Umræðuupplyfting Þorsteinn Pálsson skrifar 28. febrúar 2008 06:00 Skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt var í byrjun þessarar viku sýndi meiri stuðning við Evrópusambandsaðild en áður hefur komið fram. Meirihluti aðspurðra telur ríkari ástæður nú en fyrir ári að stíga þetta skref. Það bendir til þess að breyttar aðstæður kalli í hugum fólks á nýtt mat á hagsmunum Íslands gagnvart þessu stóra álitaefni. Rétt er að skoða þessa niðurstöðu í því ljósi að einhverjir kunna að líta á evruna sem lausn á þeim bráðavanda sem steðjar að fjármálamarkaðnum. Eðlilegt er að horfa framhjá sveiflukenndum og óraunhæfum hugmyndum af því tagi. Hitt er ljóst að kannanir um þetta efni sýna vaxandi þrýsting á að umræðan um evruna með Evrópusambandsaðild verði sett í markvissan farveg. Sama dag og þessi könnun birtist lýsti Bjarni Benediktsson alþingismaður því í fréttaviðtali í þessu blaði að rétt væri að endurskoða þau markmið sem Seðlabankanum er ætlað að vinna eftir. Sömu sjónarmið komu fram í merkilegri grein sem hann og Illugi Gunnarsson alþingismaður rituðu í Morgunblaðið um aðgerðir gegn tímabundnum þrengingum á fjármálamarkaðnum. Sú grein er vissulega upplyfting fyrir pólitíska umræðu um peningamálastjórnun. Greinarhöfundar taka réttilega fram að innleiðing evru sé ekki lausn á þeim aðkallandi viðfangsefnum sem nú þarf að takast á við á þessu sviði. Eðlilegt er að greina skýrt þar á milli. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að fjármálalegur óstöðugleiki er undirliggjandi vandi í þjóðarbúskapnum. Ekki hefur verið sýnt fram á að Seðlabankinn ráði yfir þeim meðulum sem tryggt geti svipaðan stöðugleika og ríkir í viðskiptalöndunum. Við það verður ekki búið til frambúðar. Í því ljósi er mikilvægt að móta farveg fyrir umfjöllun um nýjar leiðir til þess að tryggja íslenskum fyrirtækjum varanlega sambærileg skilyrði að því er varðar stöðugleika í peningamálum og viðskipta- og samkeppnisfyrirtækin erlendis njóta. Þetta þarf að gerast jafnframt því sem unnið er að lausn aðsteðjandi lánsfjárkreppu. Hér er sannarlega um aðskilin viðfangsefni að ræða. Annað snýr að skammtíma ráðstöfunum. Hitt lýtur að stefnumörkun til lengri tíma. Hún er ekki síður mikilvæg þó að aðferðafræðin og tímaferillinn við ákvarðanatökuna sé annar. Skýr skilaboð um að í kjölfar þeirra þrenginga sem þjóðin gengur nú í gegnum verði fjármálalegur stöðugleiki settur ofar öðru eru atvinnulífinu þýðingarmikil. Þessi skilaboð eru brýnust fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki. Bankarnir og stóru útrásarfyrirtækin eiga hægar um vik að verjast þeim óstöðugleika sem fylgir krónunni en fyrirtæki af venjulegri íslenskri stærðargráðu. Fjármálastöðugleiki er forsenda fyrir samkeppnishæfni þeirra og vexti. Evran og aðild að Evrópusambandinu er engin sjálfkrafa vörn gegn efnahagsþrengingum. Margt bendir hins vegar til þess að evran geti tryggt betra jafnvægi í peningamálum. Þar af leiðir að vega þarf og meta íslenska hagsmuni í þessu efni. Varast ber að líta svo á að könnun Fréttablaðsins sé til marks um straumhvörf í viðhorfi almennings. Hún sýnir hins vegar ótvíræða þróun í umræðunni. Flest bendir til að sú umræða sé ekki einasta í góðum farvegi heldur upplýstari en áður. Viðfangsefnin eru aukheldur sett í eðlilega forgangsröðun og tímaramma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt var í byrjun þessarar viku sýndi meiri stuðning við Evrópusambandsaðild en áður hefur komið fram. Meirihluti aðspurðra telur ríkari ástæður nú en fyrir ári að stíga þetta skref. Það bendir til þess að breyttar aðstæður kalli í hugum fólks á nýtt mat á hagsmunum Íslands gagnvart þessu stóra álitaefni. Rétt er að skoða þessa niðurstöðu í því ljósi að einhverjir kunna að líta á evruna sem lausn á þeim bráðavanda sem steðjar að fjármálamarkaðnum. Eðlilegt er að horfa framhjá sveiflukenndum og óraunhæfum hugmyndum af því tagi. Hitt er ljóst að kannanir um þetta efni sýna vaxandi þrýsting á að umræðan um evruna með Evrópusambandsaðild verði sett í markvissan farveg. Sama dag og þessi könnun birtist lýsti Bjarni Benediktsson alþingismaður því í fréttaviðtali í þessu blaði að rétt væri að endurskoða þau markmið sem Seðlabankanum er ætlað að vinna eftir. Sömu sjónarmið komu fram í merkilegri grein sem hann og Illugi Gunnarsson alþingismaður rituðu í Morgunblaðið um aðgerðir gegn tímabundnum þrengingum á fjármálamarkaðnum. Sú grein er vissulega upplyfting fyrir pólitíska umræðu um peningamálastjórnun. Greinarhöfundar taka réttilega fram að innleiðing evru sé ekki lausn á þeim aðkallandi viðfangsefnum sem nú þarf að takast á við á þessu sviði. Eðlilegt er að greina skýrt þar á milli. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að fjármálalegur óstöðugleiki er undirliggjandi vandi í þjóðarbúskapnum. Ekki hefur verið sýnt fram á að Seðlabankinn ráði yfir þeim meðulum sem tryggt geti svipaðan stöðugleika og ríkir í viðskiptalöndunum. Við það verður ekki búið til frambúðar. Í því ljósi er mikilvægt að móta farveg fyrir umfjöllun um nýjar leiðir til þess að tryggja íslenskum fyrirtækjum varanlega sambærileg skilyrði að því er varðar stöðugleika í peningamálum og viðskipta- og samkeppnisfyrirtækin erlendis njóta. Þetta þarf að gerast jafnframt því sem unnið er að lausn aðsteðjandi lánsfjárkreppu. Hér er sannarlega um aðskilin viðfangsefni að ræða. Annað snýr að skammtíma ráðstöfunum. Hitt lýtur að stefnumörkun til lengri tíma. Hún er ekki síður mikilvæg þó að aðferðafræðin og tímaferillinn við ákvarðanatökuna sé annar. Skýr skilaboð um að í kjölfar þeirra þrenginga sem þjóðin gengur nú í gegnum verði fjármálalegur stöðugleiki settur ofar öðru eru atvinnulífinu þýðingarmikil. Þessi skilaboð eru brýnust fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki. Bankarnir og stóru útrásarfyrirtækin eiga hægar um vik að verjast þeim óstöðugleika sem fylgir krónunni en fyrirtæki af venjulegri íslenskri stærðargráðu. Fjármálastöðugleiki er forsenda fyrir samkeppnishæfni þeirra og vexti. Evran og aðild að Evrópusambandinu er engin sjálfkrafa vörn gegn efnahagsþrengingum. Margt bendir hins vegar til þess að evran geti tryggt betra jafnvægi í peningamálum. Þar af leiðir að vega þarf og meta íslenska hagsmuni í þessu efni. Varast ber að líta svo á að könnun Fréttablaðsins sé til marks um straumhvörf í viðhorfi almennings. Hún sýnir hins vegar ótvíræða þróun í umræðunni. Flest bendir til að sú umræða sé ekki einasta í góðum farvegi heldur upplýstari en áður. Viðfangsefnin eru aukheldur sett í eðlilega forgangsröðun og tímaramma.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun