Íbúðalánasjóður 15. apríl 2008 11:04 Afhverju heyrist ekki lengur í þeim háværu röddum sem kröfðust þess að Íbúðalánasjóður yrði lagður niður í núverandi mynd? Ástæðan er einföld. Hrakspár manna sem sögðu að viðskiptabankarnir réðu ekki við verkefnið hafa gengið eftir. Ofþeynsla. Útrásarfyllerí. Timburmenn. Lausafjárþurrð. Eftir sitja spámenn í eigin föðurlandi. Auðvitað er Íbúðarlánasjóður lífsnauðsynlegur fyrir fasteignamarkaðinn. Og þótt eðlilegt sé að fara varlega í ríkisrekstri er óeðlilegt gefa viðskiptabönkunum eftir mónópólitíska fákeppni á þessu viðkvæma sviði sem varðar lífssparnað fólks. Eiga íbúðakaup að vera lífsins lotterí ... háð spákaupmennsku manna sem kaupauka sig í gegnum góðærið en heimta svo ríkisaðstoð þegar á bjátar? Nei. Frjálshyggjan er auðvitað fín ... en í föstum skorðum. Og frelsi viðskiptalífsins er í rauninni aldrei frjálst ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Afhverju heyrist ekki lengur í þeim háværu röddum sem kröfðust þess að Íbúðalánasjóður yrði lagður niður í núverandi mynd? Ástæðan er einföld. Hrakspár manna sem sögðu að viðskiptabankarnir réðu ekki við verkefnið hafa gengið eftir. Ofþeynsla. Útrásarfyllerí. Timburmenn. Lausafjárþurrð. Eftir sitja spámenn í eigin föðurlandi. Auðvitað er Íbúðarlánasjóður lífsnauðsynlegur fyrir fasteignamarkaðinn. Og þótt eðlilegt sé að fara varlega í ríkisrekstri er óeðlilegt gefa viðskiptabönkunum eftir mónópólitíska fákeppni á þessu viðkvæma sviði sem varðar lífssparnað fólks. Eiga íbúðakaup að vera lífsins lotterí ... háð spákaupmennsku manna sem kaupauka sig í gegnum góðærið en heimta svo ríkisaðstoð þegar á bjátar? Nei. Frjálshyggjan er auðvitað fín ... en í föstum skorðum. Og frelsi viðskiptalífsins er í rauninni aldrei frjálst ... -SER.