Íslenski boltinn

Íslensk knattspyrna 2008 komin út

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aðalmynd á kápu er af leikmönnum íslenska landsliðsins fagna marki Söru Bjarkar Gunnarsdóttur gegn Grikkjum í júní síðastliðnum.
Aðalmynd á kápu er af leikmönnum íslenska landsliðsins fagna marki Söru Bjarkar Gunnarsdóttur gegn Grikkjum í júní síðastliðnum. Mynd/Tindur

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út nýjustu viðbót við bókaflokk Víðis Sigurðssonar um íslenska knattspyrnu.

Íslensk knattspyrna 2008 er 28. bókin í röðinni en hún er gefin út í samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands. Í henni má finna úrslit allra leikja á vegum KSÍ á árinu.

Bókin í ár er stærri en nokkru sinni fyrr en hún telur 240 blaðsíður. Þar má finna ítarlega umfjöllun um Íslandsmótin, íslensku landsliðin og allt er viðkemur íslenskri knattspyrnu.

Að þessu sinni eru lengri viðtöl við Dóru Maríu Lárusdóttur og Guðmund Steinarsson sem voru valin leikmenn ársins á lokahófi KSÍ, auk þess við Davíð Þór Viðarsson og Hólmfríði Magnúsdóttur.

Verð er kr. 5.590.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×