Hin pólitíska sök Jón Kaldal skrifar 10. júní 2008 18:08 Það er dapurlegt að sjá hvernig komið er fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta verðmætasta fyrirtæki Reykvíkinga hefur eflst og vaxið að umfangi síðustu ár, en er nú eins og frosið fast á krossgötum. Ástæðan er einföld. Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamennirnir, sem eiga að marka leiðina, leyft óvissu að hríslast um fyrirtækið með tilheyrandi stöðnun. "Orkuveitan hefur verið hálfmunaðarlaus," var lýsingin Guðmundar Þóroddssonar, fyrrverandi forstjóra Orkuveitunnar og REI, í upplýsandi viðtali í Fréttablaðinu um helgina. Allt bendir til þess að það fát og fum sem einkennir nú pólitíska leiðsögn Orkuveitunnar leiði til þess að eigendur fyrirtækisins, borgarbúar, verði af miklum verðmætum. Ef svo fer má leggja þá ábyrgð óskipta í fangið á borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Þeir, eða fulltrúi þeirra, hafa farið með stjórnarformennsku í Orkuveitunni síðastliðin tvö ár, að undanskildum hundrað daga valdatíma Tjarnarkvartettsins. Þungamiðjan í tilvistarkreppu Sjálfstæðisflokksins í málefnum Orkuveitunnar er auðvitað stofnun og tilgangur REI. Hugmyndasmiðurinn að baki REI var Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar. Þegar Guðlaugur hvarf til annarra starfa tók arftaki hans í Orkuveitunni, Haukur Leósson, við keflinu og hélt ótrauður áfram á sömu braut. Yfirlýstur tilgangur REI var kristaltær. Það átti að hasla sér völl í útflutningi á þekkingu á sviði umhverfisvænna orkugjafa. Og til að lágmarka áhættu Orkuveitunnar átti að fá fjárfesta úr einkageiranum að því verkefni. Um þetta var enginn ágreiningur fyrr en kom að sameiningu við Geysi Green Energy síðastliðið haust. Sú saga er vel þekkt. Ekki varð af sameiningu félaganna og framtíð REI var sett í fullkomið uppnám. Í viðtalinu við Guðmund veltir hann fyrir sér hver sé hin pólitíska sök á bak við REI-klúðrið. Var það að stofna fyrirtækið? Var það afgreiðslan á fyrirhugaðri sameiningu REI og GGE? Eða er það að halda ekki áfram með REI eins og til var stofnað? Svörin eru þessi: Stofnun REI var skynsamleg og rökrétt. Guðlaugur Þór sýndi þar mikla framsýni. Afgreiðslan á sameiningunni við GGE var hins vegar klárlega pólitískt klúður sjálfstæðismanna. Þar kom í ljós að engin samstaða var innan borgarstjórnarflokksins um fyrirhugaða sameiningu. Mun alvarlegra mál er þó ef sú niðurstaða verður ofan á að slá af upphaflegan tilgang REI. Guðmundur metur möguleika REI ennþá mikla og bendir á að ýmis verkefni eru í pípunum. Spurningin um hvort REI ætli sér að nýta sér þessa möguleika er lykilatriðið í stöðunni sem nú er komin upp. Og sjálfstæðismenn verða að sýna þann manndóm að fara að svara. Ef svarið verður neikvætt, nú eða áframhaldandi flótti frá ákvörðun, verða borgarbúar að sætta sig við að reynsla, þekking og tengslanet, sem hefur byggst upp fyrir þeirra skattfé í áranna rás, muni renna út úr Orkuveitunni án endurgjalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun
Það er dapurlegt að sjá hvernig komið er fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta verðmætasta fyrirtæki Reykvíkinga hefur eflst og vaxið að umfangi síðustu ár, en er nú eins og frosið fast á krossgötum. Ástæðan er einföld. Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamennirnir, sem eiga að marka leiðina, leyft óvissu að hríslast um fyrirtækið með tilheyrandi stöðnun. "Orkuveitan hefur verið hálfmunaðarlaus," var lýsingin Guðmundar Þóroddssonar, fyrrverandi forstjóra Orkuveitunnar og REI, í upplýsandi viðtali í Fréttablaðinu um helgina. Allt bendir til þess að það fát og fum sem einkennir nú pólitíska leiðsögn Orkuveitunnar leiði til þess að eigendur fyrirtækisins, borgarbúar, verði af miklum verðmætum. Ef svo fer má leggja þá ábyrgð óskipta í fangið á borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Þeir, eða fulltrúi þeirra, hafa farið með stjórnarformennsku í Orkuveitunni síðastliðin tvö ár, að undanskildum hundrað daga valdatíma Tjarnarkvartettsins. Þungamiðjan í tilvistarkreppu Sjálfstæðisflokksins í málefnum Orkuveitunnar er auðvitað stofnun og tilgangur REI. Hugmyndasmiðurinn að baki REI var Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar. Þegar Guðlaugur hvarf til annarra starfa tók arftaki hans í Orkuveitunni, Haukur Leósson, við keflinu og hélt ótrauður áfram á sömu braut. Yfirlýstur tilgangur REI var kristaltær. Það átti að hasla sér völl í útflutningi á þekkingu á sviði umhverfisvænna orkugjafa. Og til að lágmarka áhættu Orkuveitunnar átti að fá fjárfesta úr einkageiranum að því verkefni. Um þetta var enginn ágreiningur fyrr en kom að sameiningu við Geysi Green Energy síðastliðið haust. Sú saga er vel þekkt. Ekki varð af sameiningu félaganna og framtíð REI var sett í fullkomið uppnám. Í viðtalinu við Guðmund veltir hann fyrir sér hver sé hin pólitíska sök á bak við REI-klúðrið. Var það að stofna fyrirtækið? Var það afgreiðslan á fyrirhugaðri sameiningu REI og GGE? Eða er það að halda ekki áfram með REI eins og til var stofnað? Svörin eru þessi: Stofnun REI var skynsamleg og rökrétt. Guðlaugur Þór sýndi þar mikla framsýni. Afgreiðslan á sameiningunni við GGE var hins vegar klárlega pólitískt klúður sjálfstæðismanna. Þar kom í ljós að engin samstaða var innan borgarstjórnarflokksins um fyrirhugaða sameiningu. Mun alvarlegra mál er þó ef sú niðurstaða verður ofan á að slá af upphaflegan tilgang REI. Guðmundur metur möguleika REI ennþá mikla og bendir á að ýmis verkefni eru í pípunum. Spurningin um hvort REI ætli sér að nýta sér þessa möguleika er lykilatriðið í stöðunni sem nú er komin upp. Og sjálfstæðismenn verða að sýna þann manndóm að fara að svara. Ef svarið verður neikvætt, nú eða áframhaldandi flótti frá ákvörðun, verða borgarbúar að sætta sig við að reynsla, þekking og tengslanet, sem hefur byggst upp fyrir þeirra skattfé í áranna rás, muni renna út úr Orkuveitunni án endurgjalds.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun