Rómantískur Stefán Máni 12. nóvember 2008 06:00 Rómantískur inn við beinið Stefán Máni opinberaði nýja hlið á sér í gærmorgun þegar hann sendi unnustu sinni ástarjátningu í gegnum smáauglýsingu í Fréttablaðinu. fRÉTTABLAÐIÐ/gva fréttablaðið/gva Glæpasagnahöfundurinn Stefán Máni virðist við fyrstu sýn ekki vera hinn dæmigerði mjúki maður. Sögur hans eru uppfullar af hörkutólum og ofbeldisseggjum. Og sjálfur stundar rithöfundurinn sund í köldum sjó, skartar stórglæsilegum húðflúrum og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. En í smáauglýsingadálki Fréttablaðsins í gær sýndi Stefán Máni að hann er kannski ekki allur þar sem hann er séður. Því þar birtist ástarjátning skáldsins til unnustu hans, Þórdísar Filipsdóttur. „Ég er bara ástfanginn maður og þetta er svo sannarlega tíminn til að sýna það,“ segir Stefán í samtali við Fréttablaðið. Stefán segist hafa fundið til einhverrar löngunar til að koma konu sinni á óvart. Og fannst þetta vera besta ráðið. „Ég færði henni blaðið í rúmið og sagði henni að kíkja á einkamálaauglýsingarnar,“ útskýrir Stefán og er augljóslega nokkuð sáttur með uppátækið sitt. Hann bætir því svo við að þetta sé ekkert bónorð í beinni, því hann hafi beðið hennar fyrir nokkru. Og fengið já-svarið. Stefán viðurkennir að fyrir nokkrum árum hefði hann kannski verið smeykur við að gera eitthvað í líkingu við þetta. En nú sé hann algjörlega óhræddur. „Ég vil líka vera „spontant“. Það er svo auðvelt að gera eitthvað svona á konudaginn. Ég vil miklu frekar rækta ástina hina 364 daga ársins,“ segir Stefán. Það má svo fylgja sögunni að Þórdís tók þessu uppátæki ákaflega vel.- fgg Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Glæpasagnahöfundurinn Stefán Máni virðist við fyrstu sýn ekki vera hinn dæmigerði mjúki maður. Sögur hans eru uppfullar af hörkutólum og ofbeldisseggjum. Og sjálfur stundar rithöfundurinn sund í köldum sjó, skartar stórglæsilegum húðflúrum og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. En í smáauglýsingadálki Fréttablaðsins í gær sýndi Stefán Máni að hann er kannski ekki allur þar sem hann er séður. Því þar birtist ástarjátning skáldsins til unnustu hans, Þórdísar Filipsdóttur. „Ég er bara ástfanginn maður og þetta er svo sannarlega tíminn til að sýna það,“ segir Stefán í samtali við Fréttablaðið. Stefán segist hafa fundið til einhverrar löngunar til að koma konu sinni á óvart. Og fannst þetta vera besta ráðið. „Ég færði henni blaðið í rúmið og sagði henni að kíkja á einkamálaauglýsingarnar,“ útskýrir Stefán og er augljóslega nokkuð sáttur með uppátækið sitt. Hann bætir því svo við að þetta sé ekkert bónorð í beinni, því hann hafi beðið hennar fyrir nokkru. Og fengið já-svarið. Stefán viðurkennir að fyrir nokkrum árum hefði hann kannski verið smeykur við að gera eitthvað í líkingu við þetta. En nú sé hann algjörlega óhræddur. „Ég vil líka vera „spontant“. Það er svo auðvelt að gera eitthvað svona á konudaginn. Ég vil miklu frekar rækta ástina hina 364 daga ársins,“ segir Stefán. Það má svo fylgja sögunni að Þórdís tók þessu uppátæki ákaflega vel.- fgg
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira