Kjöraðstæður fyrir spillingu 7. desember 2008 14:18 Jón Steinsson lektor við Columbia háskólann í Bandaríkjunum. Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia háskólann í Bandaríkjunum segir engin lög í gildi hér á landi sem komi í veg fyrir að sami aðili sitji beggja vegna borðsins og steli af öðrum hluthöfum. Hann segir Lífeyrissjóðina ekki hafa gætt hagsmuna félaga sinna og það sé mikill áfellisdómur yfir þeim. Jón var gestur í Silfir Egils fyrr í dag. „Í grunninn eru þetta bara viðskipti þar sem annar aðilinn á heilt fyrirtæki eða einkahlutafélag. Hann er síðan í stjórn almenningshlutafélags og lætur viðskipti eiga sér stað á milli þessara tveggja fyrirtækja. Hann er hinsvegar báðum megin við borðið og selur fyrirtæki B hlut á yfirverði, sem þýðir að þessi aðili er að hagnast á kostnað annarra hluthafa," sagði Jón sem skrifað hefur greinar um þessi mál undanfarið. Hann sagðist telja að viðskipti með þessum hætti væru mikil hér á landi og verstu dæmin væru þegar þekkt. Í því sambandi nefndi hann Sterling, 10/11, Kaldbak og nýjasta dæmið væri Stím. Hann segir að því miður séu engin lög hér á landi sem komi í veg fyrir viðskipti með þessum hætti og kristallist það í 10/11 málinu sem var vísað frá dómi sem eðlilegum viðskiptum. „Þar kemur það skýrt fram að á Íslandi í dag eru ekki til lög sem koma í veg fyrir það að aðili getur setið báðum megin við borðið og stolið af smáum hluthöfum." Jón sagði Lífeyrissjóðina hafa tapað gríðarlegu fé í þessu samhengi og þeir hefðu brugðist sjóðsfélögum sínum með því að gæta ekki hagsmuna þeirra. Á sama tíma hafi þessir menn verið úti að borða og á fótboltavöllum með þeim aðilum sem áttu að tryggja að þessi viðskipti væru í lagi. Hann sagði alveg ljóst að nú þyrfti að setja strangari og skýrari lög um að það megi ekki stela. „Í löndum þar sem er gott regluverk varðandi þetta, eins og í Bandaríkjunum og Bretlandi, eru menn leiddir út í handjárnum sem gera svona." Jón sem verið hefur meðal ráðgjafa ríkisstjórnarinnar í yfirstandinu erfiðleikum segir að í bankakerfinu í dag séu skuldir og eignir upp á þrjú þúsund miljarða sem ríkið sé nú búið að ábyrgjast. „Skuldirnar munu ekki rýrna en hættan er sú að eignirnar muni rýrna. Ég hef áhyggjur af því að eftir 2-3 ár komi í ljós að eignir bankanna hafi rýrnað um segjum 20% sem eru 600 milljarðar," sagði Jón. Hans áhyggjur snúast einnig að því að á þessum tíma muni sömu aðilar vera búnir að eignast eignirnar aftur. Það sé eitthvað sem megi ekki gerast. „Þeir eru í kjöraðstöðu til þess vegna þess að þeir þekkja fyrirtækin og vita hvernig á að búa til samninga sem hljóma vel fyrir ríkið en eru svo eitthvað allt annað." Hann segir að ekki sé næg þekking inni í bönkunum til þess að koma í veg fyrir að svona fari. Nú séu uppi kjöraðstæður fyrir látalæti sem þessi. „Kjöraðstæður fyrir spillingu." Stím málið Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia háskólann í Bandaríkjunum segir engin lög í gildi hér á landi sem komi í veg fyrir að sami aðili sitji beggja vegna borðsins og steli af öðrum hluthöfum. Hann segir Lífeyrissjóðina ekki hafa gætt hagsmuna félaga sinna og það sé mikill áfellisdómur yfir þeim. Jón var gestur í Silfir Egils fyrr í dag. „Í grunninn eru þetta bara viðskipti þar sem annar aðilinn á heilt fyrirtæki eða einkahlutafélag. Hann er síðan í stjórn almenningshlutafélags og lætur viðskipti eiga sér stað á milli þessara tveggja fyrirtækja. Hann er hinsvegar báðum megin við borðið og selur fyrirtæki B hlut á yfirverði, sem þýðir að þessi aðili er að hagnast á kostnað annarra hluthafa," sagði Jón sem skrifað hefur greinar um þessi mál undanfarið. Hann sagðist telja að viðskipti með þessum hætti væru mikil hér á landi og verstu dæmin væru þegar þekkt. Í því sambandi nefndi hann Sterling, 10/11, Kaldbak og nýjasta dæmið væri Stím. Hann segir að því miður séu engin lög hér á landi sem komi í veg fyrir viðskipti með þessum hætti og kristallist það í 10/11 málinu sem var vísað frá dómi sem eðlilegum viðskiptum. „Þar kemur það skýrt fram að á Íslandi í dag eru ekki til lög sem koma í veg fyrir það að aðili getur setið báðum megin við borðið og stolið af smáum hluthöfum." Jón sagði Lífeyrissjóðina hafa tapað gríðarlegu fé í þessu samhengi og þeir hefðu brugðist sjóðsfélögum sínum með því að gæta ekki hagsmuna þeirra. Á sama tíma hafi þessir menn verið úti að borða og á fótboltavöllum með þeim aðilum sem áttu að tryggja að þessi viðskipti væru í lagi. Hann sagði alveg ljóst að nú þyrfti að setja strangari og skýrari lög um að það megi ekki stela. „Í löndum þar sem er gott regluverk varðandi þetta, eins og í Bandaríkjunum og Bretlandi, eru menn leiddir út í handjárnum sem gera svona." Jón sem verið hefur meðal ráðgjafa ríkisstjórnarinnar í yfirstandinu erfiðleikum segir að í bankakerfinu í dag séu skuldir og eignir upp á þrjú þúsund miljarða sem ríkið sé nú búið að ábyrgjast. „Skuldirnar munu ekki rýrna en hættan er sú að eignirnar muni rýrna. Ég hef áhyggjur af því að eftir 2-3 ár komi í ljós að eignir bankanna hafi rýrnað um segjum 20% sem eru 600 milljarðar," sagði Jón. Hans áhyggjur snúast einnig að því að á þessum tíma muni sömu aðilar vera búnir að eignast eignirnar aftur. Það sé eitthvað sem megi ekki gerast. „Þeir eru í kjöraðstöðu til þess vegna þess að þeir þekkja fyrirtækin og vita hvernig á að búa til samninga sem hljóma vel fyrir ríkið en eru svo eitthvað allt annað." Hann segir að ekki sé næg þekking inni í bönkunum til þess að koma í veg fyrir að svona fari. Nú séu uppi kjöraðstæður fyrir látalæti sem þessi. „Kjöraðstæður fyrir spillingu."
Stím málið Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira