Gengið áfram annan veg Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 11. júní 2008 06:00 Eflaust hefur mörgum brugðið í brún á mánudag þegar bensínlítrinn fór í 170 krónur, án þjónustu, og lítri af dísilolíu í 185 krónur. Það er eitthvað svo stutt síðan áhyggjurnar voru hvort dælurnar myndu ráða við hækkun upp í hundrað krónur. Og á rétt rúmu ári hefur bensínlítrinn hækkað um fimmtíu krónur. Þegar eldsneytiskostnaður hækkar svona, umfram verðbólgu, hlýtur það að hafa víðtæk áhrif. Nú er verið að selja olíufatið á 120 dollara, en alsírski orkumálaráðherrann, sem jafnframt leiðir samstarf OPEC-ríkjanna, spáir því að verðið muni hækka upp í um 200 dollara fatið, sérstaklega ef dollarinn fellur frekar. Það þýðir að núverandi eldsneytiskostnaður hefur ekki enn náð hæstu hæðum og mun verða enn drýgri hlutur úr pyngju neytenda. Einn möguleikinn við þessar aðstæður er að bíta bara á jaxlinn og breyta engu í því hvernig við notum einkabílinn. Það mun væntanlega þýða að hlutfallslega mun rekstur einkabílsins verða dýrari og fjölskyldan þarf að draga saman annars staðar í heimilisbókhaldinu. Hækkandi bensínverð getur því þýtt að dragi úr viðskiptum við ýmsa þjónustuaðila sem ekki teljast jafn nauðsynlegir eins og í góðærinu, til dæmis að ekki þurfi að endurnýja innbúið jafn reglulega og annars, eða að sjaldnar verði farið út að borða. Bensínhækkunin lendir líka á verslunum og þjónustuaðila, sem gætu þurft að bregðast við með verðhækkunum. Væntanlega munu fleiri bregðast við hækkandi bensínverði með því að reyna að draga úr notkun einkabílsins, í stað þess að stinga höfðinu í sandinn. Slík viðbrögð geta einnig haft efnahagsleg áhrif, til dæmis ef Íslendingar draga úr ferðalögum sínum innanlands. Það gæti farið illa með ferðaþjónustuna sem reynt hefur verið að byggja upp á undanförnum árum. Ekki er hægt að búast við miklum aðgerðum ríkisstjórnarinnar, svo sem að lækka álögur á eldsneyti vegna þessa háa heimsmarkaðsverðs. Líklegra er að ríkisstjórnin hér bregðist við með svipuðum hætti og aðrar ríkisstjórnir í Evrópu. Á meginlandinu er ráðgert að vikan verði undirlögð mótmælum vörubílstjóra, sem heimta viðbrögð við síhækkandi olíuverði. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti mun í næstu viku leggja það til á leiðtogafundi ESB að brugðist verði við með þaki á virðisaukaskatt á bensín. Þegar er ljóst að þeirri tillögu verður hafnað á fundinum á þeirri forsendu að skattalækkanir og ívilnanir muni helst rata í vasa olíuútflutningsríkjanna. Hins vegar verður hvatt til þess að hver ríkisstjórn fyrir sig leiti leiða til að áhrifin verði ekki of mikil fyrir fátækustu borgarana. Slíkar úrlausnir verða þó einungis tímabundnar. Nauðsynlegt er að aðlagast nýjum veruleika sem felst í dýru eldsneyti, og draga úr neyslunni. Hækkun olíuverðs hefur þó ekki einungis neikvæð áhrif. Í fyrsta lagi eflast nú efnahagslegar forsendur fyrir því að þróað verði ódýrara og umhverfisvænna eldsneyti. Í öðru lagi hefur það góð umhverfisleg áhrif ef dregið er úr akstri og notkun almenningssamganga er aukin þess í stað, fyrir utan hollustuna við að hjóla eða ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Eflaust hefur mörgum brugðið í brún á mánudag þegar bensínlítrinn fór í 170 krónur, án þjónustu, og lítri af dísilolíu í 185 krónur. Það er eitthvað svo stutt síðan áhyggjurnar voru hvort dælurnar myndu ráða við hækkun upp í hundrað krónur. Og á rétt rúmu ári hefur bensínlítrinn hækkað um fimmtíu krónur. Þegar eldsneytiskostnaður hækkar svona, umfram verðbólgu, hlýtur það að hafa víðtæk áhrif. Nú er verið að selja olíufatið á 120 dollara, en alsírski orkumálaráðherrann, sem jafnframt leiðir samstarf OPEC-ríkjanna, spáir því að verðið muni hækka upp í um 200 dollara fatið, sérstaklega ef dollarinn fellur frekar. Það þýðir að núverandi eldsneytiskostnaður hefur ekki enn náð hæstu hæðum og mun verða enn drýgri hlutur úr pyngju neytenda. Einn möguleikinn við þessar aðstæður er að bíta bara á jaxlinn og breyta engu í því hvernig við notum einkabílinn. Það mun væntanlega þýða að hlutfallslega mun rekstur einkabílsins verða dýrari og fjölskyldan þarf að draga saman annars staðar í heimilisbókhaldinu. Hækkandi bensínverð getur því þýtt að dragi úr viðskiptum við ýmsa þjónustuaðila sem ekki teljast jafn nauðsynlegir eins og í góðærinu, til dæmis að ekki þurfi að endurnýja innbúið jafn reglulega og annars, eða að sjaldnar verði farið út að borða. Bensínhækkunin lendir líka á verslunum og þjónustuaðila, sem gætu þurft að bregðast við með verðhækkunum. Væntanlega munu fleiri bregðast við hækkandi bensínverði með því að reyna að draga úr notkun einkabílsins, í stað þess að stinga höfðinu í sandinn. Slík viðbrögð geta einnig haft efnahagsleg áhrif, til dæmis ef Íslendingar draga úr ferðalögum sínum innanlands. Það gæti farið illa með ferðaþjónustuna sem reynt hefur verið að byggja upp á undanförnum árum. Ekki er hægt að búast við miklum aðgerðum ríkisstjórnarinnar, svo sem að lækka álögur á eldsneyti vegna þessa háa heimsmarkaðsverðs. Líklegra er að ríkisstjórnin hér bregðist við með svipuðum hætti og aðrar ríkisstjórnir í Evrópu. Á meginlandinu er ráðgert að vikan verði undirlögð mótmælum vörubílstjóra, sem heimta viðbrögð við síhækkandi olíuverði. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti mun í næstu viku leggja það til á leiðtogafundi ESB að brugðist verði við með þaki á virðisaukaskatt á bensín. Þegar er ljóst að þeirri tillögu verður hafnað á fundinum á þeirri forsendu að skattalækkanir og ívilnanir muni helst rata í vasa olíuútflutningsríkjanna. Hins vegar verður hvatt til þess að hver ríkisstjórn fyrir sig leiti leiða til að áhrifin verði ekki of mikil fyrir fátækustu borgarana. Slíkar úrlausnir verða þó einungis tímabundnar. Nauðsynlegt er að aðlagast nýjum veruleika sem felst í dýru eldsneyti, og draga úr neyslunni. Hækkun olíuverðs hefur þó ekki einungis neikvæð áhrif. Í fyrsta lagi eflast nú efnahagslegar forsendur fyrir því að þróað verði ódýrara og umhverfisvænna eldsneyti. Í öðru lagi hefur það góð umhverfisleg áhrif ef dregið er úr akstri og notkun almenningssamganga er aukin þess í stað, fyrir utan hollustuna við að hjóla eða ganga.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun