Minni frumleika, meiri hæfileika Davíð Þór Jónsson skrifar 20. júlí 2008 06:00 Á síðustu öld gerðu listamenn í stórum stíl uppreisn gegn formi og reglum sem þeim fannst sníða sköpun sinni of þröngan stakk. Skáldin sprengdu utan af sér formið og sögðu hefðbundinni bragfræði stríð á hendur. Myndlistarmenn lögðu pensla og striga til hliðar og unnu með öðrum verkfærum. Jafnvel gat listin verið í því einu fólgin að setja gamlan hlut í nýtt samhengi. Fyrir þetta uppgjör standa allir sæmilega listhneigðir menn í þakkarskuld við þá enn þann dag í dag. Þeir sem fylgdu í kjölfarið virðast hins vegar upp til hópa algerlega hafa misskilið um hvað uppreisnin snerist, gegn hverju andófið beindist. Uppreisnin var nefnilega ekki gegn forminu sem slíku, heldur gegn list sem þjónaði engum tilgangi öðrum en forminu, list sem var ekki um neitt annað en uppskriftina að sjálfri sér. Þannig er það vandræðalega augljóst að ástæða þess að langflest skáld yrkja formlaus ljóð nú á dögum er ekki að þau hafi sprengt formið utan af sér, heldur að þau gætu ekki fyllt upp í það þótt þau reyndu. Einu sinni sagði leikstjóri við leikhóp sem ég var í að við ættum alls ekki að hafa gaman af þessu. Það væri ekki tilgangurinn, tilgangurinn væri að áhorfendur hefðu gaman af þessu. Það tókst. Áhorfendur höfðu gaman af sýningunni og viti menn: Það veitti okkur aðstandendum hennar ánægju. Þetta rifjaðist upp fyrir mér um daginn vegna þess að ég varð vitni að listsköpun ungmenna. Þau spiluðu ekki óhljóð af bandi í sal með flöktandi ljósum eða héngu hreyfingarlaus í neti eins og nú tíðkast aðallega, heldur stilltu þau sér upp á almannafæri og sungu rammfalskt. Gjörningurinn var sennilega í því fólginn hvað þau voru í bjánalegum búningum og með asnalega andlitsmálningu. Eflaust höfðu þau sjálf mjög gaman af þessu. En ef þau hefðu lagt einhverja vinnu í að æfa sönginn hefði ánægja áheyrenda af uppákomunni hugsanlega orðið einhver. Fyrir vikið hefði ánægja þeirra sjálfra af henni kannski rist dýpra. Þess vegna langar mig að frábiðja mér allan þennan frumleika og óska eftir því að fá að sjá einhverja hæfileika. Það er ólíkt skemmtilegra að heyra gamalt lag leikið vel en að heyra glænýtt glamur. Mér finnst nefnilega mun merkilegra að kunna á hljóðfæri en að geta misþyrmt því á áður óþekktan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Á síðustu öld gerðu listamenn í stórum stíl uppreisn gegn formi og reglum sem þeim fannst sníða sköpun sinni of þröngan stakk. Skáldin sprengdu utan af sér formið og sögðu hefðbundinni bragfræði stríð á hendur. Myndlistarmenn lögðu pensla og striga til hliðar og unnu með öðrum verkfærum. Jafnvel gat listin verið í því einu fólgin að setja gamlan hlut í nýtt samhengi. Fyrir þetta uppgjör standa allir sæmilega listhneigðir menn í þakkarskuld við þá enn þann dag í dag. Þeir sem fylgdu í kjölfarið virðast hins vegar upp til hópa algerlega hafa misskilið um hvað uppreisnin snerist, gegn hverju andófið beindist. Uppreisnin var nefnilega ekki gegn forminu sem slíku, heldur gegn list sem þjónaði engum tilgangi öðrum en forminu, list sem var ekki um neitt annað en uppskriftina að sjálfri sér. Þannig er það vandræðalega augljóst að ástæða þess að langflest skáld yrkja formlaus ljóð nú á dögum er ekki að þau hafi sprengt formið utan af sér, heldur að þau gætu ekki fyllt upp í það þótt þau reyndu. Einu sinni sagði leikstjóri við leikhóp sem ég var í að við ættum alls ekki að hafa gaman af þessu. Það væri ekki tilgangurinn, tilgangurinn væri að áhorfendur hefðu gaman af þessu. Það tókst. Áhorfendur höfðu gaman af sýningunni og viti menn: Það veitti okkur aðstandendum hennar ánægju. Þetta rifjaðist upp fyrir mér um daginn vegna þess að ég varð vitni að listsköpun ungmenna. Þau spiluðu ekki óhljóð af bandi í sal með flöktandi ljósum eða héngu hreyfingarlaus í neti eins og nú tíðkast aðallega, heldur stilltu þau sér upp á almannafæri og sungu rammfalskt. Gjörningurinn var sennilega í því fólginn hvað þau voru í bjánalegum búningum og með asnalega andlitsmálningu. Eflaust höfðu þau sjálf mjög gaman af þessu. En ef þau hefðu lagt einhverja vinnu í að æfa sönginn hefði ánægja áheyrenda af uppákomunni hugsanlega orðið einhver. Fyrir vikið hefði ánægja þeirra sjálfra af henni kannski rist dýpra. Þess vegna langar mig að frábiðja mér allan þennan frumleika og óska eftir því að fá að sjá einhverja hæfileika. Það er ólíkt skemmtilegra að heyra gamalt lag leikið vel en að heyra glænýtt glamur. Mér finnst nefnilega mun merkilegra að kunna á hljóðfæri en að geta misþyrmt því á áður óþekktan hátt.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun