útskrift og eignast sitt fyrsta barn eftir 10 mánuði á vinnumarkaði. Inn í hennar tekjureikning koma því 4 mánuðir á fullum tekjum (1.000.000 kr) og svo 8 mánuðir þar sem hún var í námi. Ef Ása hefði sleppt því að vinna með skóla eða unnið í minna en 25% starfshlutfalli, hefði hún getað fengið þá 8 mánuði þar sem hún var í námi tekna úr útreikningum á meðaltekjum, en Ása var alltaf í 30% vinnu samhliða og Fæðingarorlofssjóður neitar því að taka þá mánuði út. Meðaltekjur Ásu reiknast sem 533.000 kr og hún fær 426.000 kr í orlof á mánuði (fyrir skatt). Hún dreifir sínum 7.5 mánuðum á 12 mánuði og fær því 266.000 kr á mánuði. Ása fór á mis við 2.8 milljónir með því að vinna með námi, eða bíða ekki í 8 mánuði til viðbótar með barneignir. Raun tekjuskerðing hennar fyrir ár í orlofi var 8.8 milljónir. 3. Það er oft dýrara fyrir heimilin að faðirinn fari í orlof. Í svona flóknu kerfi, eru miklar líkur á að annað foreldrið eigi ekki rétt á orlofsgreiðslum sem endurspegla raun launatap yfir orlofstímabilið. Fjölskyldur í þeirri stöðu þurfa að haga orlofstöku eftir því hvernig heimilið nær endum best saman. Þar sem feður taka orlof að jafnaði seinna, fá þeir greitt miðað við eldri laun en mæður og því getur raun-launaskerðing heimilisins á að faðirinn taki orlof verið meiri. Norskur faðir sem fer í orlof með árs gamalt barn sitt fær borgað eftir launum síðustu þriggja mánaða, en íslenskur faðir eftir launum sem hann fékk fyrir tveimur og hálfu ári. Og nú flækist leikurinn. Þessi ágæta reikniformúla er bara notuð fyrir launafólk. Við erum nefnilega með aðra séríslenska formúlu fyrir sjálfstætt starfandi og verktaka. Þá er horft á tekjuárið á undan fæðingarári barns. Þetta gerir það að verkum að það er happa-glappa hversu langt aftur Fæðingarorlofssjóður horfir, miðað við hvenær barnið fæðist á árinu. Fyrir foreldra sem eiga von á barni í kringum áramót getur munað milljónum hvort barnið fæðist rétt fyrir, eða rétt eftir að klukkan slær tólf. Dæmi: Guðrún og Jón eignuðust sitt fyrsta barn í desember 2022. Jón er sjálfstætt starfandi smiður, og fær greitt sem verktaki. Hann útskrifaðist í desember 2021 og hefur verið að koma undir sig fótunum í eigin rekstri síðan. Gengur nú ágætlega með 1.000.000 kr í laun á mánuði að jafnaði. Þau skiptu orlofinu jafnt á milli sín, 6 mánuðir á mann, en dreifðu því á 2 ár því þau komu barninu ekki inn á leikskóla. Guðrún tók fyrra árið heima en Jón seinna. Það kom þeim á óvart þegar Jón hóf sitt orlof í desember 2023 að Jóni reiknuðust lágmarksgreiðslur fæðingarorlofs, þar sem hans tekjur reiknuðust eftir tekjuárinu 2021. Þá var hann í 30% hlutastarfi með skóla sem verktaki. Jón fékk því 262.061 kr í orlof sem hann dreifði á 12 mánuði og endaði með 131.031 kr á mánuði (fyrir skatt). Nú eiga þau von á sínu öðru barni í desember 2025, þremur árum seinna, og hlakka mikið til. Þau hafa bæði verið dugleg að vinna enda reyndi fyrra orlofið á, en rekstur Jóns gengur vel. Hann fær nú um 1.200.000 kr að jafnaði fyrir skatt sem verktaki. Seinna orlofinu ætla þau að skipta eins og í fyrra skiptið. Þar sem seinna barnið fæðist í desember árið 2025 og Jón starfar sem verktaki reiknast launin hans þegar hann hefur sitt orlof í desember 2026 eftir árinu 2024, en þá var hann í orlofi með fyrra barnið og náði einungis að vinna lítillega með. Fæðingarorlofssjóður gerir engar undantekningar á því, og hann lendir því aftur í lágmarkinu með 262.061 kr á mánuði, sem hann dreifir á 12 mánuði og endar með 131.031 kr á mánuði. Þau hafa því miður ekki efni á að Jón taki orlof aftur. Ef þau hefðu vitað af þessu hefðu þau beðið með seinna barnið í ár til viðbótar. Það hefði sparað þeim 3.2 milljónir. Aðrar athuganir: Nýútskrifaðir námsmenn geta auðveldlega lent á milli í kerfinu, hafi þeir ekki verið í námi á síðustu 6 mánuðum og ekki náð 6 mánuðum samfleytt á vinnumarkaði. Fá þá fæðingarstyrk utan vinnumarkaðar (131.260 kr) Hægt er að skrá sig í 95% orlof, og vinna upp að fullum launum. Þá er sérregla í lögunum um að hægt sé að reikna meðaltal af launum 6 mánuði fyrir fæðingu, og vinna upp í þá samtölu. Orlofsgreiðslur byggjast þá samt á eldri samtölunni (18-6 mánuðum fyrir fæðingu). Lögin viðurkenna því sjálf að launatímabilið sem notast er við upphaflega gefur ekki rétta mynd. Námsmenn eða fólk utan vinnumarkaðar sem eru ekki með gildan ráðningarsamning þegar barnið fæðist mega hvorki dreifa fæðingarstyrknum né skipta honum upp, og mega því ekki vinna í hlutastarfi með orlofinu, óháð fólki á vinnumarkaði. Á síðustu árum hefur hámark fæðingarorlofs hækkað um 300.000, nýlega upp í 900.000 frá 1. janúar 2026, en lágmark stendur í 262.061 fyrir einstakling í 50-100% starfi, þ.e. lægra en hámarkið hefur hækkað um. Það er því ekki fyrir hvern sem er að eignast börn, og svo sannarlega ekki hvenær sem er. En eftir að foreldrar hafa skipulagt barneignir eftir höfði Fæðingarorlofssjóðs, þurfa þeir að muna að hafa í huga hvenær best sé að fæða á árinu með tilliti til leikskólainngöngu. Flest sveitarfélög taka nefnilega inn í leikskóla að hausti, og ganga þá elstu börnin fyrir. Haustið 2025 komust börn fædd í júní árið á undan og eldri inn í Kópavogi, þá yngstu um 14 mánaða. Börn sem fæddust hins vegar í júlí og seinna þurfa að bíða í allt að ár til viðbótar, en ganga fyrir þegar tekið er inn haustið 2026, við 26 mánaða aldur. Það getur því munað mörgum milljónum í tekjuskerðingu fyrir foreldra, hvenær barnið kemur í heiminn á árinu. Oftast er gott að fæða snemma, en ekki of snemma. Júní í Kópavogi, apríl í Reykjavík. En þessi leikskólavandi hlýtur að fara að leysast fljótlega. Íslenskir hugsjónarmenn hafa fundið lausnina: eignist börnin ykkar seint og sjaldan. Höfundur er læknanemi á 6. ári í Danmörku sem myndi græða um 4 milljónir á því að bíða með barneignir þangað til 1.5 ári eftir útskrift, eða sleppa því að koma heim. Hvers virði er að amma nái að hitta langömmubarnið?
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun