Silfur Egils Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 15. ágúst 2008 00:01 Ólíkt því sem margir halda er íslenska útrásin ekki ný af nálinni. Löngu fyrir daga Björgólfs- og Bónusfeðga höfðu kappar eins og Egill Skallagrímsson lagt sitt af mörkum til útrásarinnar og komið heim með fulla vasa fjár. Góss á borð við Hamleys og Magasin du Nord hreinlega blikna í samanburði við silfursjóðinn sem Egill fékk frá Englandskonungi og enginn veit hvar er falinn. Það var nú maður sem kunni að fara með fé. Gróf bara draslið í jörðu og mörgum öldum síðar eru menn enn að leita. Græddur er geymdur eyrir segir einhversstaðar og það var speki sem Egill skildi. Meira að segja ég, sem þó er slugsi í fjármálafræðum, skil þennan málshátt mæta vel því þegar ég var lítil átti ég dýrindis sparibauk. Hann var eins og vörubíll í laginu og ég fór reglulega með hann í sparisjóðinn minn (sem nú er búið að kaupa og selja) og lét tæma hann. Allir þessir geymdu aurar kæmu sér vel núna þegar kreppudraugurinn vofir yfir. Nú þarf að seilast í varasjóðina, segja menn og virðast hafa gleymt því að það eru engir varasjóðir til. Íslendingar hafa aldrei kunnað að spara og fæstir liggja á feitum sjóðum eins og Egill. Sparibaukar, eins nytsamlegir og þeir eru, sjást aðeins í barnaherbergjum. Þeir fullorðnu taka bara yfirdrátt sem virðist ætla að koma þeim í koll núna. Í Egilssögu er sagt frá því að þegar Egill var orðinn gamall maður og blindur hafi hann beðið Grím mág sinn að ríða með sér til þings. Egil langaði að stríða lýðnum aðeins með því að dreifa silfrinu sínu yfir vellina og kasta því yfir mannfjöldann. Síðan ætlaði hann að sitja hjá og skemmta sér við að hlusta á lætin þegar gráðugir bændurnir bitust um auðinn og köstuðu sér á peningana. Ekki varð af þessu en eflaust hefði Egill glott við tönn rúmum 1000 árum síðar hefði hann fylgst með íslensku þjóðfélagi upp úr aldamótunum 2000 þar sem menn hreinlega veltust um vellina og hrifsuðu til sín góðærisbitana. Og nú þegar allt er farið fjandans til og allir silfursjóðir tæmdir eru fornleifafræðingar komnir á kaf í rústir Egils í Mosfellsdal. Mikið væri nú gott ef þeir fyndu silfrið því ef ég man rétt var um háa upphæð að ræða sem verðbólgan hefur engin áhrif haft á. Slíkur varasjóður kæmi sér aldeilis vel fyrir þjóðarbúið á þessum síðustu og verstu tímum. Hvernig ætli gengið á þessu sé annars núna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun
Ólíkt því sem margir halda er íslenska útrásin ekki ný af nálinni. Löngu fyrir daga Björgólfs- og Bónusfeðga höfðu kappar eins og Egill Skallagrímsson lagt sitt af mörkum til útrásarinnar og komið heim með fulla vasa fjár. Góss á borð við Hamleys og Magasin du Nord hreinlega blikna í samanburði við silfursjóðinn sem Egill fékk frá Englandskonungi og enginn veit hvar er falinn. Það var nú maður sem kunni að fara með fé. Gróf bara draslið í jörðu og mörgum öldum síðar eru menn enn að leita. Græddur er geymdur eyrir segir einhversstaðar og það var speki sem Egill skildi. Meira að segja ég, sem þó er slugsi í fjármálafræðum, skil þennan málshátt mæta vel því þegar ég var lítil átti ég dýrindis sparibauk. Hann var eins og vörubíll í laginu og ég fór reglulega með hann í sparisjóðinn minn (sem nú er búið að kaupa og selja) og lét tæma hann. Allir þessir geymdu aurar kæmu sér vel núna þegar kreppudraugurinn vofir yfir. Nú þarf að seilast í varasjóðina, segja menn og virðast hafa gleymt því að það eru engir varasjóðir til. Íslendingar hafa aldrei kunnað að spara og fæstir liggja á feitum sjóðum eins og Egill. Sparibaukar, eins nytsamlegir og þeir eru, sjást aðeins í barnaherbergjum. Þeir fullorðnu taka bara yfirdrátt sem virðist ætla að koma þeim í koll núna. Í Egilssögu er sagt frá því að þegar Egill var orðinn gamall maður og blindur hafi hann beðið Grím mág sinn að ríða með sér til þings. Egil langaði að stríða lýðnum aðeins með því að dreifa silfrinu sínu yfir vellina og kasta því yfir mannfjöldann. Síðan ætlaði hann að sitja hjá og skemmta sér við að hlusta á lætin þegar gráðugir bændurnir bitust um auðinn og köstuðu sér á peningana. Ekki varð af þessu en eflaust hefði Egill glott við tönn rúmum 1000 árum síðar hefði hann fylgst með íslensku þjóðfélagi upp úr aldamótunum 2000 þar sem menn hreinlega veltust um vellina og hrifsuðu til sín góðærisbitana. Og nú þegar allt er farið fjandans til og allir silfursjóðir tæmdir eru fornleifafræðingar komnir á kaf í rústir Egils í Mosfellsdal. Mikið væri nú gott ef þeir fyndu silfrið því ef ég man rétt var um háa upphæð að ræða sem verðbólgan hefur engin áhrif haft á. Slíkur varasjóður kæmi sér aldeilis vel fyrir þjóðarbúið á þessum síðustu og verstu tímum. Hvernig ætli gengið á þessu sé annars núna?
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun