Gangan Einar Mar Jónsson skrifar 22. júlí 2008 16:35 Sunnudagseftirmiðdag síðla í maí var ég á leiðinni frá Bastillutorginu í París í átt að Lýðveldistorginu, Place de la République. Aldrei þessu vant voru þessar breiðgötur auðar og tómar, en ég tók brátt eftir því að fáeinir lögreglubílar stóðu hér og hvar og ábúðarfullir menn í kring og lokuðu fyrir alla umferð. Svo mætti ég breiðri röð lögregluþjóna sem náði þvert yfir götuna og gekk hægt í áttina þangað sem ég stóð, en margir þeirra voru þó sífellt að gjóa augunum aftur fyrir sig. Þá sá ég hvað var á seyði: þarna voru verðir laganna að ryðja veginn fyrir mótmælagöngu, enda kom nú á eftir þeim litrík fylking manna með sín mótmælaspjöld og gjallarhorn. Þetta voru sem sé kennarar úr framhaldsskólum víða um Frakkland og nemendur þeirra að mótmæla mikilli fækkun á kennarastöðum: hefur nú verið ákveðið að skera níu þúsund kennarastöður niður við trog næsta haust, en það er einungis byrjunin, sláturtíðin heldur áfram á komandi árum. Ég gekk meðfram mannfjöldanum og virti hann fyrir mér um stund. „Þetta er mikil mótmælaganga," sagði fylgjunautur minn. „Finnst þér það virkilega?" sagði ég. „Þú hefðir átt að vera hér í maí 68, þá hefðirðu séð alvöru mótmælagöngur. Þá voru Daniel Cohn-Bendit og Alain Geismar í broddi fylkingar, og það voru karlar í krapinu, skal ég segja þér. Og á eftir þeim kom manngrúinn, þrjú hundruð þúsund manns ef ekki meira, með kröfuspjöld og vígorð sem voru hreinn og tær skáldskapur. Rauðu fánarnir voru alls staðar á lofti eins og þéttur skógur, og menn sungu Nallann svo borgin nötraði. Og yfirvöldin voru eins og hræddir hérar..." „Þegiðu", sagði fylgjunautur minn. „Þú ert orðinn elliær." Við héldum áfram upp á Lýðveldistorg, gangan kom á móti okkur og sá ekki fyrir endann á henni. Ég varð að viðurkenna að þetta voru voldug mótmæli á sinn hátt; þótt menn teygðu úr fylkingunni með því að ganga dreift var ekki vafi á að þarna voru nokkrir tugir þúsunda manna, og eins og gjarnan ber við í slíkum aðgerðum vantaði ekki að hugarflugið væri með í ferðinni. Nemendur framhaldsskóla gengu hópum saman og báru á höfðinu húfur með löngum asnaeyrum, og átti það að gefa til kynna andlegt ástand þeirra, ef niðurskurðurinn næði fram að ganga; í miðri göngunni var roskinn maður sem ýtti á undan sér e.k. litlum valtara til merkis um að yfirvöldin reyndu nú að valta yfir allt og alla; maður spígsporaði um allt á stultum og gnæfði yfir aðra, en tveir menn gengu hlið við hlið dulbúnir eins og gíraffar; bílar óku um með gjallarhorn, þaðan hljómuðu setningar sem göngumenn svöruðu síðan í kór og heyrðust mér það vera brot úr leikritinu um Bubba kóng eða a.m.k. í þeim anda og snúast um niðurskurð af ýmsu tagi. Svo voru sungnir útúrsnúningar á ýmsum lögum. Maður í gervi Sarkozys lét taka af sér mynd fyrir framan skilti verslunar á Lýðveldistorgi sem bar heitið „Trúður lýðveldisins". Ekki var við öðru að búast því ærið var tilefnið. Kennarar velta því fyrir sér hvernig hægt verði að halda uppi kennslu með þessum niðurskurði, ekki er hægt að fjölga í bekkjum meira en orðið er, það leyfa öryggisreglur ekki, enda eru skólastofur oftast fullar út úr dyrum, og þá er hætt við að eina lausnin verði sú að fækka tímum, leggja niður valgreinar og annað eftir því. Menntamálaráðherra hefur gefið stórorðar yfirlýsingar um að mikill fjöldi kennara sé alls ekki við kennslu, t.d. í alls kyns leyfum, og það þurfi að halda þessum lýð að vinnu, en kennarar velta því fyrir sér hvernig það muni ganga ef krabbameinssjúklingar á lokastigi og konur komnar á steypirinn eiga að fara að kenna óstýrilátum nemendum leikfimi. En þrátt fyrir þetta allt fannst mér einhver daufur andi vera yfir mótmælagöngunni, það var eins og ekki væri fullkomin sannfæring bak við þetta allt. „Það er þetta spaug og þessi trúðslæti sem eru ekki við hæfi", sagði fylgjunautur minn, vafalaust með hugann við hina miklu alvöru málsins. En þetta spaug er gömul hefð og náði miklu hámarki fyrir fjórum áratugum, það var eitthvað annað sem vantaði. Skýringuna fékk ég skömmu síðar, þegar menntamálaráðherrann lýsti því yfir að hann væri reiðubúinn til að ræða við stéttarfélög kennara, en frá niðurskurðinum yrði ekki snúið, og gat þá enginn séð að neitt væri til að ræða um. Síkar yfirlýsingar hafði hann reyndar áður gefið. Nú eru nefnilega úr gildi gengin þau ævafornu sannindi að við ekkert séu yfirvöld jafn hrædd og sína eigin þegna. Þess vegna getur ráðherrann látið sér það sem vind um eyru þjóta, þótt verkföll séu í skólum um allt land og menn mæli göturnar dulbúnir eins og gíraffar. Og þegar yfirvöldin lifa ánægð í fullkomnu óttaleysi og koma fram samkvæmt því er hætt við að holur hljómur sé í mótmælum almennings. Þangað til annað sannara reynist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Sunnudagseftirmiðdag síðla í maí var ég á leiðinni frá Bastillutorginu í París í átt að Lýðveldistorginu, Place de la République. Aldrei þessu vant voru þessar breiðgötur auðar og tómar, en ég tók brátt eftir því að fáeinir lögreglubílar stóðu hér og hvar og ábúðarfullir menn í kring og lokuðu fyrir alla umferð. Svo mætti ég breiðri röð lögregluþjóna sem náði þvert yfir götuna og gekk hægt í áttina þangað sem ég stóð, en margir þeirra voru þó sífellt að gjóa augunum aftur fyrir sig. Þá sá ég hvað var á seyði: þarna voru verðir laganna að ryðja veginn fyrir mótmælagöngu, enda kom nú á eftir þeim litrík fylking manna með sín mótmælaspjöld og gjallarhorn. Þetta voru sem sé kennarar úr framhaldsskólum víða um Frakkland og nemendur þeirra að mótmæla mikilli fækkun á kennarastöðum: hefur nú verið ákveðið að skera níu þúsund kennarastöður niður við trog næsta haust, en það er einungis byrjunin, sláturtíðin heldur áfram á komandi árum. Ég gekk meðfram mannfjöldanum og virti hann fyrir mér um stund. „Þetta er mikil mótmælaganga," sagði fylgjunautur minn. „Finnst þér það virkilega?" sagði ég. „Þú hefðir átt að vera hér í maí 68, þá hefðirðu séð alvöru mótmælagöngur. Þá voru Daniel Cohn-Bendit og Alain Geismar í broddi fylkingar, og það voru karlar í krapinu, skal ég segja þér. Og á eftir þeim kom manngrúinn, þrjú hundruð þúsund manns ef ekki meira, með kröfuspjöld og vígorð sem voru hreinn og tær skáldskapur. Rauðu fánarnir voru alls staðar á lofti eins og þéttur skógur, og menn sungu Nallann svo borgin nötraði. Og yfirvöldin voru eins og hræddir hérar..." „Þegiðu", sagði fylgjunautur minn. „Þú ert orðinn elliær." Við héldum áfram upp á Lýðveldistorg, gangan kom á móti okkur og sá ekki fyrir endann á henni. Ég varð að viðurkenna að þetta voru voldug mótmæli á sinn hátt; þótt menn teygðu úr fylkingunni með því að ganga dreift var ekki vafi á að þarna voru nokkrir tugir þúsunda manna, og eins og gjarnan ber við í slíkum aðgerðum vantaði ekki að hugarflugið væri með í ferðinni. Nemendur framhaldsskóla gengu hópum saman og báru á höfðinu húfur með löngum asnaeyrum, og átti það að gefa til kynna andlegt ástand þeirra, ef niðurskurðurinn næði fram að ganga; í miðri göngunni var roskinn maður sem ýtti á undan sér e.k. litlum valtara til merkis um að yfirvöldin reyndu nú að valta yfir allt og alla; maður spígsporaði um allt á stultum og gnæfði yfir aðra, en tveir menn gengu hlið við hlið dulbúnir eins og gíraffar; bílar óku um með gjallarhorn, þaðan hljómuðu setningar sem göngumenn svöruðu síðan í kór og heyrðust mér það vera brot úr leikritinu um Bubba kóng eða a.m.k. í þeim anda og snúast um niðurskurð af ýmsu tagi. Svo voru sungnir útúrsnúningar á ýmsum lögum. Maður í gervi Sarkozys lét taka af sér mynd fyrir framan skilti verslunar á Lýðveldistorgi sem bar heitið „Trúður lýðveldisins". Ekki var við öðru að búast því ærið var tilefnið. Kennarar velta því fyrir sér hvernig hægt verði að halda uppi kennslu með þessum niðurskurði, ekki er hægt að fjölga í bekkjum meira en orðið er, það leyfa öryggisreglur ekki, enda eru skólastofur oftast fullar út úr dyrum, og þá er hætt við að eina lausnin verði sú að fækka tímum, leggja niður valgreinar og annað eftir því. Menntamálaráðherra hefur gefið stórorðar yfirlýsingar um að mikill fjöldi kennara sé alls ekki við kennslu, t.d. í alls kyns leyfum, og það þurfi að halda þessum lýð að vinnu, en kennarar velta því fyrir sér hvernig það muni ganga ef krabbameinssjúklingar á lokastigi og konur komnar á steypirinn eiga að fara að kenna óstýrilátum nemendum leikfimi. En þrátt fyrir þetta allt fannst mér einhver daufur andi vera yfir mótmælagöngunni, það var eins og ekki væri fullkomin sannfæring bak við þetta allt. „Það er þetta spaug og þessi trúðslæti sem eru ekki við hæfi", sagði fylgjunautur minn, vafalaust með hugann við hina miklu alvöru málsins. En þetta spaug er gömul hefð og náði miklu hámarki fyrir fjórum áratugum, það var eitthvað annað sem vantaði. Skýringuna fékk ég skömmu síðar, þegar menntamálaráðherrann lýsti því yfir að hann væri reiðubúinn til að ræða við stéttarfélög kennara, en frá niðurskurðinum yrði ekki snúið, og gat þá enginn séð að neitt væri til að ræða um. Síkar yfirlýsingar hafði hann reyndar áður gefið. Nú eru nefnilega úr gildi gengin þau ævafornu sannindi að við ekkert séu yfirvöld jafn hrædd og sína eigin þegna. Þess vegna getur ráðherrann látið sér það sem vind um eyru þjóta, þótt verkföll séu í skólum um allt land og menn mæli göturnar dulbúnir eins og gíraffar. Og þegar yfirvöldin lifa ánægð í fullkomnu óttaleysi og koma fram samkvæmt því er hætt við að holur hljómur sé í mótmælum almennings. Þangað til annað sannara reynist.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun