Írinn Padraig Harrington hefur verið valinn kylfingur ársins á bandarísku PGA-mótaröðinni. Hann er fyrsti Evrópumaðurinn sem hlýtur þennan heiður.
Harrington er 37 ára og var einnig valinn kylfingur ársins í Evrópu á dögunum. Hann vann opna breska meistaramótið og bandaríska PGA-meistaramótið á árinu.
Harrington sagðist gríðarlega stoltur af þessari nafnbót og sagði tilfinninguna líkjast því þegar maður vinnur stórmót.