Karl tekur upp eftirstríðsmynd í Tékklandi 10. nóvember 2008 06:15 Karl segir sögu Tékklands vera magnaða og hrikalega í senn. Hann er nú að taka upp tékkneska stórmynd í Prag. „Ég hef unnið með leikstjóra myndarinnar,Tomás Masín, áður. Við höfum gert nokkrar auglýsingar saman hérna í Tékklandi. Hann hringdi í mig og bauð mér verkefnið og þetta var einfaldlega of gott tilboð til að hafna því,“ segir kvikmyndatökumaðurinn Karl Óskarsson. Hann hefur undanfarna mánuði unnið að því að stjórna tökunum í tékknesku stórmyndinni Þrjár Árstíðir í Helvíti sem fram fara í Prag og víðar í Tékklandi. Þrjár árstíðir í Helvíti gerist á árunum eftir seinna stríða þegar sovéski kommúnistabjörninn er farinn að herða tökin í tékknesku þjóðlífi. Karl segir þetta vera stóra og mikla mynd á evrópskan mælikvarða þótt vissulega myndu hún blikna hvað kostnað varðar í samanburði við amerískar stórmyndir. „Sem betur fer er hún þó að mestu leyti óháð fjármagni frá sterkum markaðsöflum,“ segir Karl. Lausafjárskreppan illræmda hefur því lítil áhrif á gerð hennar. Kvikmyndatökumaðurinn segist hafa fengið óvenjulegt tækifæri til að kynnast átakamiklum kafla í lífi tékknesku þjóðarinnar. Þjóðar sem stóð mjög framarlega í evrópsku athafna-og menningarlífi áður en seinni heimstyrjöldin brast á með öllum sínum hörmungum. „Tékkar létu undan hótunum Hitlers og sluppu þannig að mestu við eyðilegginguna. Hins vegar var óheppni þeirra fólgin í því að lenda röngum megin við strikið,“ útskýrir Karl og vísar þar til þess þegar Evrópu var skipt í Vesturlönd og Austantjaldsblokkina að loknu stríðinu Að sögn Karls er kvikmyndahefðin ákaflega sterk í Tékklandi. Og það sé engin tilviljun að stórmyndir á borð við Casino Royal hafi verið teknar upp í Prag. Launin séu lág en kvikmyndagerðarfólkið ákaflega fært í sínu fagi. „Hitler lét byggja hér Barandoff-kvikmyndaverin sem eru ákaflega glæsileg og enn notuð í dag.“ Karl hóf undirbúning fyrir verkefnið í ágúst og fór síðan út í september. Hefur unnið nánast linnulaust síðan þá. Hann var því víðsfjarri þegar íslenska efnahagskerfið hrundi og þjóðin fór á aðra hliðina. „Ég tel það eiginlega vera heppni að hafa verið að vinna svona mikið á þessum tíma. Maður hefur samt ekkert verið að eyða hádegishléunum í að spjalla á léttu nótunum við vinnufélagana heldur bara hangið á netinu og reynt að leita frétta af ástandinu,“ segir Karl. Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Ég hef unnið með leikstjóra myndarinnar,Tomás Masín, áður. Við höfum gert nokkrar auglýsingar saman hérna í Tékklandi. Hann hringdi í mig og bauð mér verkefnið og þetta var einfaldlega of gott tilboð til að hafna því,“ segir kvikmyndatökumaðurinn Karl Óskarsson. Hann hefur undanfarna mánuði unnið að því að stjórna tökunum í tékknesku stórmyndinni Þrjár Árstíðir í Helvíti sem fram fara í Prag og víðar í Tékklandi. Þrjár árstíðir í Helvíti gerist á árunum eftir seinna stríða þegar sovéski kommúnistabjörninn er farinn að herða tökin í tékknesku þjóðlífi. Karl segir þetta vera stóra og mikla mynd á evrópskan mælikvarða þótt vissulega myndu hún blikna hvað kostnað varðar í samanburði við amerískar stórmyndir. „Sem betur fer er hún þó að mestu leyti óháð fjármagni frá sterkum markaðsöflum,“ segir Karl. Lausafjárskreppan illræmda hefur því lítil áhrif á gerð hennar. Kvikmyndatökumaðurinn segist hafa fengið óvenjulegt tækifæri til að kynnast átakamiklum kafla í lífi tékknesku þjóðarinnar. Þjóðar sem stóð mjög framarlega í evrópsku athafna-og menningarlífi áður en seinni heimstyrjöldin brast á með öllum sínum hörmungum. „Tékkar létu undan hótunum Hitlers og sluppu þannig að mestu við eyðilegginguna. Hins vegar var óheppni þeirra fólgin í því að lenda röngum megin við strikið,“ útskýrir Karl og vísar þar til þess þegar Evrópu var skipt í Vesturlönd og Austantjaldsblokkina að loknu stríðinu Að sögn Karls er kvikmyndahefðin ákaflega sterk í Tékklandi. Og það sé engin tilviljun að stórmyndir á borð við Casino Royal hafi verið teknar upp í Prag. Launin séu lág en kvikmyndagerðarfólkið ákaflega fært í sínu fagi. „Hitler lét byggja hér Barandoff-kvikmyndaverin sem eru ákaflega glæsileg og enn notuð í dag.“ Karl hóf undirbúning fyrir verkefnið í ágúst og fór síðan út í september. Hefur unnið nánast linnulaust síðan þá. Hann var því víðsfjarri þegar íslenska efnahagskerfið hrundi og þjóðin fór á aðra hliðina. „Ég tel það eiginlega vera heppni að hafa verið að vinna svona mikið á þessum tíma. Maður hefur samt ekkert verið að eyða hádegishléunum í að spjalla á léttu nótunum við vinnufélagana heldur bara hangið á netinu og reynt að leita frétta af ástandinu,“ segir Karl.
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira