Þetta verður að vera erfitt, annars er ekkert gaman 14. júlí 2008 02:45 Vignir Rafn Valþórsson og leikhópurinn Vér morðingjar takast á við Shakespeare í haust. MYND/vilhelm Leikhópurinn Vér morðingjar setur upp Macbeth eftir Shakespeare í haust. Fram til þessa hefur hópurinn einbeitt sér að nýjum leikverkum. Tveir leikarar úr hópnum hafa notað sumarið til að kynna sér leiklistarlífið í Evrópu. Þeir félagar úr leikhópnum Vér morðingjar, Vignir Rafn Valþórsson og Stefán Hallur Stefánsson hafa ferðast um Evrópu í sumar. Vignir segir frá: „Við erum búnir að vera í Berlín eiginlega í allt sumar að kíkja á listalífið og leikhúsið og koma okkur upp tengiliðum. Svo fórum við til Wiesbaden með Baðstofuna. Ég endaði í Kaupmannahöfn og á Hróarskeldu. Wiesbadenhátíðin var frábær. Kynntumst ótrúlega mörgu fólki víðsvegar úr Evrópu. Alveg stórkostlegt að Þjóðleikhúsinu hafi verið boðið, mikill heiður. Miklu meiri en mig grunaði. Við komum okkur í samband við fullt af ungum leiksskáldum sem voru á smiðju á hátíðinni, sem var stjórnað af Mark Ravenhill." Vér morðingjar vinna nýja túlkun á Macbeth upp úr leikgerð Tobias Munthe í Þjóðleikhúsinu í haust. „Við munum vinna þetta svolítið „devised" þegar hópurinn hittist í lok ágúst, með leikgerðina að leiðarljósi." Orðrómur hefur gengið um að FM Belfast sjái um tónlistina við verkið. „Það eru í gangi viðræður um það að þeir semji lag fyrir okkur. En það er annar strákur, ungur snillingur sem heitir Albert, sem verður tónlistarstjóri." Vér morðingjar hafa hingað til lagt áherslu á nýleg verk, líkt og Penetrator og Sá ljóti. Af hverju Shakespeare? „Stefán Hallur brann rosalega fyrir Macbeth. Við ákváðum bara að kýla á það. Þetta er svolítið að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur. Þegar maður byrjar að kafa ofan í verkið þá sér maður að það er ástæða fyrir því að þessi gæi er búinn að vera við líði í 400 ár. Hann er bara með þetta. Það er allt þarna. Það er sáraeinfalt að tengja Macbeth við þá tíma sem við lifum á. Allt þetta með öfund og valdahroka, græðgi og það að það treystir enginn neinum. " Sá ljóti fer í leikferð um landið næsta leikár. „Ég hitti einmitt Marius von Mayenburg (leikskáldið) í Berlín. Við ætlum að reyna að bjóða honum hingað heim að kíkja á þetta. Hann var alveg spenntur, þó hann segi að hann vilji ekki vera sín eigin grúppía og fari ekki mikið á verk eftir sjálfan sig. Þegar hann heyrði hvernig við hefðum gert þetta þá fannst honum spennandi að sjá. Enda öðruvísi en hefur verið gert annars staðar." Vignir segir Kristínu Eysteins leikstjóra vel komna að Grímunni. „Þetta var mjög erfitt verk að glíma við. En þetta verður að vera erfitt, annars er ekkert gaman." kolbruns@frettabladid.is Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Leikhópurinn Vér morðingjar setur upp Macbeth eftir Shakespeare í haust. Fram til þessa hefur hópurinn einbeitt sér að nýjum leikverkum. Tveir leikarar úr hópnum hafa notað sumarið til að kynna sér leiklistarlífið í Evrópu. Þeir félagar úr leikhópnum Vér morðingjar, Vignir Rafn Valþórsson og Stefán Hallur Stefánsson hafa ferðast um Evrópu í sumar. Vignir segir frá: „Við erum búnir að vera í Berlín eiginlega í allt sumar að kíkja á listalífið og leikhúsið og koma okkur upp tengiliðum. Svo fórum við til Wiesbaden með Baðstofuna. Ég endaði í Kaupmannahöfn og á Hróarskeldu. Wiesbadenhátíðin var frábær. Kynntumst ótrúlega mörgu fólki víðsvegar úr Evrópu. Alveg stórkostlegt að Þjóðleikhúsinu hafi verið boðið, mikill heiður. Miklu meiri en mig grunaði. Við komum okkur í samband við fullt af ungum leiksskáldum sem voru á smiðju á hátíðinni, sem var stjórnað af Mark Ravenhill." Vér morðingjar vinna nýja túlkun á Macbeth upp úr leikgerð Tobias Munthe í Þjóðleikhúsinu í haust. „Við munum vinna þetta svolítið „devised" þegar hópurinn hittist í lok ágúst, með leikgerðina að leiðarljósi." Orðrómur hefur gengið um að FM Belfast sjái um tónlistina við verkið. „Það eru í gangi viðræður um það að þeir semji lag fyrir okkur. En það er annar strákur, ungur snillingur sem heitir Albert, sem verður tónlistarstjóri." Vér morðingjar hafa hingað til lagt áherslu á nýleg verk, líkt og Penetrator og Sá ljóti. Af hverju Shakespeare? „Stefán Hallur brann rosalega fyrir Macbeth. Við ákváðum bara að kýla á það. Þetta er svolítið að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur. Þegar maður byrjar að kafa ofan í verkið þá sér maður að það er ástæða fyrir því að þessi gæi er búinn að vera við líði í 400 ár. Hann er bara með þetta. Það er allt þarna. Það er sáraeinfalt að tengja Macbeth við þá tíma sem við lifum á. Allt þetta með öfund og valdahroka, græðgi og það að það treystir enginn neinum. " Sá ljóti fer í leikferð um landið næsta leikár. „Ég hitti einmitt Marius von Mayenburg (leikskáldið) í Berlín. Við ætlum að reyna að bjóða honum hingað heim að kíkja á þetta. Hann var alveg spenntur, þó hann segi að hann vilji ekki vera sín eigin grúppía og fari ekki mikið á verk eftir sjálfan sig. Þegar hann heyrði hvernig við hefðum gert þetta þá fannst honum spennandi að sjá. Enda öðruvísi en hefur verið gert annars staðar." Vignir segir Kristínu Eysteins leikstjóra vel komna að Grímunni. „Þetta var mjög erfitt verk að glíma við. En þetta verður að vera erfitt, annars er ekkert gaman." kolbruns@frettabladid.is
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira