Útihátíð í Kópavogi 30. júlí 2008 06:00 Eiður stendur fyrir Westcoastfest.Fréttablaðið/Arnþór Ekki ætla allir að fara á hefðbundnar útihátíðir í ár. Eiður Ágúst Egilsson stendur fyrir Westcoastfest 2008 um verslunarmannahelgina. Hátíðin stendur frá föstudegi til mánudags. Á Westcoastfest mætir fólk með tjöld og áfengi á Hælistúnið í Kópavogi og skemmtir sér við gítarspil og samsöng, á einhvers konar „semi-útihátíð". En af hverju að tjalda í Kópavogi? „Ég bý í vesturbæ Kópavogs. Við gerðum þetta fyrir tveimur árum, þá var þetta bara lítið, bara nokkrir vinir," segir Eiður. „Við bara tjölduðum og spiluðum á gítar og höfðum það gott. Mér datt í hug að bjóða aðeins fleirum í ár." Rúmlega hundrað manns hefur verið boðið á Facebook-vefsvæðinu. „Það er ekkert planað, þetta er bara svona hittingur." Eiður segir þau vinina ekki nenna út á land. „Þetta er alveg nógu langt fyrir okkur. Ég fór til Eyja einu sinni og á Eldborg. Ég lenti í algjöru rugli í Eyjum, rigningu, roki og veseni." Hann óttast ekki regn núna. „Ef rignir þá getur maður stokkið heim í næsta hús og náð sér í regnföt." Það að flýja inn er hins vegar ekki í boði, þótt stutt sé að fara. „Nei, engan aumingjaskap." En getur hver sem er kíkt við eða tjaldað? „Alveg endilega!" Westcoastfest stendur alla helgina, eins og hver önnur verslunarmannahelgar-hátíð. - kbs Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ekki ætla allir að fara á hefðbundnar útihátíðir í ár. Eiður Ágúst Egilsson stendur fyrir Westcoastfest 2008 um verslunarmannahelgina. Hátíðin stendur frá föstudegi til mánudags. Á Westcoastfest mætir fólk með tjöld og áfengi á Hælistúnið í Kópavogi og skemmtir sér við gítarspil og samsöng, á einhvers konar „semi-útihátíð". En af hverju að tjalda í Kópavogi? „Ég bý í vesturbæ Kópavogs. Við gerðum þetta fyrir tveimur árum, þá var þetta bara lítið, bara nokkrir vinir," segir Eiður. „Við bara tjölduðum og spiluðum á gítar og höfðum það gott. Mér datt í hug að bjóða aðeins fleirum í ár." Rúmlega hundrað manns hefur verið boðið á Facebook-vefsvæðinu. „Það er ekkert planað, þetta er bara svona hittingur." Eiður segir þau vinina ekki nenna út á land. „Þetta er alveg nógu langt fyrir okkur. Ég fór til Eyja einu sinni og á Eldborg. Ég lenti í algjöru rugli í Eyjum, rigningu, roki og veseni." Hann óttast ekki regn núna. „Ef rignir þá getur maður stokkið heim í næsta hús og náð sér í regnföt." Það að flýja inn er hins vegar ekki í boði, þótt stutt sé að fara. „Nei, engan aumingjaskap." En getur hver sem er kíkt við eða tjaldað? „Alveg endilega!" Westcoastfest stendur alla helgina, eins og hver önnur verslunarmannahelgar-hátíð. - kbs
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira