Íslenski boltinn

Botnbaráttan harðnar enn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Völsungur og ÍH skildu jöfn í 2. deild karla í kvöld, 2-2, og hleyptu þar með enn meiri spennu í botnbaráttuna.

Bæði lið eru með átján stig eftir tuttugu leiki en Hamar er á botninum með sextán stig. Völsungur er þó með mun betra markahlutfall en ÍH.

Tvær umferðir eru eftir en Tindastóll og Reynir frá Sandgerði eru ekki sloppin við falldrauginn en liðin eru bæði með 21 stig, þremur stigum meira en Völsungur og ÍH. Höttur er með 22 stig í sjöunda sæti deildarinnar.

Eina innbyrðisviðureign fimm neðstu liðanna sem eftir er verður í lokaumferðinni þegar ÍH mætir Tindastóli á heimavelli. Síðarnefnda liðið gæti þó verið búið að bjarga sér frá falli þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×