Ísland II Ólafur Sindri Ólafsson skrifar 9. október 2008 06:00 Björgunaraðgerðir stjórnvalda ganga fyrst og síðast út á að sleppa því barasta að borga skuldir. Það virkar ágætlega, því verður ekki neitað. Ég hef verið að íhuga að fara að þeirra fordæmi sjálfur, skilja gróðavænlega starfsemi mína og eignir frá þessum leiðindaskuldum - og leyfa svo skuldahlutanum að fara á hausinn. Ég er í það minnsta hæstánægður með þessi skilaboð frá æðstu ráðamönnum. Hér hef ég vaðið í þeirri villu allt of lengi að einhver dyggð eða jafnvel réttlæti sé fólgið í því að reyna að standa við þær skuldbindingar sem ég geri - og það jafnvel þótt þær séu við útlendinga. Betur má þó ef duga skal og það vita ráðamenn líka. Nú ríður á að næla í öll lán sem hægt er og safna forða. Þá skiptir engu hvaðan gott kemur. Rússland er t.a.m. fínn kostur. Rússar eru nefnilega hvort eð er í ónáð hjá vestrænum vinum okkar, svo við getum sníkt aðstoð hjá Bandaríkjamönnum ef sovétið sendir vopnaða handrukkara á okkur þegar fréttist af næsta skrefi í björgunaráætluninni góðu. Næsta skref er nefnilega leynivopnið - þjóðarstolt okkar íslenska hagkerfis. Við fáum bara nýja kennitölu á allt heila klabbið. Það verða engar eignir eftir í þrotabúi gamla Íslands, þaulæfðir viðskiptamógúlar okkar munu hafa komið öllum verðmætum örugglega undan áður en það verður tekið til gjaldþrotaskipta. Þeir hafa verið að æfa þessar aðgerðir í smáum skömmtum í áratugi til að vera viðbúnir akkúrat svona ástandi. Nýja Ísland, Iceland Republic hf., verður mikla betra og með flottara lógó. Íslendingar fá allir forkaupsrétt á hlutabréfum, laun æðstu ráðamanna verða árangurstengd og frelsið verður ráðandi. Bálreiðir Rússarnir geta ekki snert okkur í nýja landinu, þó það sé reyndar ekkert annað en gamla Ísland með nýju nafni og árangurstengdum forstjórum. Þeir verða að láta sér nægja að hirða bara restina af gamla Íslandi; einhver kíló af verðlausum krónum sem hægt er að bræða (nýja Ísland verður auðvitað gert upp í evrum) og nokkra fúna ráðherrabústaði sem tímabært var orðið að skipta um. Guð blessi Ísland II. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Sindri Ólafsson Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Björgunaraðgerðir stjórnvalda ganga fyrst og síðast út á að sleppa því barasta að borga skuldir. Það virkar ágætlega, því verður ekki neitað. Ég hef verið að íhuga að fara að þeirra fordæmi sjálfur, skilja gróðavænlega starfsemi mína og eignir frá þessum leiðindaskuldum - og leyfa svo skuldahlutanum að fara á hausinn. Ég er í það minnsta hæstánægður með þessi skilaboð frá æðstu ráðamönnum. Hér hef ég vaðið í þeirri villu allt of lengi að einhver dyggð eða jafnvel réttlæti sé fólgið í því að reyna að standa við þær skuldbindingar sem ég geri - og það jafnvel þótt þær séu við útlendinga. Betur má þó ef duga skal og það vita ráðamenn líka. Nú ríður á að næla í öll lán sem hægt er og safna forða. Þá skiptir engu hvaðan gott kemur. Rússland er t.a.m. fínn kostur. Rússar eru nefnilega hvort eð er í ónáð hjá vestrænum vinum okkar, svo við getum sníkt aðstoð hjá Bandaríkjamönnum ef sovétið sendir vopnaða handrukkara á okkur þegar fréttist af næsta skrefi í björgunaráætluninni góðu. Næsta skref er nefnilega leynivopnið - þjóðarstolt okkar íslenska hagkerfis. Við fáum bara nýja kennitölu á allt heila klabbið. Það verða engar eignir eftir í þrotabúi gamla Íslands, þaulæfðir viðskiptamógúlar okkar munu hafa komið öllum verðmætum örugglega undan áður en það verður tekið til gjaldþrotaskipta. Þeir hafa verið að æfa þessar aðgerðir í smáum skömmtum í áratugi til að vera viðbúnir akkúrat svona ástandi. Nýja Ísland, Iceland Republic hf., verður mikla betra og með flottara lógó. Íslendingar fá allir forkaupsrétt á hlutabréfum, laun æðstu ráðamanna verða árangurstengd og frelsið verður ráðandi. Bálreiðir Rússarnir geta ekki snert okkur í nýja landinu, þó það sé reyndar ekkert annað en gamla Ísland með nýju nafni og árangurstengdum forstjórum. Þeir verða að láta sér nægja að hirða bara restina af gamla Íslandi; einhver kíló af verðlausum krónum sem hægt er að bræða (nýja Ísland verður auðvitað gert upp í evrum) og nokkra fúna ráðherrabústaði sem tímabært var orðið að skipta um. Guð blessi Ísland II.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun