Hverflyndi gæfunnar 21. nóvember 2008 06:00 Þóra Einarsdóttir sópransöngkona er einn söngvara sem flytur Carmina Burana í Grafarvogskirkju á morgun. Á morgun munu fornir, þýskir, blautlegir og andríkir söngvar hljóma yfir Grafarvoginn úr kirkjunni þegar Vox academica flytur Carmina Burana eftir Carl Orff ásamt liðsstyrk. Carmina Burana á sér marga aðdáendur hér á landi enda hefur það margoft verið flutt hér: Þetta áleitna, fjöruga og dramatíska kórverk sækir efni sitt og tónmyndir til evrópskrar miðaldahefðar og í þessum bæversku ljóðum er sungið um hverflyndi gæfunnar og hömlulaust gjálífi, um hörmuleg örlög þeirra sem hreykja sér of hátt og smæð mannsins frammi fyrir almættinu. En kvæðin fjalla líka um þau gildi sem í raun skipta okkur öll mestu máli: himneska ásýnd náttúrunnar, unað ástarinnar og margbreytilegt eðli mannsins. Tónlist Orffs er í senn létt og leikandi, fjörug og gáskafull, magnþrungin og dramatísk, margbrotin og krefjandi. Vox academica fær sem fyrr til liðs við sig einvalalið úr hljómsveitinni Jón Leifs Camerata, alls fimmtíu og fimm hljóðfæraleikara. Þóra Einarsdóttir sópran er nú flutt heim og kemur fram hér í stóru hlutverki sem hún hefur flutt áður víða. Með henni munu Alex Answorth baritón og Þorgeir Andrésson tenór túlka einsöngshlutverk verksins og félagar úr unglingakór Grafarvogskirkju taka einnig þátt í flutningnum. Kórinn Vox academica er löngu orðinn íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur fyrir vandaðan flutning á stórum kórverkum og er skemmst að minnast flutnings kórsins á Sálumessu Verdis í Hallgrímskirkju í apríl sem leið. Stjórnandi Vox academica er Hákon Leifsson, sem einnig er organisti og tónlistarstjóri Grafarvogskirkju og kennari í kórstjórn við Tónskóla þjóðkirkjunnar. Tónleikarnir verða í Grafarvogskirkju annað kvöld, laugardaginn 22. nóvember kl. 20:00. Miðasala er við innganginn, en einnig er hægt að kaupa miða í forsölu í 12 tónum, Skólavörðustíg 15. - pbb Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira
Á morgun munu fornir, þýskir, blautlegir og andríkir söngvar hljóma yfir Grafarvoginn úr kirkjunni þegar Vox academica flytur Carmina Burana eftir Carl Orff ásamt liðsstyrk. Carmina Burana á sér marga aðdáendur hér á landi enda hefur það margoft verið flutt hér: Þetta áleitna, fjöruga og dramatíska kórverk sækir efni sitt og tónmyndir til evrópskrar miðaldahefðar og í þessum bæversku ljóðum er sungið um hverflyndi gæfunnar og hömlulaust gjálífi, um hörmuleg örlög þeirra sem hreykja sér of hátt og smæð mannsins frammi fyrir almættinu. En kvæðin fjalla líka um þau gildi sem í raun skipta okkur öll mestu máli: himneska ásýnd náttúrunnar, unað ástarinnar og margbreytilegt eðli mannsins. Tónlist Orffs er í senn létt og leikandi, fjörug og gáskafull, magnþrungin og dramatísk, margbrotin og krefjandi. Vox academica fær sem fyrr til liðs við sig einvalalið úr hljómsveitinni Jón Leifs Camerata, alls fimmtíu og fimm hljóðfæraleikara. Þóra Einarsdóttir sópran er nú flutt heim og kemur fram hér í stóru hlutverki sem hún hefur flutt áður víða. Með henni munu Alex Answorth baritón og Þorgeir Andrésson tenór túlka einsöngshlutverk verksins og félagar úr unglingakór Grafarvogskirkju taka einnig þátt í flutningnum. Kórinn Vox academica er löngu orðinn íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur fyrir vandaðan flutning á stórum kórverkum og er skemmst að minnast flutnings kórsins á Sálumessu Verdis í Hallgrímskirkju í apríl sem leið. Stjórnandi Vox academica er Hákon Leifsson, sem einnig er organisti og tónlistarstjóri Grafarvogskirkju og kennari í kórstjórn við Tónskóla þjóðkirkjunnar. Tónleikarnir verða í Grafarvogskirkju annað kvöld, laugardaginn 22. nóvember kl. 20:00. Miðasala er við innganginn, en einnig er hægt að kaupa miða í forsölu í 12 tónum, Skólavörðustíg 15. - pbb
Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira