Sergio Garcia frá Spáni vann á Players meistaramótinu í golfi sem fram fór á Sawgrass-vellinum í Flórída í gær. Hann bar sigurorð af Bandaríkjamanninum Paul Goydos í bráðabana.
Garcia og Goydos voru jafnir eftir 72 holur á fimm höggum undir pari. Jeff Quinney hafnaði í þriðja sæti á fjórum undir pari en aðeins fjórir kylfingar luku keppni undir pari.
Þetta var fyrsti sigur Garcia á PGA móti í þrjú ár.