Allt er í allra besta lagi Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 29. apríl 2008 00:01 Það skal alveg viðurkennast að sá skáldskapur sem ég setti niður á blað sem barn hlaut aldrei náð fyrir augum dómnefnda sem verðlaunuðu kvæði eftir börn á níunda og tíunda áratugnum. Kvæða- og sagnagerð lagði ég því snemma á hilluna enda biturt og leiðinlegt barn sem orti nær eingöngu um verðbólgu, loftslagsbreytingar, atvinnuleysi, landsbyggðina sem var að blæða út og kjör kennara og sjómanna. En þótt kvæðin mín hafi ekki orðið ódauðleg eru yrkisefnin jafn viðeigandi í dag og þegar ég var á barnsaldri. Aftur er ég uggandi yfir fréttum af verðbólgudraugnum sem er að verða jafn feitur og hann var fyrir tæpum tuttugu árum. Í þetta skiptið ætla ég þó ekki að fá útrás fyrir ótta minn í kveðskap. Frekar vil ég vera bjartsýn og reyna að sjá heiminn með augum prófessors Altúngu, úr Birtíngi Voltaires, sem taldi að allt væri í allra besta lagi. Vissulega gæti ég ort ljóðabálka um að allt sé að fara á hinn versta veg. Óánægja hjúkrunarfræðinga, geislafræðinga, kennara, lögreglumanna og vörubílstjóra með kaup sín vekja með mér ljótan grun um að ekki sé allt eins og best verður á kosið í samfélaginu. Sömuleiðis fyllist ég stundum heimshryggð þegar ég heyri af ofbeldisverkum hér og erlendis. En ég ætla ekki að fyllast vonleysi heldur treysta á að æðri máttarvöld bjargi málunum. Það að fólk taki málin í sínar hendur virðist ekki kunna góðri lukku að stýra, samanber mótmæli vörbílstjóra. En þótt allt virðist í bölvuðu ólagi reynist allt vera í allra besta lagi þegar betur er að gáð. Harður skellur efnahagslífsins hefði til dæmis orðið miklu harðari ef húsnæðisverð væri ekki í botni og stöðnun á fasteignamarkaði. Og hvað með Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson? Allt virtist hafa farið á versta veg hjá honum hér um árið en í síðasta þætti Spaugstofunnar kom hann fram og sýndi að honum þættu öll mistök sín með minnisblöð og skuldbindingar borgarbúa fyndin og skemmtileg. Og sjá, áður en langt um líður gæti Villi aftur orðið borgarstjóri, verðbólgan hjaðnað með stýrivöxtum og byggðir á landsbyggðinni jafnað sig, hjúkrunarfræðingar orðið glaðir og það án þess að við lyftum hendi til að taka á málunum. Gerum bara eins og Villi og gerum grín að váboðunum. Þá hljóta þau að hverfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun
Það skal alveg viðurkennast að sá skáldskapur sem ég setti niður á blað sem barn hlaut aldrei náð fyrir augum dómnefnda sem verðlaunuðu kvæði eftir börn á níunda og tíunda áratugnum. Kvæða- og sagnagerð lagði ég því snemma á hilluna enda biturt og leiðinlegt barn sem orti nær eingöngu um verðbólgu, loftslagsbreytingar, atvinnuleysi, landsbyggðina sem var að blæða út og kjör kennara og sjómanna. En þótt kvæðin mín hafi ekki orðið ódauðleg eru yrkisefnin jafn viðeigandi í dag og þegar ég var á barnsaldri. Aftur er ég uggandi yfir fréttum af verðbólgudraugnum sem er að verða jafn feitur og hann var fyrir tæpum tuttugu árum. Í þetta skiptið ætla ég þó ekki að fá útrás fyrir ótta minn í kveðskap. Frekar vil ég vera bjartsýn og reyna að sjá heiminn með augum prófessors Altúngu, úr Birtíngi Voltaires, sem taldi að allt væri í allra besta lagi. Vissulega gæti ég ort ljóðabálka um að allt sé að fara á hinn versta veg. Óánægja hjúkrunarfræðinga, geislafræðinga, kennara, lögreglumanna og vörubílstjóra með kaup sín vekja með mér ljótan grun um að ekki sé allt eins og best verður á kosið í samfélaginu. Sömuleiðis fyllist ég stundum heimshryggð þegar ég heyri af ofbeldisverkum hér og erlendis. En ég ætla ekki að fyllast vonleysi heldur treysta á að æðri máttarvöld bjargi málunum. Það að fólk taki málin í sínar hendur virðist ekki kunna góðri lukku að stýra, samanber mótmæli vörbílstjóra. En þótt allt virðist í bölvuðu ólagi reynist allt vera í allra besta lagi þegar betur er að gáð. Harður skellur efnahagslífsins hefði til dæmis orðið miklu harðari ef húsnæðisverð væri ekki í botni og stöðnun á fasteignamarkaði. Og hvað með Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson? Allt virtist hafa farið á versta veg hjá honum hér um árið en í síðasta þætti Spaugstofunnar kom hann fram og sýndi að honum þættu öll mistök sín með minnisblöð og skuldbindingar borgarbúa fyndin og skemmtileg. Og sjá, áður en langt um líður gæti Villi aftur orðið borgarstjóri, verðbólgan hjaðnað með stýrivöxtum og byggðir á landsbyggðinni jafnað sig, hjúkrunarfræðingar orðið glaðir og það án þess að við lyftum hendi til að taka á málunum. Gerum bara eins og Villi og gerum grín að váboðunum. Þá hljóta þau að hverfa.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun