Hátt í tvö hundruð flytjendur 3. október 2008 04:30 Hljómsveitin Amiina hefur bæst við dagskrá Iceland Airwaves sem verður haldin eftir tvær vikur. Hátt í tvö hundruð flytjendur hafa verið bókaðir á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina sem verður haldin í Reykjavík eftir tvær vikur. 117 innlendir flytjendur hafa skráð sig til leiks en 49 erlendir. Á meðal þeirra sem hafa bæst í hópinn að undanförnu er Gudrun Gut, stofnmeðlimur þýsku hljómsveitarinnar Einstürzende Neubauten. Síðar meir varð hún meðlimur í Mania og lista-rokksveitinni Malaria! sem vakti mikla athygli í byrjun níunda áratugarins. Landi Gudrun Gut, Thomas Fehlman, kemur einnig á Airwaves. Hann hefur átt langan feril og er þekktastur fyrir áralangt samstarf sitt við hljómsveitina Orb. Aðrir nýir sem hafa boðað komu sína eru Amiina, Ben Frost, Nico Muhly, Valgeir Sigurðsson, Kasper Björke, Gavin Portland, XXX Rottweiler, Matias Tellez frá Noregi og Morðingjarnir. Áður höfðu sveitir á borð við Boys in a Band, CSS, The Young Knives, Vampire Weekend, FM Belfast, Sprengjuhöllin og Dr. Spock staðfest þátttöku sína. Iceland Airwaves verður haldin á eftirtöldum stöðum: Listasafni Reykjavíkur, Nasa, Tunglinu, Hressó, Organ, 22 og Iðnó. Einnig verður svokölluð „off-venue" dagskrá á fjölmörgum stöðum í miðbænum. Miðasala fer fram á midi.is og kostar armbandið 8.900 krónur. Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Hátt í tvö hundruð flytjendur hafa verið bókaðir á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina sem verður haldin í Reykjavík eftir tvær vikur. 117 innlendir flytjendur hafa skráð sig til leiks en 49 erlendir. Á meðal þeirra sem hafa bæst í hópinn að undanförnu er Gudrun Gut, stofnmeðlimur þýsku hljómsveitarinnar Einstürzende Neubauten. Síðar meir varð hún meðlimur í Mania og lista-rokksveitinni Malaria! sem vakti mikla athygli í byrjun níunda áratugarins. Landi Gudrun Gut, Thomas Fehlman, kemur einnig á Airwaves. Hann hefur átt langan feril og er þekktastur fyrir áralangt samstarf sitt við hljómsveitina Orb. Aðrir nýir sem hafa boðað komu sína eru Amiina, Ben Frost, Nico Muhly, Valgeir Sigurðsson, Kasper Björke, Gavin Portland, XXX Rottweiler, Matias Tellez frá Noregi og Morðingjarnir. Áður höfðu sveitir á borð við Boys in a Band, CSS, The Young Knives, Vampire Weekend, FM Belfast, Sprengjuhöllin og Dr. Spock staðfest þátttöku sína. Iceland Airwaves verður haldin á eftirtöldum stöðum: Listasafni Reykjavíkur, Nasa, Tunglinu, Hressó, Organ, 22 og Iðnó. Einnig verður svokölluð „off-venue" dagskrá á fjölmörgum stöðum í miðbænum. Miðasala fer fram á midi.is og kostar armbandið 8.900 krónur.
Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira