Evrópska liðið saxar á forskotið 21. september 2008 12:44 Evrópa saxaði á forskot Bandaríkjanna á öðrum degi Ryder bikarsins í golfi og munar nú aðeins tveimur vinningum á liðunum fyrir lokadaginn. Bandaríkjamenn voru þremur vinningum yfir þegar keppni í fjórmenning hófst á degi tvö í gær. Staðan fimm og hálfur vinningur gegn tveimur og hálfum. Ian Poulter og Justin Rose nældu í fyrsta vinning Evrópu með því að vinna Chad Campbell og Stewart Cink. Justin Leonard og Hunter Mahan sem unnu báða sína leiki fyrir Bandaríska liðið á föstudag voru hársbreidd frá því að vinna sigur á Graeme McDowell og Angel Jimenez en viðureigninni lauk með jafntefli. Og dramatíkin var rétt að byrja. Phil Mickelson og Anthony Kim hefðu getað aukið forskot Bandaríkjanna aftur í þrjá vinninga en misstu niður fjögurra holu forskot á Henrik Stenson Englendinginn Oliver Wilson sem tryggði Evrópu annan vinninginn með 10 metra pútti á sautjándu holu. Jim Furyk og Kenny Perry unnu eina bandaríska sigurinn í fjórmenningnum þegar þeir lögðu Padraig Harrington og Robert Karlsson og þegar þarna var komið við sögu var staðan 7-5 fyrir Bandaríkjamenn þegar keppni í fjórleiknum hófst. Boo Weekley og J.B. Holmes voru fyrstir til að ljúka leik þegar þeir löguðu stöðuna aftur fyrir Bandaríkin með sigri á Lee Westwood and Soren Hansen. Mikil dramtaík ríkti í þremur síðustu viðureignunum þar sem úrslitin réðust á lokaholunni. Ben Curtis og Steve Stricker björguðu jafntefli gegn Garcia og Paul Casey á ævintýralegan hátt þegar Stricker náði fugli eftir að hafa verið í nánast vonlausri stöðu á lokaholunni. En þá kom evrópskur sigur að nýju þegar Poulter og McDowell héldu út einnar holu forskot á Kenny Perry og Jim Furyk. Viðureign Henriks Stenson og Roberts Karlsson gegn Bandaríkjamönnunum Phil Mickelson og Hunter Mahan réði því hvort Bandaríkjamenn færu með þriggja eða tveggja vinninga forskot inn í lokadaginn. Þar var það Robert Karlsson sem bjargaði jafntefli fyrir Evrópu með fugli á lokaholunni. Staðan er því 9-7 fyrir Bandaríkin fyrir lokadaginn sem fram fer í dag en þá er leikinn tvímenningur. Bein útsending frá lokadeginum hefst á sport þrjú klukkan fjögur í dag en útsendingin færist yfir á Stöð 2 sport klukkan sex að lokinn útsendingu úr Landsbankadeildinni í knattspyrnu. Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Evrópa saxaði á forskot Bandaríkjanna á öðrum degi Ryder bikarsins í golfi og munar nú aðeins tveimur vinningum á liðunum fyrir lokadaginn. Bandaríkjamenn voru þremur vinningum yfir þegar keppni í fjórmenning hófst á degi tvö í gær. Staðan fimm og hálfur vinningur gegn tveimur og hálfum. Ian Poulter og Justin Rose nældu í fyrsta vinning Evrópu með því að vinna Chad Campbell og Stewart Cink. Justin Leonard og Hunter Mahan sem unnu báða sína leiki fyrir Bandaríska liðið á föstudag voru hársbreidd frá því að vinna sigur á Graeme McDowell og Angel Jimenez en viðureigninni lauk með jafntefli. Og dramatíkin var rétt að byrja. Phil Mickelson og Anthony Kim hefðu getað aukið forskot Bandaríkjanna aftur í þrjá vinninga en misstu niður fjögurra holu forskot á Henrik Stenson Englendinginn Oliver Wilson sem tryggði Evrópu annan vinninginn með 10 metra pútti á sautjándu holu. Jim Furyk og Kenny Perry unnu eina bandaríska sigurinn í fjórmenningnum þegar þeir lögðu Padraig Harrington og Robert Karlsson og þegar þarna var komið við sögu var staðan 7-5 fyrir Bandaríkjamenn þegar keppni í fjórleiknum hófst. Boo Weekley og J.B. Holmes voru fyrstir til að ljúka leik þegar þeir löguðu stöðuna aftur fyrir Bandaríkin með sigri á Lee Westwood and Soren Hansen. Mikil dramtaík ríkti í þremur síðustu viðureignunum þar sem úrslitin réðust á lokaholunni. Ben Curtis og Steve Stricker björguðu jafntefli gegn Garcia og Paul Casey á ævintýralegan hátt þegar Stricker náði fugli eftir að hafa verið í nánast vonlausri stöðu á lokaholunni. En þá kom evrópskur sigur að nýju þegar Poulter og McDowell héldu út einnar holu forskot á Kenny Perry og Jim Furyk. Viðureign Henriks Stenson og Roberts Karlsson gegn Bandaríkjamönnunum Phil Mickelson og Hunter Mahan réði því hvort Bandaríkjamenn færu með þriggja eða tveggja vinninga forskot inn í lokadaginn. Þar var það Robert Karlsson sem bjargaði jafntefli fyrir Evrópu með fugli á lokaholunni. Staðan er því 9-7 fyrir Bandaríkin fyrir lokadaginn sem fram fer í dag en þá er leikinn tvímenningur. Bein útsending frá lokadeginum hefst á sport þrjú klukkan fjögur í dag en útsendingin færist yfir á Stöð 2 sport klukkan sex að lokinn útsendingu úr Landsbankadeildinni í knattspyrnu.
Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira