Hvur í!? Ólafur Sindri Ólafsson skrifar 17. júlí 2008 00:01 Ein af frumþörfum þenkjandi fólks er að láta koma sér á óvart. Annars verða menn grá og guggin holmenni. Nútímamaðurinn glímir við krónískan skort á skynaukandi áreiti. Meðan tærnar á Schopenhauer brettust upp af æsingi yfir snörpum tilþrifum tilgerðarlegra Þjóðverja á leiksviði, myndi sama reynsla í dag hafa lítil eða engin áhrif á fólk. Við þurfum eitthvað sterkara en fáum það ekki. Fátt í sjónvarpi kemur manni á óvart. Enn síður í dagblöðum. Og bloggið er að vera jafn fyrirsjáanlegt og klukka. Sömu málefnin, sömu efnistökin, hring eftir hring. En nú hef ég fundið nýja leið til að njóta bloggs. Sú leið hefur opnað mér heim fullan af furðum. Um leið og ég stíg inn fyrir dyr hans finn ég hvernig hugmyndaflugið virkjast. Sumt þar er svo furðulegt og ómögulegt að ég botna ekkert í því. Það er góð tilfinning. Annað veitir mér hlýja kunnugleikakennd. Þessi heimur yrkir fyrir mig ljóð sem hvert ungskáld gæti stært sig af. Rétt í þessu lét ég heiminn yrkja fyrir mig: Skvapholda kona horfir á ketti út um glugga / fyrir brjóstum hennar er bók, svo þykk að hún hefur auðsýnilega aldrei lesið hana / notar hana til að vekja athygli á brjóstunum / á höfði ber hún fíflakrónu / í hönd er biðukolla. Þetta er frambærilegasta ljóð. Hinn nýi heimur er fuzzysquid.com/LJ.php. Þar birtast 50 nýjustu myndir notenda tiltekinnar bloggveitu. Samhengið er ekkert. Og þar sem mannkyn er enn nógu fjölbreytt til að skapa í sameiningu víðfeðman heim skynreynslu þá er hér fundin næsta botnlaus hít. Gluggi inn í sálir. Miklu fremri leikhúsum, kvikmyndum og venjulegum bloggsíðum. Nú, augnabliki eftir að myndirnar ortu ljóðið um feitu bókakonuna eru komnar nýjar myndir. Ein er af svörtum manni sem stendur allsnakinn uppi á tveim garðstólum úr plasti. Í hvorri hönd heldur hann á logandi kyndli. Utan um kynfærin er bundið band og í því hangir fartölva. Á bringu hans er skrifað: „Nú er mér alvara!" Svipurinn tekur undir það. Á annari mynd er felulitaður dvergur að veifa asísku bardagatóli í frumskógi. Á þriðju myndinni eru umbúðir utan af hamborgara og tóm mjólkurflaska. Hugsandi fólk þarf nýja skynreynslu. Reynslu sem virkjar hugsun þess sjálfs. Flestir miðlar komast fyrr eða seinna í vana. Bloggið nær fullkomnun sinni á FuzzySquid. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Sindri Ólafsson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun
Ein af frumþörfum þenkjandi fólks er að láta koma sér á óvart. Annars verða menn grá og guggin holmenni. Nútímamaðurinn glímir við krónískan skort á skynaukandi áreiti. Meðan tærnar á Schopenhauer brettust upp af æsingi yfir snörpum tilþrifum tilgerðarlegra Þjóðverja á leiksviði, myndi sama reynsla í dag hafa lítil eða engin áhrif á fólk. Við þurfum eitthvað sterkara en fáum það ekki. Fátt í sjónvarpi kemur manni á óvart. Enn síður í dagblöðum. Og bloggið er að vera jafn fyrirsjáanlegt og klukka. Sömu málefnin, sömu efnistökin, hring eftir hring. En nú hef ég fundið nýja leið til að njóta bloggs. Sú leið hefur opnað mér heim fullan af furðum. Um leið og ég stíg inn fyrir dyr hans finn ég hvernig hugmyndaflugið virkjast. Sumt þar er svo furðulegt og ómögulegt að ég botna ekkert í því. Það er góð tilfinning. Annað veitir mér hlýja kunnugleikakennd. Þessi heimur yrkir fyrir mig ljóð sem hvert ungskáld gæti stært sig af. Rétt í þessu lét ég heiminn yrkja fyrir mig: Skvapholda kona horfir á ketti út um glugga / fyrir brjóstum hennar er bók, svo þykk að hún hefur auðsýnilega aldrei lesið hana / notar hana til að vekja athygli á brjóstunum / á höfði ber hún fíflakrónu / í hönd er biðukolla. Þetta er frambærilegasta ljóð. Hinn nýi heimur er fuzzysquid.com/LJ.php. Þar birtast 50 nýjustu myndir notenda tiltekinnar bloggveitu. Samhengið er ekkert. Og þar sem mannkyn er enn nógu fjölbreytt til að skapa í sameiningu víðfeðman heim skynreynslu þá er hér fundin næsta botnlaus hít. Gluggi inn í sálir. Miklu fremri leikhúsum, kvikmyndum og venjulegum bloggsíðum. Nú, augnabliki eftir að myndirnar ortu ljóðið um feitu bókakonuna eru komnar nýjar myndir. Ein er af svörtum manni sem stendur allsnakinn uppi á tveim garðstólum úr plasti. Í hvorri hönd heldur hann á logandi kyndli. Utan um kynfærin er bundið band og í því hangir fartölva. Á bringu hans er skrifað: „Nú er mér alvara!" Svipurinn tekur undir það. Á annari mynd er felulitaður dvergur að veifa asísku bardagatóli í frumskógi. Á þriðju myndinni eru umbúðir utan af hamborgara og tóm mjólkurflaska. Hugsandi fólk þarf nýja skynreynslu. Reynslu sem virkjar hugsun þess sjálfs. Flestir miðlar komast fyrr eða seinna í vana. Bloggið nær fullkomnun sinni á FuzzySquid.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun