Á sjálfu alnetinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 13. júlí 2008 06:00 Það er dálítið atriði að fylgja tískunni. Núna er málið að eiga facebooksíðu. Þetta vissi ég fyrir lifandis löngu og benti eiginmanninum reglulega á að í framtíðinni verði þeir ekki til sem ekki eru til á facebook. Ég þóttist skynja að aldursmunur væri farinn að há okkur, enda rúmt ár á milli okkar hjóna. Þeir sem ekki hafa opnað facebooksíðu skilja ekki hvað í þessu felst. Menn verða að upplifa facebook. Lærð skilgreining á facebook ku vera að um sé að ræða stig á milli sms- skilaboða og myspace. Smávægilegur galli þessarar skilgreiningar er þó sá, að þeir sem ekki þekkja facebook vita að líkindum ekki hvað myspace er. En hvað um það. Í stuttu máli virðist facebook vera eins og lokuð bloggsíða þar sem menn keppast um að eiga sem flesta pennavini og greina vinunum frá því hvað þeir séu uppteknir í vinnu og lifi spennandi lífi. Mig dreymir um að bóka "Þorbjörg er á fundi, erlendis" og deila því svo með 300 nánustu vinum. Gott er að eiga fjölda vina sem og flotta vini, sjónvarpsstjörnur, borgarfulltrúa og jafnvel stjörnulögmann, helst auðvitað þannig að þeir hafi átt frumkvæðið að vinskapnum á facebook með því að "adda" manni. Nú er eiginmaðurinn loksins kominn með facebooksíðu og við komin í harðvítuga samkeppni um fjölda pennavina. Gleðilegir endurfundir verða iðulega á facebook. Au pair stúlkan finnur fjölskylduna í Austurríki sem hún hafði glatað heimilisfanginu hjá. Og nú geta fínni frúr hætt að tala um að þær verði að fara að hittast þegar þær rekast á aðrar fínar. Þess þarf ekki lengur og kaffiboð eru algjörlega liðin tíð. Facebooknotanda auðnast nefnilega daglegar upplýsingar um hagi vina og kunningja. Tilkomumikil frásögn, sem kæmi í beinu framhaldi af fundarhöldum í útlöndum, gæti jafnframt verið að bóka "Þorbjörg leggur nýbakaðar skonsur á morgunverðar(hlað)borðið. Hún straujar dagblaðið fyrir eiginmanninn. Honum finnst svo notalegt þegar snarkar í blaðinu." Fólk hefur aldrei verið eins upptekið við að gera jafnlítið þökk sé heimasíðum, tölvupósti, spjallforritum, bloggi og nú síðast facebook. Hinn vanmetni samfélagsrýnir bloggar eins og hann eigi lífið að leysa og í facebookveröldinni er rífandi gangur hjá öllum. Bloggarinn var valinn maður ársins af Time árið 2006. Innan tíðar verður facebook ein af grunnstoðum samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Það er dálítið atriði að fylgja tískunni. Núna er málið að eiga facebooksíðu. Þetta vissi ég fyrir lifandis löngu og benti eiginmanninum reglulega á að í framtíðinni verði þeir ekki til sem ekki eru til á facebook. Ég þóttist skynja að aldursmunur væri farinn að há okkur, enda rúmt ár á milli okkar hjóna. Þeir sem ekki hafa opnað facebooksíðu skilja ekki hvað í þessu felst. Menn verða að upplifa facebook. Lærð skilgreining á facebook ku vera að um sé að ræða stig á milli sms- skilaboða og myspace. Smávægilegur galli þessarar skilgreiningar er þó sá, að þeir sem ekki þekkja facebook vita að líkindum ekki hvað myspace er. En hvað um það. Í stuttu máli virðist facebook vera eins og lokuð bloggsíða þar sem menn keppast um að eiga sem flesta pennavini og greina vinunum frá því hvað þeir séu uppteknir í vinnu og lifi spennandi lífi. Mig dreymir um að bóka "Þorbjörg er á fundi, erlendis" og deila því svo með 300 nánustu vinum. Gott er að eiga fjölda vina sem og flotta vini, sjónvarpsstjörnur, borgarfulltrúa og jafnvel stjörnulögmann, helst auðvitað þannig að þeir hafi átt frumkvæðið að vinskapnum á facebook með því að "adda" manni. Nú er eiginmaðurinn loksins kominn með facebooksíðu og við komin í harðvítuga samkeppni um fjölda pennavina. Gleðilegir endurfundir verða iðulega á facebook. Au pair stúlkan finnur fjölskylduna í Austurríki sem hún hafði glatað heimilisfanginu hjá. Og nú geta fínni frúr hætt að tala um að þær verði að fara að hittast þegar þær rekast á aðrar fínar. Þess þarf ekki lengur og kaffiboð eru algjörlega liðin tíð. Facebooknotanda auðnast nefnilega daglegar upplýsingar um hagi vina og kunningja. Tilkomumikil frásögn, sem kæmi í beinu framhaldi af fundarhöldum í útlöndum, gæti jafnframt verið að bóka "Þorbjörg leggur nýbakaðar skonsur á morgunverðar(hlað)borðið. Hún straujar dagblaðið fyrir eiginmanninn. Honum finnst svo notalegt þegar snarkar í blaðinu." Fólk hefur aldrei verið eins upptekið við að gera jafnlítið þökk sé heimasíðum, tölvupósti, spjallforritum, bloggi og nú síðast facebook. Hinn vanmetni samfélagsrýnir bloggar eins og hann eigi lífið að leysa og í facebookveröldinni er rífandi gangur hjá öllum. Bloggarinn var valinn maður ársins af Time árið 2006. Innan tíðar verður facebook ein af grunnstoðum samfélagsins.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun