Menning

Hjördís í Gilinu

Myndlist Hjördís Frímann sýnir á Akureyri.
Myndlist Hjördís Frímann sýnir á Akureyri.

Hjördís Frímann opnar málverkasýningu í Festarkletti, efst í listagilinu á Akureyri, kl. 15 í dag. Sýningin ber nafnið „Heimkoman“ og vísar til þess að Hjördís er nýlega flutt á heimaslóðir á Akureyri. Hjördís vinnur með akrýl á striga og pappír og nýtir jafnan litaskalann til hins ítrasta.

Hjördís Frímann, sem hingað til hefur verið þekkt fyrir fígúratívar ævintýramyndir, hefur nú söðlað um og sýnir málverk þar sem persónurnar hafa brugðið sér af bæ. Í „tilraunaeldhúsi“ sínu kokkar Hjördís af innlifun upp nýja og spennandi rétti. Leik- og litagleði er meginuppistaðan og möguleikarnir virðast ótæmandi. Sýningin er opin tvær helgar og lýkur því sunnudaginn 7. desember. Opnunartími um helgar er frá 13 til 18 og virka daga frá 16 til 18 eða eftir samkomulagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×