Rannsaka hvort Fritzl hafi komið fyrir banvænu gasi í kjallaranum Atli Steinn Guðmundsson skrifar 1. maí 2008 16:00 MYND/AP Lögregla í Amstetten í Austurríki rannsakar nú hvort fjölskyldufangavörðurinn og sifjaspillirinn Josef Fritzl hafi komið búnaði fyrir í kjallaradýflissu sinni sem losa myndi banvænt gas út í andrúmsloftið ef fangarnir, hans eigin fjölskylda, reyndu að flýja. Byggist rannsóknin á ummælum sem Fritzl á að hafa látið falla í fyrstu yfirheyrslunni eftir að hann var handtekinn. Mágkona Josefs, Christine R, segir í viðtali við dagblaðið Österreicher Zeitung að Josef hafi farið niður í kjallara klukkan níu á hverjum morgni. Hafi hann sagst vinna þar að teikningum vegna verkefna sem hann sinnti fyrir ýmsa aðila. „Stundum dvaldi hann í kjallaranum næturlangt og leyfði konunni sinni ekki einu sinni að færa sér kaffi," sagði Christine. Rannsóknaraðilar velta því einnig fyrir sér hvort Fritzl hafi haft í hyggju að binda enda á fangavist dóttur sinnar og barnanna í kjallaranum. Lögregla hefur undir höndum bréf sem dóttirin Elisabeth skrifaði, augljóslega að skipun föður síns. Er bréfið til foreldranna og útskýrir Elisabeth þar að hana langi gjarnan að snúa heim en það sé bara ekki hægt í bili. Austurrísk yfirvöld íhuga að gefa fórnarlömbum Fritzls kost á að breyta nöfnum sínum á þeirri forsendu að ættarnafnið hafi verið atað aur við rekstur málsins. CNN greindi frá þessu. Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Lögregla í Amstetten í Austurríki rannsakar nú hvort fjölskyldufangavörðurinn og sifjaspillirinn Josef Fritzl hafi komið búnaði fyrir í kjallaradýflissu sinni sem losa myndi banvænt gas út í andrúmsloftið ef fangarnir, hans eigin fjölskylda, reyndu að flýja. Byggist rannsóknin á ummælum sem Fritzl á að hafa látið falla í fyrstu yfirheyrslunni eftir að hann var handtekinn. Mágkona Josefs, Christine R, segir í viðtali við dagblaðið Österreicher Zeitung að Josef hafi farið niður í kjallara klukkan níu á hverjum morgni. Hafi hann sagst vinna þar að teikningum vegna verkefna sem hann sinnti fyrir ýmsa aðila. „Stundum dvaldi hann í kjallaranum næturlangt og leyfði konunni sinni ekki einu sinni að færa sér kaffi," sagði Christine. Rannsóknaraðilar velta því einnig fyrir sér hvort Fritzl hafi haft í hyggju að binda enda á fangavist dóttur sinnar og barnanna í kjallaranum. Lögregla hefur undir höndum bréf sem dóttirin Elisabeth skrifaði, augljóslega að skipun föður síns. Er bréfið til foreldranna og útskýrir Elisabeth þar að hana langi gjarnan að snúa heim en það sé bara ekki hægt í bili. Austurrísk yfirvöld íhuga að gefa fórnarlömbum Fritzls kost á að breyta nöfnum sínum á þeirri forsendu að ættarnafnið hafi verið atað aur við rekstur málsins. CNN greindi frá þessu.
Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira