Tilnefningar birtar til Þýðingarverðlaunanna Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 5. apríl 2008 06:00 Sigurður Pálsson er tilnefndur fyrir frábæra þýðingu á sálfræðitrylli. Í vikunni var tilkynnt um tilnefningar valnefndar til Íslensku þýðingarverðlaunanna sem afhent verða af forseta Íslands á Gljúfrasteini í lok apríl. Í dómnefnd sátu bókmenntafræðingar og blaðamenn, allt valinkunnir fagurkerar á íslenskar og erlendar bókmenntir, þau Silja Aðalsteinsdóttir, Árni Matthíasson og Fríða Björk Ingvarsdóttir. Tilnefndar bækur til Íslensku þýðingarverðlaunanna 2008 eru eftirtalin verk en þrátt fyrir barlóm útgefenda var kraftur í þýðingum úr erlendum tungumálum, bæði frumþýðingar af þeirri tungu sem verkin voru samin á og eins þýðingar sem snúið er af öðru tungumáli. Verkin eru þessi: Brandarinn, Milan Kundera. Friðrik Rafnsson þýðir. JPV útgáfa. Brandarinn (Zert) var fyrsta skáldsaga Milans Kundera (1967), myrk saga um það hvernig hefndarhugur eitrar líf ungs manns. Friðrik Rafnsson hefur nú þýtt allar skáldsögur Kunderas og texti Brandarans ber með sér að þýðandinn er nákunnugur stíl höfundar. Loftskeytamaðurinn, Knut Hamsun. Jón Kalman Stefánsson þýðir. Uppheimar. Loftskeytamaðurinn (Sværmere), ein skemmtilegasta bók Knuts Hamsun, segir frá Ole Rolandsen, drykkfelldum og sjálfumglöðum kvennamanni sem reynist þó eiga óvæntar hliðar. Jón Kalman nýtur þess augljóslega að þýða fyndinn og oft ósvífinn textann.Eiríkur Örn er einnig tilnefndur.Módelið, Lars Saabye Christensen. Sigrún Kr. Magnúsdóttir þýðir. Mál og menning. Módelið (Modellen) er um virtan myndlistarmann sem lendir í alvarlegri siðklípu þegar hann stendur frammi fyrir því að verða blindur. Þýðingin fangar vel bæði kurteislegt yfirborð sögunnar og óhugnað undirtextans. Móðurlaus Brooklyn, Jonathan Lethem. Eiríkur Örn Norðdahl þýðir. Bjartur. Móðurlaus Brooklyn (Motherless Brooklyn) gerist í heimi jaðarfólks í New York. Aðalpersóna og sögumaður þjáist af Tourette-áráttuhegðun sem meðal annars kemur fram í því að hann verður að snúa upp á orð sem hann heyrir og endurtaka þau í endalausum tilbrigðum. Það hefur ekki verið einfalt að endurskapa þennan óskapnað á íslensku. Skíðaferðin, Emmanuel Carrère. Sigurður Pálsson þýðir. JPV útgáfa. Skíðaferðin (La classe de neige) hans Nicolasar litla byrjar illa og endar enn þá verr, og það er allt pabba hans að kenna. Tónn sögunnar er bernskur en þó mettaður orðlausri skelfingu sem þýðandi nær með miklum ágætum. Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira
Í vikunni var tilkynnt um tilnefningar valnefndar til Íslensku þýðingarverðlaunanna sem afhent verða af forseta Íslands á Gljúfrasteini í lok apríl. Í dómnefnd sátu bókmenntafræðingar og blaðamenn, allt valinkunnir fagurkerar á íslenskar og erlendar bókmenntir, þau Silja Aðalsteinsdóttir, Árni Matthíasson og Fríða Björk Ingvarsdóttir. Tilnefndar bækur til Íslensku þýðingarverðlaunanna 2008 eru eftirtalin verk en þrátt fyrir barlóm útgefenda var kraftur í þýðingum úr erlendum tungumálum, bæði frumþýðingar af þeirri tungu sem verkin voru samin á og eins þýðingar sem snúið er af öðru tungumáli. Verkin eru þessi: Brandarinn, Milan Kundera. Friðrik Rafnsson þýðir. JPV útgáfa. Brandarinn (Zert) var fyrsta skáldsaga Milans Kundera (1967), myrk saga um það hvernig hefndarhugur eitrar líf ungs manns. Friðrik Rafnsson hefur nú þýtt allar skáldsögur Kunderas og texti Brandarans ber með sér að þýðandinn er nákunnugur stíl höfundar. Loftskeytamaðurinn, Knut Hamsun. Jón Kalman Stefánsson þýðir. Uppheimar. Loftskeytamaðurinn (Sværmere), ein skemmtilegasta bók Knuts Hamsun, segir frá Ole Rolandsen, drykkfelldum og sjálfumglöðum kvennamanni sem reynist þó eiga óvæntar hliðar. Jón Kalman nýtur þess augljóslega að þýða fyndinn og oft ósvífinn textann.Eiríkur Örn er einnig tilnefndur.Módelið, Lars Saabye Christensen. Sigrún Kr. Magnúsdóttir þýðir. Mál og menning. Módelið (Modellen) er um virtan myndlistarmann sem lendir í alvarlegri siðklípu þegar hann stendur frammi fyrir því að verða blindur. Þýðingin fangar vel bæði kurteislegt yfirborð sögunnar og óhugnað undirtextans. Móðurlaus Brooklyn, Jonathan Lethem. Eiríkur Örn Norðdahl þýðir. Bjartur. Móðurlaus Brooklyn (Motherless Brooklyn) gerist í heimi jaðarfólks í New York. Aðalpersóna og sögumaður þjáist af Tourette-áráttuhegðun sem meðal annars kemur fram í því að hann verður að snúa upp á orð sem hann heyrir og endurtaka þau í endalausum tilbrigðum. Það hefur ekki verið einfalt að endurskapa þennan óskapnað á íslensku. Skíðaferðin, Emmanuel Carrère. Sigurður Pálsson þýðir. JPV útgáfa. Skíðaferðin (La classe de neige) hans Nicolasar litla byrjar illa og endar enn þá verr, og það er allt pabba hans að kenna. Tónn sögunnar er bernskur en þó mettaður orðlausri skelfingu sem þýðandi nær með miklum ágætum.
Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira