Vísir hafði samband við Elínu og Margréti R. Jónasdóttur eiganda Make up store og spurði þær út í námskeiðin og hátíðarförðun.
„Það sem ég er að leggja áherslu á á hópnámskeiðunum er að kenna konum að mála sig. Námskeiðin eru svolítið persónuleg. Ég sýni þeim grunninn og hvað hentar hverjum og einum," segir Elín.

Hvernig var að farða Vigdísi? „Þegar ég málaði hana í fyrsta skiptið, en ég hef málað hana tvisvar, þá var ég alveg upp með mér því mér finnst hún svo merkileg kona.
En í annað skiptið? „Mér þótti það alveg jafn merkilegt."

„Það er skemmtileg tilbreyting að nota glimmer á jólunum og það er létt. Mjög auðvelt fyrir allar konur að nota glimmer því það hrynur ekki og það gerir rosalega mikið fyrir andlitið," segir Elín.
„Ég ráðlegg konum að nota venjulegan dökkan eyeliner og setja svo gull- eða silfur eyeliner alveg neðst við augnlínuna," útskýrir Elín.

„Námskeiðið er fyrir alla. Við erum alltaf með í hverri viku hópnámskeið á kvöldin eftir lokun," segir Margrét eigandi Make up store aðspurð hverjir mega sækja slík námskeið.
„Við fáum öðru hvoru gestakennara. Í desember og janúar er Elín Reynisdóttir gestakennari."
„Fjöldi kvenna vill læra að mála sig. Sumar vilja læra dagförðun og aðrar kvöldförðun," segir Margrét.