Minningar frá fyrri tíð 24. júlí 2008 06:00 Kristín G. Magnús í hinu nýja verki sem frumsýnt er í kvöld í Iðnó. Ferðaleikhúsið er elsta sjálfstæða fyrirtækið sem starfar hér á landi. Kristín G. Magnús stofnaði ásamt eiginmanni sínum, Halldóri Snorrasyni, sem nú er fallinn frá, Ferðaleikhúsið árið 1965 og hafði þá um nokkurra ára skeið haft stopult starf í Þjóðleikhúsinu. Hefur Ferðaleikhúsið síðan starfað samfleytt í 43 ár og að jafnaði staðið fyrir sýningarhaldi hér á landi auk þess sem Kristín hefur unnið að sviðsetningum erlendis. Kunnastar eru sýningar hennar fyrir ferðamenn, Light Nights, sem byrjuðu 1970. Í kvöld frumsýnir Ferðaleikhúsið nýtt verk eftir Kristínu, Visions from the past, í Iðnó. Kristín byggir nýja verkið á raunverulegum atburðum frá árunum 1936-1956, þegar höfundur var að alast upp sem barn og unglingur í Reykjavík. Atriðin eru ýmist leikin atriði eða sýnd með myndum og filmum sem ekki hafa sést hér áður. Höfundur fór í vor til Imperial War Museum í London og hafði þar uppi á gömlum myndum sem Bretar höfðu tekið hér á landi á ofangreindu tímabili. Ljósmyndir frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur og fleiri aðilum eru einnig sýndar á milli leikatriða. Leikatriðin eru endurminningar, bæði gleði og sorgarstundir, sem höfundur upplifði. Þjóðtrúin/þjóðsögur blandast við tvö leikatriði. Leikendur eru þrír: Ólafur Þór Jóhannsson, Sandra Þórðardóttir og Kristín G. Magnús. Kristín leiddist út í leiklist eins og margar stöllur hennar, Brynja Benediktsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir og Bryndís Schram, eftir nám í Listdansskóla Þjóðleikhússins undir stjórn Eric Bidsted. Hún stundaði framhaldsnám við Ballet Rambert og síðan leiknám við RADA. Hún starfaði um tíma í Englandi eftir nám og vann meðal annars í leiksmiðju Charles Morowitz. Heim komin starfaði hún með Grímu og lék í útvarpi og sjónvarpi, kenndi um skeið við leiklistarskóla Þjóðleikhússins og leikstýrði hér og í Bretlandi, meðal annars í Traversee-leikhúsinu í Edinborg og Unicorn-barnaleikhúsinu fræga í London. Sýningar á Visions from the past verða á sviði Iðnó næstu vikurnar.pbb@frettabladid.is Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ferðaleikhúsið er elsta sjálfstæða fyrirtækið sem starfar hér á landi. Kristín G. Magnús stofnaði ásamt eiginmanni sínum, Halldóri Snorrasyni, sem nú er fallinn frá, Ferðaleikhúsið árið 1965 og hafði þá um nokkurra ára skeið haft stopult starf í Þjóðleikhúsinu. Hefur Ferðaleikhúsið síðan starfað samfleytt í 43 ár og að jafnaði staðið fyrir sýningarhaldi hér á landi auk þess sem Kristín hefur unnið að sviðsetningum erlendis. Kunnastar eru sýningar hennar fyrir ferðamenn, Light Nights, sem byrjuðu 1970. Í kvöld frumsýnir Ferðaleikhúsið nýtt verk eftir Kristínu, Visions from the past, í Iðnó. Kristín byggir nýja verkið á raunverulegum atburðum frá árunum 1936-1956, þegar höfundur var að alast upp sem barn og unglingur í Reykjavík. Atriðin eru ýmist leikin atriði eða sýnd með myndum og filmum sem ekki hafa sést hér áður. Höfundur fór í vor til Imperial War Museum í London og hafði þar uppi á gömlum myndum sem Bretar höfðu tekið hér á landi á ofangreindu tímabili. Ljósmyndir frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur og fleiri aðilum eru einnig sýndar á milli leikatriða. Leikatriðin eru endurminningar, bæði gleði og sorgarstundir, sem höfundur upplifði. Þjóðtrúin/þjóðsögur blandast við tvö leikatriði. Leikendur eru þrír: Ólafur Þór Jóhannsson, Sandra Þórðardóttir og Kristín G. Magnús. Kristín leiddist út í leiklist eins og margar stöllur hennar, Brynja Benediktsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir og Bryndís Schram, eftir nám í Listdansskóla Þjóðleikhússins undir stjórn Eric Bidsted. Hún stundaði framhaldsnám við Ballet Rambert og síðan leiknám við RADA. Hún starfaði um tíma í Englandi eftir nám og vann meðal annars í leiksmiðju Charles Morowitz. Heim komin starfaði hún með Grímu og lék í útvarpi og sjónvarpi, kenndi um skeið við leiklistarskóla Þjóðleikhússins og leikstýrði hér og í Bretlandi, meðal annars í Traversee-leikhúsinu í Edinborg og Unicorn-barnaleikhúsinu fræga í London. Sýningar á Visions from the past verða á sviði Iðnó næstu vikurnar.pbb@frettabladid.is
Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp