Íslenski boltinn

Markalaust í Finnlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslensku landsliðskonurnar náðu ekki að skora í dag.
Íslensku landsliðskonurnar náðu ekki að skora í dag.

Finnland og Ísland gerðu í dag markalaust jafntefli í vináttulandsleik í knattspyrnu. Þetta var annað jafntefli liðanna á fáeinum dögum.

Leikið var í Lahti í dag en Ísland sótti stíft að marki Finna bæði í upphafi og lok leiksins. Þess á milli var jafnræði með liðunum.

Besta færi Íslands fékk Embla Grétarsdóttir en skot hennar var varið á glæsilegan máta af markverði Finna.

Leikirnir tveir voru lokaundirbúningur íslenska landsliðsins fyrir undankeppni EM 2009 sem fer einmitt fram í Finnlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×