Ætlar að syngja á íslensku 4. desember 2008 05:00 Alan Jones söng sig inn í hug og hjarta landsmanna í X-factor keppninni í fyrra og vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu. Fréttablaðið/stefán „Þetta er allt frumsamið efni eftir sjálfan mig," segir söngvarinn Alan Jones, fyrrum X-factor keppandi. Alan, sem söng sig inn í hug og hjarta landsmanna í fyrra, hefur haft í nógu að snúast eftir keppnina og vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu sem er væntanleg í vor. „Ég er að vinna plötuna með Andra Ramizer, pródúsent og plötusnúð. Ég byrjaði að semja lögin í sumar og þau eru svona blanda af r&b, gospel og poppi," útskýrir Alan sem starfar sem kokkur á Café Bleu í Kringlunni meðfram tónlistinni. Hann segist þó nota mestallan frítíma sinn til að vinna að væntanlegri plötu. „Ég vildi taka minn tíma og gera þetta vel, frekar en að flýta mér að gera plötu sem ég yrði svo óánægður með. Flest lögin eru á ensku, en ég ætla líka að semja lag og syngja á íslensku," segir Alan og stefnir á að koma sínu fyrsta lagi í útvarpsspilun í janúar. Aðspurður segir hann þátttöku sína í X-factor hafa opnað margar dyr. „Það er frekar skrítið að ókunnugt fólk skuli vita hver maður er núna. Ég hef fengið tækifæri til að syngja út um allt land, kynnast nýju fólki og koma fram á stöðum sem ég hefði ekki ímyndað mér að fara á," segir Alan brosandi. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta er allt frumsamið efni eftir sjálfan mig," segir söngvarinn Alan Jones, fyrrum X-factor keppandi. Alan, sem söng sig inn í hug og hjarta landsmanna í fyrra, hefur haft í nógu að snúast eftir keppnina og vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu sem er væntanleg í vor. „Ég er að vinna plötuna með Andra Ramizer, pródúsent og plötusnúð. Ég byrjaði að semja lögin í sumar og þau eru svona blanda af r&b, gospel og poppi," útskýrir Alan sem starfar sem kokkur á Café Bleu í Kringlunni meðfram tónlistinni. Hann segist þó nota mestallan frítíma sinn til að vinna að væntanlegri plötu. „Ég vildi taka minn tíma og gera þetta vel, frekar en að flýta mér að gera plötu sem ég yrði svo óánægður með. Flest lögin eru á ensku, en ég ætla líka að semja lag og syngja á íslensku," segir Alan og stefnir á að koma sínu fyrsta lagi í útvarpsspilun í janúar. Aðspurður segir hann þátttöku sína í X-factor hafa opnað margar dyr. „Það er frekar skrítið að ókunnugt fólk skuli vita hver maður er núna. Ég hef fengið tækifæri til að syngja út um allt land, kynnast nýju fólki og koma fram á stöðum sem ég hefði ekki ímyndað mér að fara á," segir Alan brosandi.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira