Guðlastari ritar um guðsmann 6. nóvember 2008 04:30 Úlfur Þormóðsson „Er það ekki hæfilegt? Svo má finna þess merki í gömlum frásögnum að kirkjunni þótti sumt í Passíusálmum jaðra við guðlast," segir Úlfar Þormóðsson rithöfundur sem sent hefur frá sér sögulega skáldsögu um sjálfan séra Hallgrím Pétursson. Án þess að farið sé nánar út í það var Úlfar, þá ritstjóri spaugblaðsins Spegilsins, dæmdur fyrir guðlast. Spegillinn var gerður upptækur að beiðni ríkislögreglustjóra. Hallgrímur er hins vegar eitt af stóru nöfnunum í kirkjusögunni, og reyndar menningarsögunni allri, en Úlfar segir þó engan hafa fett fingur út í að hann sé að fjalla um Hallgrím. „Þetta eru nú bara tveir Skagfirðingar að tala saman," segir Úlfar. Og skýtur ekki loku fyrir að þeir séu skyldir. „Hann átti langalangafa sem var kaþólskur prestur og átti fimmtíu börn auk lausaleiksbarna. Við náum saman þar." Bók Úlfars um Hallgrím er nýlega komin út og hafa viðbrögð þeirra sem hafa lesið verið afar góð að sögn Úlfars. Svo góð að hann er nánast feiminn. Myndin sem dregin er upp af Hallgrími er sú að hann hafi verið holdlegur og breyskur maður. Úlfar hefur ekki fengið viðbrögð frá kirkjunnar mönnum. Ekki enn. „Kirkjan er yfirleitt svifasein. Þeir voru með kirkjuþing, ætluðu sér að gera eitthvað voðalega mikið en svo heyrist ekkert í þeim. Þeir eiga líklega eftir að lesa þetta blessaðir mennirnir. Þeir eru sæmilega launaðir og ættu að hafa efni á að kaupa bókina. Ef þeir eru ekki mjög fastir á fé, nema þeir hafi tapað því í ofursjóðum," segir Úlfar. Sem telur reyndar að kirkjan ætti að þakka sér að frelsa Hallgrím úr ofurþögn guðshúsanna - þar sem hann á ekki heima. Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Er það ekki hæfilegt? Svo má finna þess merki í gömlum frásögnum að kirkjunni þótti sumt í Passíusálmum jaðra við guðlast," segir Úlfar Þormóðsson rithöfundur sem sent hefur frá sér sögulega skáldsögu um sjálfan séra Hallgrím Pétursson. Án þess að farið sé nánar út í það var Úlfar, þá ritstjóri spaugblaðsins Spegilsins, dæmdur fyrir guðlast. Spegillinn var gerður upptækur að beiðni ríkislögreglustjóra. Hallgrímur er hins vegar eitt af stóru nöfnunum í kirkjusögunni, og reyndar menningarsögunni allri, en Úlfar segir þó engan hafa fett fingur út í að hann sé að fjalla um Hallgrím. „Þetta eru nú bara tveir Skagfirðingar að tala saman," segir Úlfar. Og skýtur ekki loku fyrir að þeir séu skyldir. „Hann átti langalangafa sem var kaþólskur prestur og átti fimmtíu börn auk lausaleiksbarna. Við náum saman þar." Bók Úlfars um Hallgrím er nýlega komin út og hafa viðbrögð þeirra sem hafa lesið verið afar góð að sögn Úlfars. Svo góð að hann er nánast feiminn. Myndin sem dregin er upp af Hallgrími er sú að hann hafi verið holdlegur og breyskur maður. Úlfar hefur ekki fengið viðbrögð frá kirkjunnar mönnum. Ekki enn. „Kirkjan er yfirleitt svifasein. Þeir voru með kirkjuþing, ætluðu sér að gera eitthvað voðalega mikið en svo heyrist ekkert í þeim. Þeir eiga líklega eftir að lesa þetta blessaðir mennirnir. Þeir eru sæmilega launaðir og ættu að hafa efni á að kaupa bókina. Ef þeir eru ekki mjög fastir á fé, nema þeir hafi tapað því í ofursjóðum," segir Úlfar. Sem telur reyndar að kirkjan ætti að þakka sér að frelsa Hallgrím úr ofurþögn guðshúsanna - þar sem hann á ekki heima.
Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið