Stóru B-in tvö sameinast 3. desember 2008 06:00 Ekki í hagræðingarskyni Baggalútur og Buff virkja kraft heildarinnar. Fréttablaðið/arnþór Það verður mikið um dýrðir þegar Baggalútur og Buff leika saman á dansleik á Nasa um næstu helgi. Sveitirnar hafa gert ábreiður af hvort annars lögum. Poppsveitirnar Buff og Baggalútur ætla að skella saman í stórdansleik á laugardaginn næstkomandi á Nasa. Er það kreppan, blessuð kreppan, sem lætur popparana þjappa sér svona saman? „Kreppan? Nei, það þarf nú enga kreppu til að menn vilji gera sér glaðan dag," segir Baggalúturinn Guðmundur Pálsson. „Við erum ekkert að sameinast í hagræðingarskyni. Frekar er þetta spurningin um að virkja þann rosalega kraft sem býr í heildinni." Hugmyndin kviknaði baksviðs á samstöðutónleikum Bubba Morthens þar sem báðar sveitirnar spiluðu. „Það þótti borðleggjandi að B-in tvö sameinuðust á einum flennitónleikum," segir Guðmundur. „Það hefur nefnilega alltaf verið náið og innilegt samband á milli þessara sveita og það samband fær að springa út á Nasa. Það má segja að þetta séu systrasveitir." Til kynningar og hátíðarbrigða hafa böndin gert ábreiður af hvort annars lögum. Baggalútur tekur Bufflagið „Í dag", sem er orðið að hressilegu diskóskotnu polka-schlager-lagi, og Buffið rennir sér í „Kósíkvöld í kvöld". „Þeir börðu það með Buff-hamrinum og útkoman er mögnuð og mergjuð með röddunum út í hið óendanlega," segir Guðmundur. Hann segir sveitirnar spila saman og hvort í sínu lagi á Nasa. Baggalútur hefur fleira fyrir stafni þessa dagana því nýtt aðventulag þeirra, „Það koma vonandi jól", byrjar að hljóma í vikunni. Fyrstu aðventutónleikar sveitarinnar fara svo fram í Salnum í Kópavogi á fimmtudagskvöldið. drgunni@frettabladid.is Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Það verður mikið um dýrðir þegar Baggalútur og Buff leika saman á dansleik á Nasa um næstu helgi. Sveitirnar hafa gert ábreiður af hvort annars lögum. Poppsveitirnar Buff og Baggalútur ætla að skella saman í stórdansleik á laugardaginn næstkomandi á Nasa. Er það kreppan, blessuð kreppan, sem lætur popparana þjappa sér svona saman? „Kreppan? Nei, það þarf nú enga kreppu til að menn vilji gera sér glaðan dag," segir Baggalúturinn Guðmundur Pálsson. „Við erum ekkert að sameinast í hagræðingarskyni. Frekar er þetta spurningin um að virkja þann rosalega kraft sem býr í heildinni." Hugmyndin kviknaði baksviðs á samstöðutónleikum Bubba Morthens þar sem báðar sveitirnar spiluðu. „Það þótti borðleggjandi að B-in tvö sameinuðust á einum flennitónleikum," segir Guðmundur. „Það hefur nefnilega alltaf verið náið og innilegt samband á milli þessara sveita og það samband fær að springa út á Nasa. Það má segja að þetta séu systrasveitir." Til kynningar og hátíðarbrigða hafa böndin gert ábreiður af hvort annars lögum. Baggalútur tekur Bufflagið „Í dag", sem er orðið að hressilegu diskóskotnu polka-schlager-lagi, og Buffið rennir sér í „Kósíkvöld í kvöld". „Þeir börðu það með Buff-hamrinum og útkoman er mögnuð og mergjuð með röddunum út í hið óendanlega," segir Guðmundur. Hann segir sveitirnar spila saman og hvort í sínu lagi á Nasa. Baggalútur hefur fleira fyrir stafni þessa dagana því nýtt aðventulag þeirra, „Það koma vonandi jól", byrjar að hljóma í vikunni. Fyrstu aðventutónleikar sveitarinnar fara svo fram í Salnum í Kópavogi á fimmtudagskvöldið. drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira