Sigurvegari Músíktilrauna syngur Mozart 27. mars 2008 05:00 Arnór Dan, söngvari rokksveitarinnar Agent Fresco, hefur lært sígildan söng við FÍH undanfarið ár og unir sér vel við námið. Fréttablaðið/Valli „Daníel Bjarnason, hljómsveitarstjórinn í Óperustúdíóinu, hringdi bara í mig og bað mig um að taka þátt. Og ég gat ekki sagt nei enda er þetta fáránlega skemmtileg sýning,“ segir Arnór Dan Arnarson. Hann mun stíga sín fyrstu spor í óperuheiminum hinn 6. apríl þegar Óperustúdíó Íslensku óperunnar frumsýnir hið vinsæla verk Wolfgangs Amadeusar Mozart, Cosi van tutti. Arnór mun syngja í kórnum, sem er áberandi í sýningunni. Arnór komst þó á spjöld íslensku tónlistarsögunnar fyrir allt annað en óperusöng fyrir ekki margt löngu þegar hljómsveit hans Agent Fresco sigraði í Músíktilraunum. Og þótt himinn og haf séu milli tónlistar Fresco og Mozart er Arnór ekki í vafa um að nám hans í sígildum söng hjálpi mikið til. Arnór er víst lýrískur baritónn þótt allt bendi til þess að hann verði tenór í sýningunni. „Ég þarf að hita mig vel upp enda er þetta Mozart, sem þýðir háir tónar,“ segir Arnór. Hann hefur þó ekki rætt þetta nýjasta útspil við félaga sína í hljómsveitinni og er sér það til efs um að þeir muni koma og hlýða á söng hans. „Eða kannski. Og þó, nei, veistu ég held ekki,“ segir Arnór. Óperustudíóið er hálfgert „nemendaleikhús“ Íslensku óperunnar. Ekkert er þó til sparað við að gera sýninguna sem glæsilegasta úr garði en leikstjóri hennar er Ágústa Skúldadóttir. Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Daníel Bjarnason, hljómsveitarstjórinn í Óperustúdíóinu, hringdi bara í mig og bað mig um að taka þátt. Og ég gat ekki sagt nei enda er þetta fáránlega skemmtileg sýning,“ segir Arnór Dan Arnarson. Hann mun stíga sín fyrstu spor í óperuheiminum hinn 6. apríl þegar Óperustúdíó Íslensku óperunnar frumsýnir hið vinsæla verk Wolfgangs Amadeusar Mozart, Cosi van tutti. Arnór mun syngja í kórnum, sem er áberandi í sýningunni. Arnór komst þó á spjöld íslensku tónlistarsögunnar fyrir allt annað en óperusöng fyrir ekki margt löngu þegar hljómsveit hans Agent Fresco sigraði í Músíktilraunum. Og þótt himinn og haf séu milli tónlistar Fresco og Mozart er Arnór ekki í vafa um að nám hans í sígildum söng hjálpi mikið til. Arnór er víst lýrískur baritónn þótt allt bendi til þess að hann verði tenór í sýningunni. „Ég þarf að hita mig vel upp enda er þetta Mozart, sem þýðir háir tónar,“ segir Arnór. Hann hefur þó ekki rætt þetta nýjasta útspil við félaga sína í hljómsveitinni og er sér það til efs um að þeir muni koma og hlýða á söng hans. „Eða kannski. Og þó, nei, veistu ég held ekki,“ segir Arnór. Óperustudíóið er hálfgert „nemendaleikhús“ Íslensku óperunnar. Ekkert er þó til sparað við að gera sýninguna sem glæsilegasta úr garði en leikstjóri hennar er Ágústa Skúldadóttir.
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira