Æft fyrir Edinborgarhátíð 9. júlí 2008 06:00 Hamrar Sýningu með áhorfendum Snorri Hergill athugar hvað er fyndið.Mynd/GUnnar Freyr Fyrsta uppistand Snorra Hergils Kristjánssonar á Organ undir nafninu Happy Mondays, var á mánudag. Uppistandið er undirbúningur fyrir hina risastóru og virtu Edenborgarhátíð, sem honum var boðið á. Snorri Hergill hefur löngum búið í London og staðið fyrir uppistandi þar, en hann var kosinn næstfyndnasti maður Íslands 2002. Þá er Snorri lærður leikari úr LAMDA-skólanum. „Þetta er svona vinnustofupæling. Ég hendi út efni sem ég er með og athuga hvað virkar og hvað ekki. Það er enginn betri staður til að hamra sýninguna á en í smiðju áhorfenda. Það er svo erfitt að gera svona einn. Þá situr maður bara og hugsar ætli þetta sé fyndið? Ætli einhver elski mig? Sem er svolítið sorglegt,“ segir Snorri Hergill Kristjánsson um uppistand sitt á mánudagskvöldum á Organ, Sýningin verður í þróun í allan júlí, út frá áhorfendum. „Nú fer ég í það að laga, klippa, líma og breyta. Reyna að muna eftir að segja brandara eins og: I wanted to do my preview in Iceland because I‘m large, quite pale and hairy. What could possibly go wrong?“ Það er ekkert smámál að vera fenginn á Edinborgarhátíðina. „Eddie Izzard fór á tólf Edinborgarhátíðir í röð. Það hafa allir sem eru eitthvað farið þarna í gegn. Þetta er staðurinn þar sem uppistandarar í Evrópu, jafnvel heiminum, búa sér til nafn,“ segir Snorri. Uppistand hans á Organ er á ensku, eins og hátíðin. Hvernig taka Íslendingar því? „Um fjörutíu prósent af gestum á mánudaginn voru útlendingar. Íslendingar hafa líka mjög gaman af gríni á ensku, þó mér þyki alltaf vænna um að gera grín á ástkæra ylhýra. En fólk tekur almennt vel í þetta.“ Hann segist þurfa að breyta ýmsu í sýningunni fyrir íslenskan markhóp. „Það sem ég þarf að breyta eru tilvitnanir og tilvísanir. Sumt rennur beint ofan í Bretana sem gengur ekkert ofan í Íslendingana. Ég er að reyna að finna hvað það er og losna við það úr sýningunni. Þess vegna er mjög gott fyrir mig að taka þessa sýningu á Íslandi því þá kemst maður meira að kjarna málsins. Öll skítatrixin virka bara ekki neitt.“ Snorri sér um Laughing Horse, Soho klúbbinn í London á þriðjudögum og Laughing Horse, Queen‘s Head, við Piccadilly Circus tvo daga í viku, en hann komst í úrslit Laughing Horse keppninnar í fyrra. Hvernig er að troða upp í London? „Það er bara hart. Menn eru að reyna að smala áhorfendum, fá þá í hús og skemmta þeim.“ En eru Bretar betur að sér um uppistand? „Það er mjög góð spurning. En það er bara þannig að ef þér finnst eitthvað fyndið, þá hlærðu. Það er kannski meiri djassgeggjarafílingur á uppistandsaðdáendum í Bretlandi. Á endanum er húmor alþjóðlegt fyrirbæri,“ segir Snorri. Ein megin ástæða þess að Snorri prufukeyrir sýninguna, sem ber nafnið Dog Day King, á Íslendingum er til að komast burt frá London og þeirri rútínu að skemmta þrisvar í viku. „Svo er alltaf best að vera á Íslandi. Ísland er best í heimi, það er bara þannig.“ Snorri er einnig að gera sig líkamlega tilbúinn fyrir hátíðina. „Ég er að hlaupa og synda með Rocky-kvikmyndatónlistina í eyrunum.“ Happy Mondays standa út júlí og kostar 1500 krónur inn.kolbruns@frettabladid.is Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Fyrsta uppistand Snorra Hergils Kristjánssonar á Organ undir nafninu Happy Mondays, var á mánudag. Uppistandið er undirbúningur fyrir hina risastóru og virtu Edenborgarhátíð, sem honum var boðið á. Snorri Hergill hefur löngum búið í London og staðið fyrir uppistandi þar, en hann var kosinn næstfyndnasti maður Íslands 2002. Þá er Snorri lærður leikari úr LAMDA-skólanum. „Þetta er svona vinnustofupæling. Ég hendi út efni sem ég er með og athuga hvað virkar og hvað ekki. Það er enginn betri staður til að hamra sýninguna á en í smiðju áhorfenda. Það er svo erfitt að gera svona einn. Þá situr maður bara og hugsar ætli þetta sé fyndið? Ætli einhver elski mig? Sem er svolítið sorglegt,“ segir Snorri Hergill Kristjánsson um uppistand sitt á mánudagskvöldum á Organ, Sýningin verður í þróun í allan júlí, út frá áhorfendum. „Nú fer ég í það að laga, klippa, líma og breyta. Reyna að muna eftir að segja brandara eins og: I wanted to do my preview in Iceland because I‘m large, quite pale and hairy. What could possibly go wrong?“ Það er ekkert smámál að vera fenginn á Edinborgarhátíðina. „Eddie Izzard fór á tólf Edinborgarhátíðir í röð. Það hafa allir sem eru eitthvað farið þarna í gegn. Þetta er staðurinn þar sem uppistandarar í Evrópu, jafnvel heiminum, búa sér til nafn,“ segir Snorri. Uppistand hans á Organ er á ensku, eins og hátíðin. Hvernig taka Íslendingar því? „Um fjörutíu prósent af gestum á mánudaginn voru útlendingar. Íslendingar hafa líka mjög gaman af gríni á ensku, þó mér þyki alltaf vænna um að gera grín á ástkæra ylhýra. En fólk tekur almennt vel í þetta.“ Hann segist þurfa að breyta ýmsu í sýningunni fyrir íslenskan markhóp. „Það sem ég þarf að breyta eru tilvitnanir og tilvísanir. Sumt rennur beint ofan í Bretana sem gengur ekkert ofan í Íslendingana. Ég er að reyna að finna hvað það er og losna við það úr sýningunni. Þess vegna er mjög gott fyrir mig að taka þessa sýningu á Íslandi því þá kemst maður meira að kjarna málsins. Öll skítatrixin virka bara ekki neitt.“ Snorri sér um Laughing Horse, Soho klúbbinn í London á þriðjudögum og Laughing Horse, Queen‘s Head, við Piccadilly Circus tvo daga í viku, en hann komst í úrslit Laughing Horse keppninnar í fyrra. Hvernig er að troða upp í London? „Það er bara hart. Menn eru að reyna að smala áhorfendum, fá þá í hús og skemmta þeim.“ En eru Bretar betur að sér um uppistand? „Það er mjög góð spurning. En það er bara þannig að ef þér finnst eitthvað fyndið, þá hlærðu. Það er kannski meiri djassgeggjarafílingur á uppistandsaðdáendum í Bretlandi. Á endanum er húmor alþjóðlegt fyrirbæri,“ segir Snorri. Ein megin ástæða þess að Snorri prufukeyrir sýninguna, sem ber nafnið Dog Day King, á Íslendingum er til að komast burt frá London og þeirri rútínu að skemmta þrisvar í viku. „Svo er alltaf best að vera á Íslandi. Ísland er best í heimi, það er bara þannig.“ Snorri er einnig að gera sig líkamlega tilbúinn fyrir hátíðina. „Ég er að hlaupa og synda með Rocky-kvikmyndatónlistina í eyrunum.“ Happy Mondays standa út júlí og kostar 1500 krónur inn.kolbruns@frettabladid.is
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira