Sjúklegt basl og dálítið stress 27. nóvember 2008 03:30 Addi Intro, sem starfar í Skífunni, gefur út plötuna Tivoli Chillout. fréttablaðið/anton brink Rapparinn Addi Intro úr hljómsveitinni Forgotten Lores er að gefa út sína fyrstu sólóplötu, Tivoli Chillout. Platan átti að koma út hjá Geimsteini en vegna kreppunnar og vandræða með gjaldeyri ákvað fyrirtækið að fresta útgáfunni fram í apríl. Það hugnaðist Adda ekki og ákvað hann að gefa hana út sjálfur með öllu því veseni sem því tilheyrir. „Þetta er sjúklegt basl og dálítið stress," segir Addi sem naut aðstoðar Hrynjanda sem er útgáfufyrirtæki föður hans, Ingva Þórs Kormákssonar úr JJ Soul Band. „Ég eyddi tveimur vikum í hana alveg á milljón og síðan varð „coverið" til á fjórum dögum. Við vorum tveir sveittir að vinna það langt fram á nótt." Addi vill reyndar ekki meina að þetta sé hans fyrsta sólóplata, heldur sé hún frekar samstarfsverkefni hans og þess fjölda rappara sem að henni koma. Á meðal þeirra eru Dóri DNA, Bent og félagar hans úr Forgotten Lores. „Án þeirra hefði þetta engan veginn verið hægt," segir Addi, sem flutti til Íslands frá Danmörku fyrir ári og byrjaði skömmu síðar á plötunni. Hann segir rappið engan veginn búið að vera þó að hann sé einn örfárra rappara sem gefa út fyrir þessi jól. „Ég er ekki að reyna að vekja íslenska hiphop-senu því persónulega finnst mér hún ekki hafa sofnað. Það eina sem sofnaði var útgáfan," segir hann og telur ekki nóg að gefa eingöngu út á Myspace eins og sumir hafa gert. „Ég fyrir mitt leyti vil eiga grip og vera með í þessari plötusölu." Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Rapparinn Addi Intro úr hljómsveitinni Forgotten Lores er að gefa út sína fyrstu sólóplötu, Tivoli Chillout. Platan átti að koma út hjá Geimsteini en vegna kreppunnar og vandræða með gjaldeyri ákvað fyrirtækið að fresta útgáfunni fram í apríl. Það hugnaðist Adda ekki og ákvað hann að gefa hana út sjálfur með öllu því veseni sem því tilheyrir. „Þetta er sjúklegt basl og dálítið stress," segir Addi sem naut aðstoðar Hrynjanda sem er útgáfufyrirtæki föður hans, Ingva Þórs Kormákssonar úr JJ Soul Band. „Ég eyddi tveimur vikum í hana alveg á milljón og síðan varð „coverið" til á fjórum dögum. Við vorum tveir sveittir að vinna það langt fram á nótt." Addi vill reyndar ekki meina að þetta sé hans fyrsta sólóplata, heldur sé hún frekar samstarfsverkefni hans og þess fjölda rappara sem að henni koma. Á meðal þeirra eru Dóri DNA, Bent og félagar hans úr Forgotten Lores. „Án þeirra hefði þetta engan veginn verið hægt," segir Addi, sem flutti til Íslands frá Danmörku fyrir ári og byrjaði skömmu síðar á plötunni. Hann segir rappið engan veginn búið að vera þó að hann sé einn örfárra rappara sem gefa út fyrir þessi jól. „Ég er ekki að reyna að vekja íslenska hiphop-senu því persónulega finnst mér hún ekki hafa sofnað. Það eina sem sofnaði var útgáfan," segir hann og telur ekki nóg að gefa eingöngu út á Myspace eins og sumir hafa gert. „Ég fyrir mitt leyti vil eiga grip og vera með í þessari plötusölu."
Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira