Er tími uppbyggingar liðinn? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 7. apríl 2008 06:00 Miðborgin er komin í nefnd, Aðgerðahóp um miðborg Reykjavíkur. Það er ekkert nýtt að staða miðborgarinnar sé komin í nefnd. Þar hefur hún átt lögheimili í að minnsta kosti rúman áratug. Það er misgott hvað kemur svo frá þessum nefndum og rýnihópum. Eins og Salvör Jónsdóttir, fyrrverandi sviðsstjóri skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkurborgar, benti á í Fréttablaðinu á laugardag hefur miðbærinn látið undan í samkeppninni við verslunarmiðstöðvar. Borgaryfirvöld, sama hvaða nafni þau hafa kallast, hafa svo átt í vandræðum með hvernig eigi að bregðast við þessari samkeppni og laða fólk aftur til sín í lifandi miðborg. Undanfarin ár hefur verið uppgangur í miðborginni, öllum til mikillar gleði. Það var uppgangur í samfélaginu öllu og bjartsýni til framtíðar. Peningar voru til, þannig að hægt var að opna nýjar og sérhæfðar verslanir. Erfitt var að fá húsnæði til leigu. Á stuttum tíma hefur svo miðborgin drabbast niður aftur og er farin að líkjast ástandinu fyrir sex til sjö árum þegar fjöldinn allur af húsum stóð auður við þessa helstu verslunargötu borgarinnar. Það er í dag napurlegt um að litast þegar hús eru í niðurníðslu, neglt er fyrir glugga og ekkert líf þar innandyra. Eftir að skipulag miðborgarinnar leyfði niðurrif, var eðlilegt framhald að einkaaðilar hefðu uppkaup til að byggja þéttari byggð líkt og skipulag leyfði. Fyrir lá hvaða hús mætti rífa og hvaða hús yrði að vernda. Út frá því skipulagi hófust framkvæmdaaðilar handa við að kaupa, og kaupa. Borgaryfirvöld benda nú á eigendur húsanna og segja þeim um að kenna hvernig ástandið er. Þeir vilji byggja hærra og meira en skipulag geri ráð fyrir og það sé ekki hægt að samþykkja. Auðvitað getur verið að einhverjir séu að reyna að þrýsta á borgaryfirvöld til að fá að byggja meira. En miðað við þann fjölda húsa sem leyft er að rífa, er eiginlega ótrúlegt að framkvæmdir séu ekki komnar lengra við Laugaveginn. Miðað við framkvæmdasögu Laugavegarins er ekki laust við að grunsemdir séu uppi um að Reykjavíkurborg sé einnig um að kenna; að yfirvöld séu rög við að heimila niðurrif á húsum af ótta við viðbrögðin og kröfur um verndun. Það er hvorki borgaryfirvöldum né eigendum húsanna sem á að rífa til framdráttar að þau standi auð. Á meðan svo er, er enn lengra í hagnaðarvon eigenda húsanna. Það ættu því að vera sameiginlegir hagsmunir allra að þróun miðborgarinnar nái að halda áfram. Hús verði rifin og önnur byggð í staðinn. Helsta starf þessa nýja aðgerðahóps sem nú hefur verið settur á fót ætti að vera að funda með eigendum þessara húsa og ná sátt um teikningarnar svo hægt sé að fara að rífa og byggja nýtt. Það er að segja ef efnahagsástandið er ekki orðið þannig að þeir, sem ætluðu sér að fara í stórframkvæmdir á uppgangstíma, eigi nú erfiðara með að finna lánsfé til að standa undir uppbyggingunni. Að glugginn til framkvæmda sé nú lokaður og að í stað andlitslyftingar Laugavegarins í einkaframkvæmdum verði borgin og skipulagssjóður að grípa til aðgerða og fara að kaupa hús til þess að miðborgin eigi sér endurreisnar von. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun
Miðborgin er komin í nefnd, Aðgerðahóp um miðborg Reykjavíkur. Það er ekkert nýtt að staða miðborgarinnar sé komin í nefnd. Þar hefur hún átt lögheimili í að minnsta kosti rúman áratug. Það er misgott hvað kemur svo frá þessum nefndum og rýnihópum. Eins og Salvör Jónsdóttir, fyrrverandi sviðsstjóri skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkurborgar, benti á í Fréttablaðinu á laugardag hefur miðbærinn látið undan í samkeppninni við verslunarmiðstöðvar. Borgaryfirvöld, sama hvaða nafni þau hafa kallast, hafa svo átt í vandræðum með hvernig eigi að bregðast við þessari samkeppni og laða fólk aftur til sín í lifandi miðborg. Undanfarin ár hefur verið uppgangur í miðborginni, öllum til mikillar gleði. Það var uppgangur í samfélaginu öllu og bjartsýni til framtíðar. Peningar voru til, þannig að hægt var að opna nýjar og sérhæfðar verslanir. Erfitt var að fá húsnæði til leigu. Á stuttum tíma hefur svo miðborgin drabbast niður aftur og er farin að líkjast ástandinu fyrir sex til sjö árum þegar fjöldinn allur af húsum stóð auður við þessa helstu verslunargötu borgarinnar. Það er í dag napurlegt um að litast þegar hús eru í niðurníðslu, neglt er fyrir glugga og ekkert líf þar innandyra. Eftir að skipulag miðborgarinnar leyfði niðurrif, var eðlilegt framhald að einkaaðilar hefðu uppkaup til að byggja þéttari byggð líkt og skipulag leyfði. Fyrir lá hvaða hús mætti rífa og hvaða hús yrði að vernda. Út frá því skipulagi hófust framkvæmdaaðilar handa við að kaupa, og kaupa. Borgaryfirvöld benda nú á eigendur húsanna og segja þeim um að kenna hvernig ástandið er. Þeir vilji byggja hærra og meira en skipulag geri ráð fyrir og það sé ekki hægt að samþykkja. Auðvitað getur verið að einhverjir séu að reyna að þrýsta á borgaryfirvöld til að fá að byggja meira. En miðað við þann fjölda húsa sem leyft er að rífa, er eiginlega ótrúlegt að framkvæmdir séu ekki komnar lengra við Laugaveginn. Miðað við framkvæmdasögu Laugavegarins er ekki laust við að grunsemdir séu uppi um að Reykjavíkurborg sé einnig um að kenna; að yfirvöld séu rög við að heimila niðurrif á húsum af ótta við viðbrögðin og kröfur um verndun. Það er hvorki borgaryfirvöldum né eigendum húsanna sem á að rífa til framdráttar að þau standi auð. Á meðan svo er, er enn lengra í hagnaðarvon eigenda húsanna. Það ættu því að vera sameiginlegir hagsmunir allra að þróun miðborgarinnar nái að halda áfram. Hús verði rifin og önnur byggð í staðinn. Helsta starf þessa nýja aðgerðahóps sem nú hefur verið settur á fót ætti að vera að funda með eigendum þessara húsa og ná sátt um teikningarnar svo hægt sé að fara að rífa og byggja nýtt. Það er að segja ef efnahagsástandið er ekki orðið þannig að þeir, sem ætluðu sér að fara í stórframkvæmdir á uppgangstíma, eigi nú erfiðara með að finna lánsfé til að standa undir uppbyggingunni. Að glugginn til framkvæmda sé nú lokaður og að í stað andlitslyftingar Laugavegarins í einkaframkvæmdum verði borgin og skipulagssjóður að grípa til aðgerða og fara að kaupa hús til þess að miðborgin eigi sér endurreisnar von.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun