Akureyrarvaka í kvöld 29. ágúst 2008 04:45 Bubbi spilar í Gilinu annað kvöld. Listasumri á Akureyri lýkur nú um helgina með margbreytilegum hátíðahöldum í bænum. Hefjast þau í kvöld í Lystigarðinum í kvöldhúminu með hljóðfæraslætti Retro Stefson, D.Rangers, sem njóta mikilla vinsælda í Kanada; gjörningum, upplestri fyrir unga sem aldna, rúnaráðningum og er boðið upp á kakó til hressingar. Síðar um kvöldið, kl. 22, leggur Draugagangan af stað frá Minjasafninu þar sem að venju á þessum tíma árs færist vægast sagt draugalegur blær í innbæinn. Á laugardaginn hefst svo hin eiginlega Akureyrarvaka sem markar lok Listasumars. Fyrstu dagskrárliðirnir hefjast fyrir hádegi þegar kaffihús og verslanir opna með kaffi, lifandi tónlist og þægilegheitum. Þeir sem vilja hefja daginn á að dorga með börnunum sínum ættu að taka sér ferð með Haffara sem liggur við Torfunefsbryggju. Á hádegi hefjast svo opnanir sýninga og uppákomur í söfnum, galleríum, Akureyrarkirkju, verslunum og Leirutjörn. Útimarkaðir, samkirkjuleg útimessa, flóamarkaðir, leikhús og sirkus eru auðvitað hluti af stemmningu Akureyrarvöku og það sama gildir um tísku og falleg föt. Tvær tískusýningar verða á Akureyrarvöku, bæði fyrir fínu frúrnar og þær sem yngri eru. Tónlistinni verða gerð góð skil á Akureyrarvöku - Bubbi Morthens spilar í Gilinu, Hjaltalín í göngugötunni, Blind Derek and the backhouse band svo ekki sé nú minnst á sjálfa Sinfóníuhjómsveit Norðurlands sem í samvinnu við Leikfélag Akureyrar flytur Sögu dátans eftir Igor Stravinskí, þar sem deilt er á auðsöfnun og ríkidæmi. Utan miðbæjarsvæðisins má nefna heyskap og fyrirlestur í Akureyrarakademíunni sem staðsett er í Gamla Húsmæðraskólanum í Þórunnarstræti - notalega stemmningu og veitingar í Laxdalshúsi þar sem Sigurður Hallmarsson fjöllistamaður sýnir verk sín. Þing Þjóðræknisfélags Íslendinga fer fram í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Akureyrarvaka nær hámarki á laugardagskvöldið þegar fólk safnast saman fyrir framan Samkomuhúsið þar sem Bakaríið við Brúna býður bæjarbúum upp á 16 metra langa ástarköku. Á meðan fólk gæðir sér á ástarkökunni opnar hvorki meira né minna en Ástarsafnið á Akureyri. Í allt sumar hefur kossum, ástarjátningum og ástarsögum frá ungum sem öldnum verið safnað. Ástarsafnið sem verður til húsa í gömlum strætó mun leiða ástargöngu Akureyringa þar sem ástin mun gleðja augu og eyru og vonandi snerta hjörtu þeirra þar sem hún brýst fram á ótrúlegustu stöðum. Leiðin liggur inn á Ráðhústorg og þaðan að Menningarhúsinu Hofi þar sem Anna Richards í gervi furðufuglsins mun birtast með fulltingi Röggu Gísla. Dagskrána má finna á inni á visitakureyri.is og akureyri.is. Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Listasumri á Akureyri lýkur nú um helgina með margbreytilegum hátíðahöldum í bænum. Hefjast þau í kvöld í Lystigarðinum í kvöldhúminu með hljóðfæraslætti Retro Stefson, D.Rangers, sem njóta mikilla vinsælda í Kanada; gjörningum, upplestri fyrir unga sem aldna, rúnaráðningum og er boðið upp á kakó til hressingar. Síðar um kvöldið, kl. 22, leggur Draugagangan af stað frá Minjasafninu þar sem að venju á þessum tíma árs færist vægast sagt draugalegur blær í innbæinn. Á laugardaginn hefst svo hin eiginlega Akureyrarvaka sem markar lok Listasumars. Fyrstu dagskrárliðirnir hefjast fyrir hádegi þegar kaffihús og verslanir opna með kaffi, lifandi tónlist og þægilegheitum. Þeir sem vilja hefja daginn á að dorga með börnunum sínum ættu að taka sér ferð með Haffara sem liggur við Torfunefsbryggju. Á hádegi hefjast svo opnanir sýninga og uppákomur í söfnum, galleríum, Akureyrarkirkju, verslunum og Leirutjörn. Útimarkaðir, samkirkjuleg útimessa, flóamarkaðir, leikhús og sirkus eru auðvitað hluti af stemmningu Akureyrarvöku og það sama gildir um tísku og falleg föt. Tvær tískusýningar verða á Akureyrarvöku, bæði fyrir fínu frúrnar og þær sem yngri eru. Tónlistinni verða gerð góð skil á Akureyrarvöku - Bubbi Morthens spilar í Gilinu, Hjaltalín í göngugötunni, Blind Derek and the backhouse band svo ekki sé nú minnst á sjálfa Sinfóníuhjómsveit Norðurlands sem í samvinnu við Leikfélag Akureyrar flytur Sögu dátans eftir Igor Stravinskí, þar sem deilt er á auðsöfnun og ríkidæmi. Utan miðbæjarsvæðisins má nefna heyskap og fyrirlestur í Akureyrarakademíunni sem staðsett er í Gamla Húsmæðraskólanum í Þórunnarstræti - notalega stemmningu og veitingar í Laxdalshúsi þar sem Sigurður Hallmarsson fjöllistamaður sýnir verk sín. Þing Þjóðræknisfélags Íslendinga fer fram í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Akureyrarvaka nær hámarki á laugardagskvöldið þegar fólk safnast saman fyrir framan Samkomuhúsið þar sem Bakaríið við Brúna býður bæjarbúum upp á 16 metra langa ástarköku. Á meðan fólk gæðir sér á ástarkökunni opnar hvorki meira né minna en Ástarsafnið á Akureyri. Í allt sumar hefur kossum, ástarjátningum og ástarsögum frá ungum sem öldnum verið safnað. Ástarsafnið sem verður til húsa í gömlum strætó mun leiða ástargöngu Akureyringa þar sem ástin mun gleðja augu og eyru og vonandi snerta hjörtu þeirra þar sem hún brýst fram á ótrúlegustu stöðum. Leiðin liggur inn á Ráðhústorg og þaðan að Menningarhúsinu Hofi þar sem Anna Richards í gervi furðufuglsins mun birtast með fulltingi Röggu Gísla. Dagskrána má finna á inni á visitakureyri.is og akureyri.is.
Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira