Menning

Rómantískur Stefán Máni

Rómantískur inn við beinið Stefán Máni opinberaði nýja hlið á sér í gærmorgun þegar hann sendi unnustu sinni ástarjátningu í gegnum smáauglýsingu í Fréttablaðinu. fRÉTTABLAÐIÐ/gva
Rómantískur inn við beinið Stefán Máni opinberaði nýja hlið á sér í gærmorgun þegar hann sendi unnustu sinni ástarjátningu í gegnum smáauglýsingu í Fréttablaðinu. fRÉTTABLAÐIÐ/gva fréttablaðið/gva

Glæpasagnahöfundurinn Stefán Máni virðist við fyrstu sýn ekki vera hinn dæmigerði mjúki maður. Sögur hans eru uppfullar af hörkutólum og ofbeldisseggjum. Og sjálfur stundar rithöfundurinn sund í köldum sjó, skartar stórglæsilegum húðflúrum og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. En í smáauglýsingadálki Fréttablaðsins í gær sýndi Stefán Máni að hann er kannski ekki allur þar sem hann er séður. Því þar birtist ástarjátning skáldsins til unnustu hans, Þórdísar Filipsdóttur. „Ég er bara ástfanginn maður og þetta er svo sannarlega tíminn til að sýna það,“ segir Stefán í samtali við Fréttablaðið.

Stefán segist hafa fundið til einhverrar löngunar til að koma konu sinni á óvart. Og fannst þetta vera besta ráðið. „Ég færði henni blaðið í rúmið og sagði henni að kíkja á einkamálaauglýsingarnar,“ útskýrir Stefán og er augljóslega nokkuð sáttur með uppátækið sitt. Hann bætir því svo við að þetta sé ekkert bónorð í beinni, því hann hafi beðið hennar fyrir nokkru. Og fengið já-svarið.

Stefán viðurkennir að fyrir nokkrum árum hefði hann kannski verið smeykur við að gera eitthvað í líkingu við þetta. En nú sé hann algjörlega óhræddur. „Ég vil líka vera „spontant“. Það er svo auðvelt að gera eitthvað svona á konudaginn. Ég vil miklu frekar rækta ástina hina 364 daga ársins,“ segir Stefán. Það má svo fylgja sögunni að Þórdís tók þessu uppátæki ákaflega vel.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×