Brennandi brunabíll Hallgrímur Helgason skrifar 7. desember 2008 06:00 Fyrir mánuði mætti ég í laugardagsmótmælin í fyrsta sinn. Við gengum frá Hlemmi niður á Austurvöll. Sturla Jónsson fór fyrir göngunni á vörubíl og Snorri Ásmundsson hrópaði í gjallarhorn af palli hans: „Vík burt ríkisstjórn! Vík burt ríkisstjórn!" Margir tóku undir. En ekki allir. Þar á meðal ég. Ég fann mig ekki í þessu ákalli. Ekki þá. Mitt fólk var í stjórn og stjórnin var í „björgunarstörfunum miðjum". Maður vildi gefa þeim séns. Á móti reyndi ég að fá fólkið til að hrópa: „Kjósa! Kjósa!" Hálfum mánuði síðar var ég kominn á sterkari skoðun; afsagnir væru nauðsynlegar — SÍ, FME, Björgvin, Árni — og skrifaði grein um ábyrgð Samfylkingar. Maður fann það í kringum sig að fólk var orðið óþreyjufullt. Síðan hefur afsagnarkrafan aðeins færst ofar í bekkinn. Alþjóðleg gjaldeyrsifíflÞví skelfingarástandið verður sífellt skelfilegra. Davíð hélt sjúklega ræðu undir meðvirku aulaklappi á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs, þar sem seðlabankastjórinn tók vanhæfi sitt í áður óþekktar hæðir og gerði okkur endanlega að alþjóðlegum gjaldeyrisfíflum. Síðar um daginn var þingflokkur Samfó kallaður til krísufundar. Maður hélt að nú myndi eitthvað fara að gerast. En nei. Áfram var haldið í stjórn með Davíð Oddssyni.Tröllalánið frá AGS var á leiðinni án sýnilegrar peningastefnu eða framtíðarsýnar. Gjaldeyrishöft fest í skjóli þingnætur og krónan á leiðinni á flot. Og allt undir stjórn stjórnlausa mannsins í Seðlabankanum sem þó hefur engan tíma til að sinna starfi sínu vegna undirbúnings á endurkomu í pólitík. Í þokkabót eru þau fáu orð hans sem snerta efnahagsmál fyrst og fremst hugsuð til að koma höggi á ríkisstjórnina. Undirmaður lumbrar stöðugt á yfirmönnum sínum sem eiga að stjórna landinu en hafa ekki einu sinni stjórn á einum manni. Útkoman er stjórnleysi á örlagastundu í sögu þjóðarinnar. Atkvæðið mitt fellur enn í verði, á hraða sem kominn er í 100 krónur á sekúndu. Tak ábyrgð þína og gakkOg enn eykst fáránleikinn. Lánið komið og krónan á flot, annar hver maður á leið á hausinn og fjórði hver á atvinnuleysisbætur, en samt snýst önnur hver frétt um framboðsbrölt Davíðs. Sérhver dagur hefst með von um að Geir og Ingibjörg losi okkur við hann og meðvirkjana tvo. En allt kemur fyrir ekki. Davíð á sjálfsagt eftir að mæta á skjáinn á gamlárskvöld í sætið hans Geirs áður en eitthvað gerist. En jafnvel þá mun forsætisráðherra segja: „Nei, ég tek þetta ekkert til mín. Davíð hefur auðvitað fullan rétt til að ávarpa þjóðina ef hann telur sig þurfa þess."Af þeim sem þekkja Geir Haarde er hann talinn góður og heiðarlegur maður, sem vandar mjög verk sín. Meira þarf þó til í starf forsætisráðherra. Geir hefur á undanförnum vikum sýnt að hann veldur ekki starfi sínu. Áðvarðanafælnin sem hann stærði sig af á liðnu sumri hefur reynst okkur stórskaðleg. Hann átti nokkra samúð í frumrústum bankahrunsins en var fljótur að ganga á þann litla forða. Á frægum fundi í Háskólabíói birtist okkur enn og aftur þreyttur og pirraður maður sem gerði ekki minnstu tilraun til að sýna leiðtogahæfileika og mætti svo í viðtal að fundi loknum í hlutverki smástráks með aulabrandara. Eftir átta mótmælafundi í röð á Austurvelli skynjar hann ekki reiði þjóðarinnar og kall tímans sem er: Tími þinn er liðinn. Tak ábyrgð þína og gakk. Flokkskrísa – þjóðarkrísa„Ástandið er viðkvæmt. Við þolum ekki kosningar. Við þurfum styrka stjórn," segir Geir skjálfhentur, með augun á Davíð Oddssyni, skipar nefnd til að kanna Evrópumálin og lofar kosningum um þau, en aðeins í eigin flokki. Sjálfstæðisflokkurinn þolir kosningar en þjóðin ekki. Hann hefur tíma til að sinna innanbúðarerjum þegar hann á að einbeita sér að því að koma landinu út úr erfiðleikum sem hann ber höfuðábyrgð á.Staðreyndin er hins vegar sú að landið þolir ekki Sjálfstæðisflokkinn á tímum sem þessum. Nú þarf styrka stjórn, annarra en hans. Forsætisráðherra er ekki einu sinni leiðtogi í eigin flokki; hefur enn ekki tekið afstöðu í Evrópuklemmunni. Hann ætlar ekki að leiða umræðuna heldur að láta hana leiða sig. Af öllum þessum sökum er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er í engu standi til að stjórna landinu. Við höfum ekki tíma til að bíða eftir því að hann ákveði sig. Og nú eru fréttatímarnir farnir að snúast um gömul gemsasímtöl flokksforingjanna, hver sagði hvað og hvað ekki. Við höfum engan tíma fyrir flokkskrísu í miðri þjóðarkrísu. Burt með bláa liðið. Brennandi blokkÍsland er brennandi blokk. Íbúarnir eru fastir inni og góna örvæntingarfullir út úr reykjarkófinu á slökkviliðið sem mætt er með tvo bíla á staðinn, annan merktan XD og hinn XS. Sá síðarnefndi reynir að sprauta vatni á bálið en fyrrnefndi bíllinn logar sjálfur. Við þurfum nýja stjórn strax. Minnihlutastjórn XS, sem VG og XB myndu verja vantrausti fram að kosningum í vor, eða hreinlega utanþingsstjórn. Umfram allt STJÓRN. Heiglunum hentVið treystum ekki ráðherrunum. Ekkert er gegnsætt, allt er loðið. "Sama liðið situr í bönkunum." Stjórnin skipar rannsóknarnefnd til að rannsaka hlut sinn í hruninu. Og nú er klíkukapphlapið hafið um bestu bitana eins og væntanlega "sala" á Mogganum sýnir best. Það fer hrollur um mann. Hér hefur ekkert breyst, nema það að þjóðin treystir ekki þeim sem stjórna. Einmitt þegar hún þarf á því að halda.Frænka mín seldi íbúðina sína fyrir ári og lagði í sjóð til elliára. Það fór allt á bálið. Maður einn lenti í bílslysi og lamaðist fyrir neðan mitti. Hann fékk eingreiðslulífeyri frá tryggingafélaginu og lagði í sjóð. Það fór allt á bálið. Foreldrar kunningja míns misstu 20 milljónir af ævisparnaðinum í Glitnishruninu.Þetta fólk stendur ekki á Austurvelli á laugardögum. Það situr heima og grætur. Hvað er ein ráðherraafsögn á móti slíkum hremmingum?Og svo getur stjórnin ekki einu sinni sýnt af sér þann manndóm að afnema allan eftirlaunaósómann heldur aðeins hluta hans.Kæra fólk. Hættið nú að hugsa um eigin hag og gefið okkur stjórn sem fólk treystir. Þó ekki væri nema örlítið betur en þeirri sem nú situr. Kæra Samfylking. Við vitum að þú ert búin að reyna. En nú er morgunljóst að þú kemst ekki lengra með ónýtum erjuflokki í helgreipum hugsýki eins og heigulsháttar annars. Nú skal heiglunum hent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun
