Trevor Immelman frá Suður-Afríku hefur 2 högga forystu eftir þriðju umferðina á Masters mótinu í golfi sem fram fer á Augusta-vellinum í Georgíu.
Immelman hefur verið í forystu allt mótið til þessa og ef hann heldur rétt á spöðunum á lokasprettinum verður hann fyrsti maðurinn til að halda forystu allt mótið. Hann hefur aldrei unnið risamót á ferlinum.
Immelman er samtals á 11 höggum undir pari á mótinu. Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker er í öðru sæti á 9 höggum undir pari og Steve Flesh á 8 undir.
Tiger Woods sótti vel á efstu menn í gær og vann sig upp í fimmta sætið og er á 5 undir pari.
Stöð 2 Sport er með útsendingar frá mótinu alla helgina.