Erlent

Náðaður heldur seint

Óli Tynes skrifar
Colinn Campbell var hengdur árið 1922.
Colinn Campbell var hengdur árið 1922.

Ástralinn Colin Campbell hefur verið náðaður vegna nauðgunar og morðs á tólf ára gamalli telpu.

Því miður var hann hengdur fyrir þetta meinta brot árið 1922. Ástæðan fyrir því að hann er náðaður en ekki sýknaður er sú að af augljósum ástæðum er ekki hægt að taka málið upp aftur.

Campbell sem var veitingamaður var sakaður um að hafa gefið telpunni áfengi á gamlárskvöld árið 1921.

Hann hafi svo nauðgað henni og kyrkt. Einu sönnunargögnin gegn honum voru hár á teppi. Saksóknarinn hélt því fram að þau hefðu tilheyrt hinni tólf ára gömlu Ölmu Tirtschke.

Þrátt fyrir að hann hefði fjarvistarsönnun var Campbell sakfelldur og hengdur fjórum mánuðum síðar.

Ný rannsókn hefur nú leitt í ljós að hárin voru alls ekki af Ölmu. Því var Campbell náðaður, 86 árum eftir að hann var hengdur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×