Fyrir mánuði mætti ég í laugardagsmótmælin í fyrsta sinn. Við gengum frá Hlemmi niður á Austurvöll. Sturla Jónsson fór fyrir göngunni á vörubíl og Snorri Ásmundsson hrópaði í gjallarhorn af palli hans: „Vík burt ríkisstjórn! Vík burt ríkisstjórn!" Margir tóku undir. En ekki allir. Þar á meðal ég. Ég fann mig ekki í þessu ákalli. Ekki þá. Mitt fólk var í stjórn og stjórnin var í „björgunarstörfunum miðjum". Maður vildi gefa þeim séns. Á móti reyndi ég að fá fólkið til að hrópa: „Kjósa! Kjósa!" Hálfum mánuði síðar var ég kominn á sterkari skoðun; afsagnir væru nauðsynlegar — SÍ, FME, Björgvin, Árni — og skrifaði grein um ábyrgð Samfylkingar. Maður fann það í kringum sig að fólk var orðið óþreyjufullt. Síðan hefur afsagnarkrafan aðeins færst ofar í bekkinn. Alþjóðleg gjaldeyrsifíflÞví skelfingarástandið verður sífellt skelfilegra. Davíð hélt sjúklega ræðu undir meðvirku aulaklappi á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs, þar sem seðlabankastjórinn tók vanhæfi sitt í áður óþekktar hæðir og gerði okkur endanlega að alþjóðlegum gjaldeyrisfíflum. Síðar um daginn var þingflokkur Samfó kallaður til krísufundar. Maður hélt að nú myndi eitthvað fara að gerast. En nei. Áfram var haldið í stjórn með Davíð Oddssyni.Tröllalánið frá AGS var á leiðinni án sýnilegrar peningastefnu eða framtíðarsýnar. Gjaldeyrishöft fest í skjóli þingnætur og krónan á leiðinni á flot. Og allt undir stjórn stjórnlausa mannsins í Seðlabankanum sem þó hefur engan tíma til að sinna starfi sínu vegna undirbúnings á endurkomu í pólitík. Í þokkabót eru þau fáu orð hans sem snerta efnahagsmál fyrst og fremst hugsuð til að koma höggi á ríkisstjórnina. Undirmaður lumbrar stöðugt á yfirmönnum sínum sem eiga að stjórna landinu en hafa ekki einu sinni stjórn á einum manni. Útkoman er stjórnleysi á örlagastundu í sögu þjóðarinnar. Atkvæðið mitt fellur enn í verði, á hraða sem kominn er í 100 krónur á sekúndu. Tak ábyrgð þína og gakkOg enn eykst fáránleikinn. Lánið komið og krónan á flot, annar hver maður á leið á hausinn og fjórði hver á atvinnuleysisbætur, en samt snýst önnur hver frétt um framboðsbrölt Davíðs. Sérhver dagur hefst með von um að Geir og Ingibjörg losi okkur við hann og meðvirkjana tvo. En allt kemur fyrir ekki. Davíð á sjálfsagt eftir að mæta á skjáinn á gamlárskvöld í sætið hans Geirs áður en eitthvað gerist. En jafnvel þá mun forsætisráðherra segja: „Nei, ég tek þetta ekkert til mín. Davíð hefur auðvitað fullan rétt til að ávarpa þjóðina ef hann telur sig þurfa þess."Af þeim sem þekkja Geir Haarde er hann talinn góður og heiðarlegur maður, sem vandar mjög verk sín. Meira þarf þó til í starf forsætisráðherra. Geir hefur á undanförnum vikum sýnt að hann veldur ekki starfi sínu. Áðvarðanafælnin sem hann stærði sig af á liðnu sumri hefur reynst okkur stórskaðleg. Hann átti nokkra samúð í frumrústum bankahrunsins en var fljótur að ganga á þann litla forða. Á frægum fundi í Háskólabíói birtist okkur enn og aftur þreyttur og pirraður maður sem gerði ekki minnstu tilraun til að sýna leiðtogahæfileika og mætti svo í viðtal að fundi loknum í hlutverki smástráks með aulabrandara. Eftir átta mótmælafundi í röð á Austurvelli skynjar hann ekki reiði þjóðarinnar og kall tímans sem er: Tími þinn er liðinn. Tak ábyrgð þína og gakk. Flokkskrísa – þjóðarkrísa„Ástandið er viðkvæmt. Við þolum ekki kosningar. Við þurfum styrka stjórn," segir Geir skjálfhentur, með augun á Davíð Oddssyni, skipar nefnd til að kanna Evrópumálin og lofar kosningum um þau, en aðeins í eigin flokki. Sjálfstæðisflokkurinn þolir kosningar en þjóðin ekki. Hann hefur tíma til að sinna innanbúðarerjum þegar hann á að einbeita sér að því að koma landinu út úr erfiðleikum sem hann ber höfuðábyrgð á.Staðreyndin er hins vegar sú að landið þolir ekki Sjálfstæðisflokkinn á tímum sem þessum. Nú þarf styrka stjórn, annarra en hans. Forsætisráðherra er ekki einu sinni leiðtogi í eigin flokki; hefur enn ekki tekið afstöðu í Evrópuklemmunni. Hann ætlar ekki að leiða umræðuna heldur að láta hana leiða sig. Af öllum þessum sökum er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er í engu standi til að stjórna landinu. Við höfum ekki tíma til að bíða eftir því að hann ákveði sig. Og nú eru fréttatímarnir farnir að snúast um gömul gemsasímtöl flokksforingjanna, hver sagði hvað og hvað ekki. Við höfum engan tíma fyrir flokkskrísu í miðri þjóðarkrísu. Burt með bláa liðið. Brennandi blokkÍsland er brennandi blokk. Íbúarnir eru fastir inni og góna örvæntingarfullir út úr reykjarkófinu á slökkviliðið sem mætt er með tvo bíla á staðinn, annan merktan XD og hinn XS. Sá síðarnefndi reynir að sprauta vatni á bálið en fyrrnefndi bíllinn logar sjálfur. Við þurfum nýja stjórn strax. Minnihlutastjórn XS, sem VG og XB myndu verja vantrausti fram að kosningum í vor, eða hreinlega utanþingsstjórn. Umfram allt STJÓRN. Heiglunum hentVið treystum ekki ráðherrunum. Ekkert er gegnsætt, allt er loðið. "Sama liðið situr í bönkunum." Stjórnin skipar rannsóknarnefnd til að rannsaka hlut sinn í hruninu. Og nú er klíkukapphlapið hafið um bestu bitana eins og væntanlega "sala" á Mogganum sýnir best. Það fer hrollur um mann. Hér hefur ekkert breyst, nema það að þjóðin treystir ekki þeim sem stjórna. Einmitt þegar hún þarf á því að halda.Frænka mín seldi íbúðina sína fyrir ári og lagði í sjóð til elliára. Það fór allt á bálið. Maður einn lenti í bílslysi og lamaðist fyrir neðan mitti. Hann fékk eingreiðslulífeyri frá tryggingafélaginu og lagði í sjóð. Það fór allt á bálið. Foreldrar kunningja míns misstu 20 milljónir af ævisparnaðinum í Glitnishruninu.Þetta fólk stendur ekki á Austurvelli á laugardögum. Það situr heima og grætur. Hvað er ein ráðherraafsögn á móti slíkum hremmingum?Og svo getur stjórnin ekki einu sinni sýnt af sér þann manndóm að afnema allan eftirlaunaósómann heldur aðeins hluta hans.Kæra fólk. Hættið nú að hugsa um eigin hag og gefið okkur stjórn sem fólk treystir. Þó ekki væri nema örlítið betur en þeirri sem nú situr. Kæra Samfylking. Við vitum að þú ert búin að reyna. En nú er morgunljóst að þú kemst ekki lengra með ónýtum erjuflokki í helgreipum hugsýki eins og heigulsháttar annars. Nú skal heiglunum hent.