Minning Göggu 23. október 2008 06:00 Engel Lund - Gagga (1900-1996) Söngkonan Engel Lund, eða Gagga eins og hún var gjarnan kölluð hérlendis, verður heiðruð með margvíslegum hætti í Íslensku óperunni á sunnudagskvöldið. Lieder Theatre London, sem gaf nýverið út geisladisk með þjóðlögum ýmissa landa úr Söngbók Engel Lund við góðar undirtektir, heldur tónleika um kvöldið kl. 20 þar sem þjóðlög tólf landa verða flutt. Verða lögin flutt á tungumáli hverrar þjóðar fyrir sig og í þeirri útgáfu sem Engel Lund var þekkt fyrir að flytja þau, við píanóundirleik í útsetningu Ferdinands Rauter. Þjóðlögin eru meðal annars íslensk, norræn, tékknesk, amerísk auk þjóðlaga gyðinga. Á tónleikunum kemur fram alþjóðlegur hópur söngvara ásamt píanóleikaranum James Southall, en hópinn skipa þau Hannah Morrison, sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, mezzó-sópran, Norbert Meyn, tenór, Håkan Ekenäs, barítón, Vojtech Safarik, bassa-barítón, Bragi Bergþórsson, tenór og Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sópran. Listrænn stjórnandi tónleikanna er Norbert Meyn, tenórsöngvari og prófessor við Royal Academy of Music í London. Verkefnið var styrkt af Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur og er unnið í samstarfi við Íslensku óperuna. Miðaverð á tónleikana er 2.800 kr., en 50% afsláttur er af miðaverði fyrir 25 ára og yngri eins og venja er til í Íslensku óperunni. Fyrr um kvöldið, kl. 18, verður Göggu hins vegar minnst með margvíslegum hætti í anddyri Íslensku óperunnar. Þar munu fáeinir vinir og velunnarar Göggu, þar á meðal Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri, Birgir Sigurðsson rithöfundur, Kjartan Ragnarsson, leikstjóri og leikskáld, og Guðrún Ásmundsdóttir leikkona minnast hennar í nokkrum orðum, hlutir úr hennar fórum verða til sýnis, þar á meðal konsertkjóll hennar, ljósmyndir, bréf og fleiri persónulegir munir, og sýndur verður hluti úr heimildarmynd sem Frank Ponzi gerði um Göggu fyrir nokkrum árum. Engel Lund var fædd í Reykjavík 14. júlí 1900 og ólst þar upp. Hún fluttist til Danmerkur ellefu ára gömul og lagði stund á tónlistarnám og síðar í París og Þýskalandi. Þar kviknaði áhugi hennar á þjóðlögum og setti hún saman efnisskrá með útsetningum Ferdinants Reuter sem þau fluttu um langt árabil í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Gagga, eins og hún var kölluð, var virtust fyrir einstaklega skýran túlkunarmáta á ólíkum þjóðtungum. Sagt var að hún væri talandi á tuttugu tungumálum. Kynningar hennar á sönglögum úr fjarlægum kimum vesturálfu voru óskiljanlegur hluti af tónleikum hennar. Á efri árum flutti hún hingað til Íslands og tók að kenna söng. Hún lést í hárri elli 15. júní 1996. - pbb Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira
Söngkonan Engel Lund, eða Gagga eins og hún var gjarnan kölluð hérlendis, verður heiðruð með margvíslegum hætti í Íslensku óperunni á sunnudagskvöldið. Lieder Theatre London, sem gaf nýverið út geisladisk með þjóðlögum ýmissa landa úr Söngbók Engel Lund við góðar undirtektir, heldur tónleika um kvöldið kl. 20 þar sem þjóðlög tólf landa verða flutt. Verða lögin flutt á tungumáli hverrar þjóðar fyrir sig og í þeirri útgáfu sem Engel Lund var þekkt fyrir að flytja þau, við píanóundirleik í útsetningu Ferdinands Rauter. Þjóðlögin eru meðal annars íslensk, norræn, tékknesk, amerísk auk þjóðlaga gyðinga. Á tónleikunum kemur fram alþjóðlegur hópur söngvara ásamt píanóleikaranum James Southall, en hópinn skipa þau Hannah Morrison, sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, mezzó-sópran, Norbert Meyn, tenór, Håkan Ekenäs, barítón, Vojtech Safarik, bassa-barítón, Bragi Bergþórsson, tenór og Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sópran. Listrænn stjórnandi tónleikanna er Norbert Meyn, tenórsöngvari og prófessor við Royal Academy of Music í London. Verkefnið var styrkt af Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur og er unnið í samstarfi við Íslensku óperuna. Miðaverð á tónleikana er 2.800 kr., en 50% afsláttur er af miðaverði fyrir 25 ára og yngri eins og venja er til í Íslensku óperunni. Fyrr um kvöldið, kl. 18, verður Göggu hins vegar minnst með margvíslegum hætti í anddyri Íslensku óperunnar. Þar munu fáeinir vinir og velunnarar Göggu, þar á meðal Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri, Birgir Sigurðsson rithöfundur, Kjartan Ragnarsson, leikstjóri og leikskáld, og Guðrún Ásmundsdóttir leikkona minnast hennar í nokkrum orðum, hlutir úr hennar fórum verða til sýnis, þar á meðal konsertkjóll hennar, ljósmyndir, bréf og fleiri persónulegir munir, og sýndur verður hluti úr heimildarmynd sem Frank Ponzi gerði um Göggu fyrir nokkrum árum. Engel Lund var fædd í Reykjavík 14. júlí 1900 og ólst þar upp. Hún fluttist til Danmerkur ellefu ára gömul og lagði stund á tónlistarnám og síðar í París og Þýskalandi. Þar kviknaði áhugi hennar á þjóðlögum og setti hún saman efnisskrá með útsetningum Ferdinants Reuter sem þau fluttu um langt árabil í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Gagga, eins og hún var kölluð, var virtust fyrir einstaklega skýran túlkunarmáta á ólíkum þjóðtungum. Sagt var að hún væri talandi á tuttugu tungumálum. Kynningar hennar á sönglögum úr fjarlægum kimum vesturálfu voru óskiljanlegur hluti af tónleikum hennar. Á efri árum flutti hún hingað til Íslands og tók að kenna söng. Hún lést í hárri elli 15. júní 1996. - pbb
Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira